„Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 20:00 Sunna Jónsdóttir er spennt að hitta strákinn á morgun. Vísir Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er ein þeirra en hún er svo heppinn að sonur hennar er á leiðinni til Stafangurs og verður í stúkunni er Ísland mætir Slóveníu á morgun. „Þetta er skrýtið og örugglega erfiðara fyrir mig en hann. Hann er nú á leiðinni núna, fimm ára, og er mjög spenntur. Það verður gaman að sjá hann,“ segir Sunna. Klippa: Örugglega erfiðara fyrir mig en hann Þórey Anna Ásgeirsdóttir á einn tveggja ára. „Ég ætla ekkert að skafa af því – þetta er erfitt á köflum. En svo er maður bara að reyna að njóta þess að vera hér, að vera í núinu,“ „Ég er líka það ótrúlega heppin að eiga góða í kringum mig sem leyfa mér að stunda það sem ég elska og eru til staðar fyrir mann.“ segir Þórey Anna sem þakkar fyrir það að tæknin leyfi henni að hringja heim. „Það er alveg nauðsynlegt. Sem betur fer er tæknin orðin eins og hún er í dag,“ segir Þórey Anna. „Ég veit ekki hvernig fólk gerði þetta hérna áður fyrr en ég er mjög þakklát fyrir þetta.“ Kemst inn í rútínuna Nafna hennar Þórey Rósa Stefánsdóttir kveðst hafa þótt það erfitt áður en hún fór út með landsliðinu. „Það er alveg erfitt, ég viðurkenni það. Vitandi það að maður sé að fara í þriggja vikna plús langa ferð er það eiginlega erfiðara áður en maður fór. En þegar maður er kominn af stað fer maður inn í rútínuna hér,“ segir Þórey Rósa. Hún tekur undir með nöfnu sinni að þakka tækninni fyrir en ekki var eins einfalt að hringja heim síðast þegar hún var á stórmóti fyrir um áratug síðan. „Eins og ég nefndi með samfélagsmiðla og svoleiðis, er auðveldara að hringja heim núna og eiga vídéósamtal. Maður veit að þau eru í góðum höndum heima og það verður svo gaman að koma heim í jólin með þeim,“ segir Þórey Rósa. Þær Sunna, Þórey Anna og Þórey Rósa verða í eldlínunni þegar Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er ein þeirra en hún er svo heppinn að sonur hennar er á leiðinni til Stafangurs og verður í stúkunni er Ísland mætir Slóveníu á morgun. „Þetta er skrýtið og örugglega erfiðara fyrir mig en hann. Hann er nú á leiðinni núna, fimm ára, og er mjög spenntur. Það verður gaman að sjá hann,“ segir Sunna. Klippa: Örugglega erfiðara fyrir mig en hann Þórey Anna Ásgeirsdóttir á einn tveggja ára. „Ég ætla ekkert að skafa af því – þetta er erfitt á köflum. En svo er maður bara að reyna að njóta þess að vera hér, að vera í núinu,“ „Ég er líka það ótrúlega heppin að eiga góða í kringum mig sem leyfa mér að stunda það sem ég elska og eru til staðar fyrir mann.“ segir Þórey Anna sem þakkar fyrir það að tæknin leyfi henni að hringja heim. „Það er alveg nauðsynlegt. Sem betur fer er tæknin orðin eins og hún er í dag,“ segir Þórey Anna. „Ég veit ekki hvernig fólk gerði þetta hérna áður fyrr en ég er mjög þakklát fyrir þetta.“ Kemst inn í rútínuna Nafna hennar Þórey Rósa Stefánsdóttir kveðst hafa þótt það erfitt áður en hún fór út með landsliðinu. „Það er alveg erfitt, ég viðurkenni það. Vitandi það að maður sé að fara í þriggja vikna plús langa ferð er það eiginlega erfiðara áður en maður fór. En þegar maður er kominn af stað fer maður inn í rútínuna hér,“ segir Þórey Rósa. Hún tekur undir með nöfnu sinni að þakka tækninni fyrir en ekki var eins einfalt að hringja heim síðast þegar hún var á stórmóti fyrir um áratug síðan. „Eins og ég nefndi með samfélagsmiðla og svoleiðis, er auðveldara að hringja heim núna og eiga vídéósamtal. Maður veit að þau eru í góðum höndum heima og það verður svo gaman að koma heim í jólin með þeim,“ segir Þórey Rósa. Þær Sunna, Þórey Anna og Þórey Rósa verða í eldlínunni þegar Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira