Segir aukna eftirspurn eftir fituflutningsaðgerðum í kinnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 19:16 Þórdís segir ólíklegt að aðgerð sem gengur út á að fjarlægja fitu úr kinnum fari í tísku. Sýn Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir hjá læknahúsinu Dea Medica segist finna fyrir talsverðri aukningu lýtaaðgerða sem ganga út á að fjarlægja brjóstapúða og setja eigin fitu í staðinn. Þá furðar hún sig á aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að fjarlægja fitu úr kinnum. Þórdís var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir algengt að konur verði þreyttar á því að vera með púða í brjóstunum. „Þá getur eigin fita komið í staðinn og ég tala nú ekki um ef það er einhver auka fita annars staðar eins og á maga eða á mjöðmum eða lærum,“ segir Þórdís. Þegar púðar eru teknir verður að hennar sögn oft tómarúm og þá komi svokölluð lipofilling eða fitufylling til greina. „Þá tekur maður fitu á einum stað og hreinsar hana og einangrar og setur í brjóstin í staðinn.“ Hvernig bregst líkaminn við svona tilfærslu? „Þú getur ekki bara tekið púðann og sett inn í sama holrúm. Þú þarft að koma þessu fyrir á víð og dreif þannig að fitunni líði vel. Og það er takmörkum háð hvað maður getur sett mikið, sérstaklega ef brjóstvefurinn er ekki mikill.“ Þá segir hún heppilegt ef einungis 20 prósent af fituvefnum rýrni þegar honum er komið fyrir í brjóstum. Ekki öll fitan lifi flutninginn af. Fitan í kynnunum sú fyrsta til að fara Aðspurð segist Þórdís hafa tekið eftir aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að taka fitu úr kinnum. „Ég held að þessi aðgerð verði aldrei, eins og maður myndi segja, í tísku.“ Hún segir aðgerðina alls ekki áhættulausa, í kinnum séu æðar og taugar sem eru mikilvægar. „Enn þessi fita er sú fita sem kannski fer fyrst þegar maður eldist og léttist. Þannig að, af hverju vill fólk verða svona kinnfiskasogið? Maður spyr sig,“ segir Þórdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Lýtalækningar Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Þórdís var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir algengt að konur verði þreyttar á því að vera með púða í brjóstunum. „Þá getur eigin fita komið í staðinn og ég tala nú ekki um ef það er einhver auka fita annars staðar eins og á maga eða á mjöðmum eða lærum,“ segir Þórdís. Þegar púðar eru teknir verður að hennar sögn oft tómarúm og þá komi svokölluð lipofilling eða fitufylling til greina. „Þá tekur maður fitu á einum stað og hreinsar hana og einangrar og setur í brjóstin í staðinn.“ Hvernig bregst líkaminn við svona tilfærslu? „Þú getur ekki bara tekið púðann og sett inn í sama holrúm. Þú þarft að koma þessu fyrir á víð og dreif þannig að fitunni líði vel. Og það er takmörkum háð hvað maður getur sett mikið, sérstaklega ef brjóstvefurinn er ekki mikill.“ Þá segir hún heppilegt ef einungis 20 prósent af fituvefnum rýrni þegar honum er komið fyrir í brjóstum. Ekki öll fitan lifi flutninginn af. Fitan í kynnunum sú fyrsta til að fara Aðspurð segist Þórdís hafa tekið eftir aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að taka fitu úr kinnum. „Ég held að þessi aðgerð verði aldrei, eins og maður myndi segja, í tísku.“ Hún segir aðgerðina alls ekki áhættulausa, í kinnum séu æðar og taugar sem eru mikilvægar. „Enn þessi fita er sú fita sem kannski fer fyrst þegar maður eldist og léttist. Þannig að, af hverju vill fólk verða svona kinnfiskasogið? Maður spyr sig,“ segir Þórdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Lýtalækningar Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira