Er það persónufylgi Kristrúnar og harmóníkuleikurinn hennar? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2023 13:31 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem mætti á jólafundi Samfylkingarinnar í Árborg. Hér er hún með Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi þingmanni flokksins og ráðherra og Hermanni Ólafssyni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir að sú staðreynd að Samfylkingin sé langstærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup sé í takt við það jákvæða viðmót, sem flokkurinn fær á fundum víða um land. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna þá er Samfylkingin langstærsti flokkurinn með 28% fylgi yrði kosið nú. Á sama tíma heldur fylgið áfram að dala hjá ríkisstjórninni. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar var gestur á jólafundi Samfylkingarinnar í Árborg í gær þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við þessu mikla fylgi flokksins. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt. Við höfum svo sem verið á þessu reiki undanfarna mánuði og þetta er í takt við það jákvæða viðmót, sem við höfum fundið víða en ég ítreka það, sem ég hef sagt annars staðar, þetta er bara skoðanakönnun. Við erum enn þá út í miðri á en þetta setur mikla pressu á okkur að skila af okkur ákveðnum verkefnum ef við komumst næst í ríkisstjórn,“ segir Kristrún og bætir strax við. „En við höfum auðvitað bara reynt að sameina þjóðina um stærstu og mikilvægu málin eins og við sjáum þau í dag. Heilbrigðismálin, sem hafa verð í brennidepli hjá okkur og þessi kjaramál eins og í núverandi efnahagsástandi.“ Fjöldi fólks sótti fundinn með Kristrúnu á Selfossi. Gestum gafst kostur á að spyrja Kristrúnu út í hin ýmsu mál og nýttu sér margir það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta þér að þakka, persónufylgið og harmóníkuleikurinn þinn eða hvað? „Já, mögulega harmóníkuleikurinn, ég þarf reyndar að taka mig aðeins á í þessu samhengi því ég hef ekki nógan tíma til að æfa mig. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að gera lítið úr mínum hlutverki. Það er auðvitað heill flokkur á bak við mig og það er fullt af fólki. Það er líka fólk, sem er ekki skráð í flokkinn, sem hefur mætt á tugi eða hundruð funda hjá okkur frá því að ég tók við og hefur mótað að einhverju leyti líka breytingar í afstöðu okkar og áherslum,“ segir Kristrún. En hvað segir Kristrún um Vinstri græna, sem eru nánast að detta út af Alþingi samkvæmt nýja þjóðarpúlsi Gallups. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir okkar forsætisráðherra ef ég segi alveg eins og er. Það er auðvitað hennar og hennar flokks að taka ákvörðun um hvaða áhrif þetta hefur á þeirra stöðu en við erum bara fyrst og fremst að fókusa á okkur, hvaða lausnir við getum komið að borðinu, ekki bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að gera,“ segir Kristrún. Mikil ánægja var með fundinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Samfylkingin Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna þá er Samfylkingin langstærsti flokkurinn með 28% fylgi yrði kosið nú. Á sama tíma heldur fylgið áfram að dala hjá ríkisstjórninni. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar var gestur á jólafundi Samfylkingarinnar í Árborg í gær þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við þessu mikla fylgi flokksins. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt. Við höfum svo sem verið á þessu reiki undanfarna mánuði og þetta er í takt við það jákvæða viðmót, sem við höfum fundið víða en ég ítreka það, sem ég hef sagt annars staðar, þetta er bara skoðanakönnun. Við erum enn þá út í miðri á en þetta setur mikla pressu á okkur að skila af okkur ákveðnum verkefnum ef við komumst næst í ríkisstjórn,“ segir Kristrún og bætir strax við. „En við höfum auðvitað bara reynt að sameina þjóðina um stærstu og mikilvægu málin eins og við sjáum þau í dag. Heilbrigðismálin, sem hafa verð í brennidepli hjá okkur og þessi kjaramál eins og í núverandi efnahagsástandi.“ Fjöldi fólks sótti fundinn með Kristrúnu á Selfossi. Gestum gafst kostur á að spyrja Kristrúnu út í hin ýmsu mál og nýttu sér margir það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta þér að þakka, persónufylgið og harmóníkuleikurinn þinn eða hvað? „Já, mögulega harmóníkuleikurinn, ég þarf reyndar að taka mig aðeins á í þessu samhengi því ég hef ekki nógan tíma til að æfa mig. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að gera lítið úr mínum hlutverki. Það er auðvitað heill flokkur á bak við mig og það er fullt af fólki. Það er líka fólk, sem er ekki skráð í flokkinn, sem hefur mætt á tugi eða hundruð funda hjá okkur frá því að ég tók við og hefur mótað að einhverju leyti líka breytingar í afstöðu okkar og áherslum,“ segir Kristrún. En hvað segir Kristrún um Vinstri græna, sem eru nánast að detta út af Alþingi samkvæmt nýja þjóðarpúlsi Gallups. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir okkar forsætisráðherra ef ég segi alveg eins og er. Það er auðvitað hennar og hennar flokks að taka ákvörðun um hvaða áhrif þetta hefur á þeirra stöðu en við erum bara fyrst og fremst að fókusa á okkur, hvaða lausnir við getum komið að borðinu, ekki bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að gera,“ segir Kristrún. Mikil ánægja var með fundinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Samfylkingin Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira