Þúsund rampa partý í þakíbúðinni hans Haraldar Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 27. nóvember 2023 16:58 Það var margt um manninn heima hjá Haraldi í dag. Vísir/Einar Haraldur Ingi Þorleifsson hélt í dag viðburð á heimili sínu í tilefni af því að þúsund rampar hafi verið byggðir til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra, og það ári á undan áætlun. Á meðal gesta hjá Haraldi voru Guðni Th. Jóhannesson forseti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta hefur allavega miklu hraðara en við bjuggumst við. Við erum komin svolítið langt á undan áætlun og það er auðvitað bara ótrúlegt hvað hefur gengið vel,“ segir Haraldur um áfangann. Hann segir rampana dreifast nokkuð vel um landið, þeir séu komnir út um allt nema á Vestfirðina. „Við ætlum að fara þangað næst þegar þiðnar,“ segir hann. Aðspurður um hvort einkaframtakið hafi þurft til að ýta á eftir hinu opinbera til að koma römpunum af stað segir Haraldur að eitthvað hafi allavega þurft að gera. „Það var einhver hnútur í þessu. Þetta var ekki að ganga af einhverjum ástæðum, en við fundum glufu sem við gátum fyllt í.“ Líkt og áður segir eru ramparnir nú orðnir þúsund talsins. Markmiðið er nú orðið 1500. Haraldur segir þó að enn þurfi að gera mikið í aðgengismálum sem þessum. Þröskuldar séu enn þá víða til vandræða og þá vanti lyftur víða. „Það er langt í land.“ Hann telur að ramparnir hafi haft jákvæð áhrif. Sjálfur hafi hann heyrt um fólk sem hafi farið sjálft í framkvæmdir eftir að hafa heyrt af þessu. Jafnframt hafi verkefninu verið tekið með opnum örmum af langflestum. Einhverjir hafi jafnvel vitað upp á sig skömmina að hafa ekki betra aðgengi. Verkefnið er einnig á leið í útrás. Að sögn Haraldar er það á leið til Evrópu, en hann segist hafa átt í samtali við nokkra borgarstjóra um hvar sé best að byrja. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Á meðal gesta hjá Haraldi voru Guðni Th. Jóhannesson forseti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta hefur allavega miklu hraðara en við bjuggumst við. Við erum komin svolítið langt á undan áætlun og það er auðvitað bara ótrúlegt hvað hefur gengið vel,“ segir Haraldur um áfangann. Hann segir rampana dreifast nokkuð vel um landið, þeir séu komnir út um allt nema á Vestfirðina. „Við ætlum að fara þangað næst þegar þiðnar,“ segir hann. Aðspurður um hvort einkaframtakið hafi þurft til að ýta á eftir hinu opinbera til að koma römpunum af stað segir Haraldur að eitthvað hafi allavega þurft að gera. „Það var einhver hnútur í þessu. Þetta var ekki að ganga af einhverjum ástæðum, en við fundum glufu sem við gátum fyllt í.“ Líkt og áður segir eru ramparnir nú orðnir þúsund talsins. Markmiðið er nú orðið 1500. Haraldur segir þó að enn þurfi að gera mikið í aðgengismálum sem þessum. Þröskuldar séu enn þá víða til vandræða og þá vanti lyftur víða. „Það er langt í land.“ Hann telur að ramparnir hafi haft jákvæð áhrif. Sjálfur hafi hann heyrt um fólk sem hafi farið sjálft í framkvæmdir eftir að hafa heyrt af þessu. Jafnframt hafi verkefninu verið tekið með opnum örmum af langflestum. Einhverjir hafi jafnvel vitað upp á sig skömmina að hafa ekki betra aðgengi. Verkefnið er einnig á leið í útrás. Að sögn Haraldar er það á leið til Evrópu, en hann segist hafa átt í samtali við nokkra borgarstjóra um hvar sé best að byrja.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira