Hélt hún kæmist ekki aftur á stórmót: „Þetta er bara æði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 22:02 Þórey Rósa Stefánsdóttir er stolt af því að vera komin aftur á stórmót með Íslandi. Vísir/Hulda Margrét Landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir er afar ánægð með að vera komin á stórmót með íslenska landsliðinu á ný. Hún var þess ekki viss að hún myndi spila á slíku móti aftur. Spennan hefur aukist með hverjum deginum eftir því sem nær dregur fyrsta leik Íslands á HM sem er við Slóveníu á morgun. Þórey Rósa segir daginn í dag hafa komið sér almennilega í gír. „Dagurinn í dag er svolítið að sparka inn raunveruleikanum. Það eru viðtöl, myndatökur og allskonar. Núna er þetta svolítið: HM er komið. Mér skilst það sé fullt af Íslendingum á leiðinni til Noregs og nú fer þetta allt að keyra af stað,“ segir Þórey Rósa. Klippa: Geggjað að upplifa þetta aftur Ísland spilaði á Posten Cup í aðdragandanum, sem er stórt æfingamót í Noregi. Þórey segir stærð mótsins hafa virkað vel fyrir leikmenn til að hrista úr sér skrekkinn fyrir stærsta mótið, HM sem fram undan er. „Þetta var náttúrulega bara stórt mót og stórt svið sem við fengum, í stórum höllum og kepptum við góð lið. Fyrir marga leikmenn var þetta að hrista af sér fyrsta stórleikja skrekkinn. Við náðum að stilla liðið helling saman, sáum hellings möguleika í öllum leikjunum þó svo að þeir hafi ekki unnist,“ „Við komumst allar heilar út úr þessu líka, maður hafði innst inni örlitlar áhyggjur af því. Ég er bara ánægð með þetta. Þetta var góður tími í Lillehammer,“ segir Þórey Rósa. Ofboðslega stolt Þórey Rósa er ein aðeins tveggja sem hefur farið á stórmót áður, ásamt Sunnu Jónsdóttur. Hún segir upplifunina allt aðra í dag en var fyrir um áratug síðan, þegar Ísland var síðast á stórmóti. „EM 2012 var þetta bara þrír leikir og búið, það var mjög stutt. Svo fórum við á HM í Brasilíu, þá var helsti munurinn að það var svo langt í burtu. Það var bara einn frá Stöð 2 og svo átta foreldrar með í ferðinni. Við vorum bara í einhverri búbblu,“ „Internetið var lélegt á hótelinu og ég held ég hafi hringt heim einu sinni í ferðinni. Núna er þetta öðruvísi og ég fagna því. Þetta er bara æði.“ segir Þórey Rósa. Ákveðin lægð tók við hjá íslenska liðinu eftir stórmótin fyrir um áratug og var Þórey ekki viss um að fá tækifærið til að spila á stórmóti á ný. „Ég er stolt af því að vera hérna ennþá og að hafa náð þessum árangri að komast aftur með liðinu á stórmót. Ég vissi að við kæmumst þangað en ég viðurkenni að ég var ekkert endilega viss um það fyrir einhverjum árum síðan að ég myndi ná því. Ég er ofboðslega stolt að vera hérna og reyni að þrauka þetta heldri konu hlutverk hérna og gera það vel,“ segir Þórey Rósa. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00 PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31 Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur. 29. nóvember 2023 15:50 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Spennan hefur aukist með hverjum deginum eftir því sem nær dregur fyrsta leik Íslands á HM sem er við Slóveníu á morgun. Þórey Rósa segir daginn í dag hafa komið sér almennilega í gír. „Dagurinn í dag er svolítið að sparka inn raunveruleikanum. Það eru viðtöl, myndatökur og allskonar. Núna er þetta svolítið: HM er komið. Mér skilst það sé fullt af Íslendingum á leiðinni til Noregs og nú fer þetta allt að keyra af stað,“ segir Þórey Rósa. Klippa: Geggjað að upplifa þetta aftur Ísland spilaði á Posten Cup í aðdragandanum, sem er stórt æfingamót í Noregi. Þórey segir stærð mótsins hafa virkað vel fyrir leikmenn til að hrista úr sér skrekkinn fyrir stærsta mótið, HM sem fram undan er. „Þetta var náttúrulega bara stórt mót og stórt svið sem við fengum, í stórum höllum og kepptum við góð lið. Fyrir marga leikmenn var þetta að hrista af sér fyrsta stórleikja skrekkinn. Við náðum að stilla liðið helling saman, sáum hellings möguleika í öllum leikjunum þó svo að þeir hafi ekki unnist,“ „Við komumst allar heilar út úr þessu líka, maður hafði innst inni örlitlar áhyggjur af því. Ég er bara ánægð með þetta. Þetta var góður tími í Lillehammer,“ segir Þórey Rósa. Ofboðslega stolt Þórey Rósa er ein aðeins tveggja sem hefur farið á stórmót áður, ásamt Sunnu Jónsdóttur. Hún segir upplifunina allt aðra í dag en var fyrir um áratug síðan, þegar Ísland var síðast á stórmóti. „EM 2012 var þetta bara þrír leikir og búið, það var mjög stutt. Svo fórum við á HM í Brasilíu, þá var helsti munurinn að það var svo langt í burtu. Það var bara einn frá Stöð 2 og svo átta foreldrar með í ferðinni. Við vorum bara í einhverri búbblu,“ „Internetið var lélegt á hótelinu og ég held ég hafi hringt heim einu sinni í ferðinni. Núna er þetta öðruvísi og ég fagna því. Þetta er bara æði.“ segir Þórey Rósa. Ákveðin lægð tók við hjá íslenska liðinu eftir stórmótin fyrir um áratug og var Þórey ekki viss um að fá tækifærið til að spila á stórmóti á ný. „Ég er stolt af því að vera hérna ennþá og að hafa náð þessum árangri að komast aftur með liðinu á stórmót. Ég vissi að við kæmumst þangað en ég viðurkenni að ég var ekkert endilega viss um það fyrir einhverjum árum síðan að ég myndi ná því. Ég er ofboðslega stolt að vera hérna og reyni að þrauka þetta heldri konu hlutverk hérna og gera það vel,“ segir Þórey Rósa. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00 PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31 Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur. 29. nóvember 2023 15:50 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00
PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31
Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur. 29. nóvember 2023 15:50