Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 14:25 Árni Finnson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands en þrenn umhverfissamtök hafa lagt fram kröfur vegna COP 28 ráðstefnunnar. vísir/sigurjón Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. Dagurinn í dag markar upphaf Loftslagsráðstefnunnar COP 28 sem fer fram í Dubai. Í tilefni hennar hafa þrenn samtök sett fram kröfur sínar. Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Við viljum náttúrulega að Ísland leggi fram eigin áform um samdrátt í losun. Það hefur skort töluvert upp á það hingað til. Þar erum við þá að miða við að Ísland leggi sitt af mörkum til að heimurinn geti staðið við þetta markmið að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1,5°,“ segir Árni. Þau krefjast þess að stjórnvöld leggist gegn hvers kyns bókhalds brellum og útvistun losunarheimilda til annarra landa og að binding kolefnis verði ekki nýtt til frádráttar skuldbindingum landa um losun. „Við erum ekki að gagnrýna Carbfix á neinn hátt en hins vegar er dálítið langt í að Carbfix geti orðið eining sem borgar sig. Þetta er ennþá á tilraunastigi og hefur ekki skilað þeim árangri sem þarf og það eru mörg önnur svona verkefni í heiminum og það er svolítið fljótandi hvað sá samdráttur - ef sá samdráttur verður – hvort hann er nógu mikill og hann verði þá ekki dreginn frá skuldbindingum ríkja, sá árangur heldur komi til viðbótar, því ekki veitir af.“ Árni segir að það sé ekki útilokað að góðri lendingu verði náð í Dubai en ráðstefnan fer ekki vel af stað. „Það er gríðarlega mikið vantraust í garð forseta ráðstefnunnar sem er jafnframt olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hann hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins í stað þess að vinna að lausn loftslagsvandans. Þetta er slæmt, þetta er slæm byrjun. Það kemur þá í hlut annarra ríkja sem þurfa þá að hjálpa þessum forseta ráðstefnuna að byggja upp traust á ný, við vitum ekki hvernig það gengur en svona miðað við París 2015 þá virðist þetta ekki eins vel undirbúið.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07 Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Sjá meira
Dagurinn í dag markar upphaf Loftslagsráðstefnunnar COP 28 sem fer fram í Dubai. Í tilefni hennar hafa þrenn samtök sett fram kröfur sínar. Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Við viljum náttúrulega að Ísland leggi fram eigin áform um samdrátt í losun. Það hefur skort töluvert upp á það hingað til. Þar erum við þá að miða við að Ísland leggi sitt af mörkum til að heimurinn geti staðið við þetta markmið að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1,5°,“ segir Árni. Þau krefjast þess að stjórnvöld leggist gegn hvers kyns bókhalds brellum og útvistun losunarheimilda til annarra landa og að binding kolefnis verði ekki nýtt til frádráttar skuldbindingum landa um losun. „Við erum ekki að gagnrýna Carbfix á neinn hátt en hins vegar er dálítið langt í að Carbfix geti orðið eining sem borgar sig. Þetta er ennþá á tilraunastigi og hefur ekki skilað þeim árangri sem þarf og það eru mörg önnur svona verkefni í heiminum og það er svolítið fljótandi hvað sá samdráttur - ef sá samdráttur verður – hvort hann er nógu mikill og hann verði þá ekki dreginn frá skuldbindingum ríkja, sá árangur heldur komi til viðbótar, því ekki veitir af.“ Árni segir að það sé ekki útilokað að góðri lendingu verði náð í Dubai en ráðstefnan fer ekki vel af stað. „Það er gríðarlega mikið vantraust í garð forseta ráðstefnunnar sem er jafnframt olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hann hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins í stað þess að vinna að lausn loftslagsvandans. Þetta er slæmt, þetta er slæm byrjun. Það kemur þá í hlut annarra ríkja sem þurfa þá að hjálpa þessum forseta ráðstefnuna að byggja upp traust á ný, við vitum ekki hvernig það gengur en svona miðað við París 2015 þá virðist þetta ekki eins vel undirbúið.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07 Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Sjá meira
Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07
Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40