Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2023 13:42 Hannes (t.h.) með Rúslan Stefantsjúk, forseta úkraínska þjóðþingsins. Aðsend Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. Rússar gerðu í gærmorgun eina umfangsmestu drónaárás sem þeir hafa gert á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, frá því stríðið hófst. Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu var í borginni í gær, til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um Holodomor hópmorð Rússa á Úkraínumönnum þar sem um fjórar milljónir týndu lífi, nú þegar 90 ár eru liðin frá lokum þeirra. „Tímasetningin var nú engin tilviljun,“ segir Hannes Heimisson, sendiherra. Hann var staddur um 100 kílómetra vestur af Kænugarði þegar fréttastofa ræddi við hann, á leið sinni til Varsjár. Hannes er sendiherra í Póllandi en sendiskrifstofa hans hefur fyrirsvar vegna Búlgaríu, Rúmeníu og Úkraínu einnig á hendi. Flestir drónanna skotnir niður Enginn lést í árásum Rússa á Kænugarð í gær, en töluvert eignatjón varð. „Það kvikna oft eldar þegar þessir drónar lenda og stundum verður tjón. Margir þeirra eru skotnir niður. Úkraínumönnum tekst nú yfirleitt að skjóta niður þorra þessara dróna.“ Hannes segir eðlilega óþægilegt að vakna upp við sprengjudrunur. Hann þurfti þó ekki að færa sig um set vegna árásarinnar, ólíkt kollegum sínum. „Loftvarnarflauturnar byrjuðu að hringja tiltölulega snemma. Þannig að þeir komust ekkert upp á hótelherbergi og urðu að eyða nóttinni í loftvarnarbyrgi,“ segir Hannes. Þjóðin einhuga Á minningarathöfninni í gær, sem var haldin í þinghúsinu, ræddi Hannes meðal annars við Rúslan Stefantsjúk, forseta úkraínska þjóðþingsins. „Þjóðin stendur einhuga bak við sína pólitísku forystu og leitar allra leiða til sigurs í þessu stríði og til að reka Rússana aftur yfir landamærin heim til sín.“ Undanfarna mánuði hafa Rússar sparað sjálfsprengidróna sína og eldflaugar en Úkraínumenn óttast nú að umfangsmiklar árásir verði gerðar á orkuinnviði landsins í vetur, líkt og síðasta vetur. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. 24. nóvember 2023 12:56 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Rússar gerðu í gærmorgun eina umfangsmestu drónaárás sem þeir hafa gert á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, frá því stríðið hófst. Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu var í borginni í gær, til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um Holodomor hópmorð Rússa á Úkraínumönnum þar sem um fjórar milljónir týndu lífi, nú þegar 90 ár eru liðin frá lokum þeirra. „Tímasetningin var nú engin tilviljun,“ segir Hannes Heimisson, sendiherra. Hann var staddur um 100 kílómetra vestur af Kænugarði þegar fréttastofa ræddi við hann, á leið sinni til Varsjár. Hannes er sendiherra í Póllandi en sendiskrifstofa hans hefur fyrirsvar vegna Búlgaríu, Rúmeníu og Úkraínu einnig á hendi. Flestir drónanna skotnir niður Enginn lést í árásum Rússa á Kænugarð í gær, en töluvert eignatjón varð. „Það kvikna oft eldar þegar þessir drónar lenda og stundum verður tjón. Margir þeirra eru skotnir niður. Úkraínumönnum tekst nú yfirleitt að skjóta niður þorra þessara dróna.“ Hannes segir eðlilega óþægilegt að vakna upp við sprengjudrunur. Hann þurfti þó ekki að færa sig um set vegna árásarinnar, ólíkt kollegum sínum. „Loftvarnarflauturnar byrjuðu að hringja tiltölulega snemma. Þannig að þeir komust ekkert upp á hótelherbergi og urðu að eyða nóttinni í loftvarnarbyrgi,“ segir Hannes. Þjóðin einhuga Á minningarathöfninni í gær, sem var haldin í þinghúsinu, ræddi Hannes meðal annars við Rúslan Stefantsjúk, forseta úkraínska þjóðþingsins. „Þjóðin stendur einhuga bak við sína pólitísku forystu og leitar allra leiða til sigurs í þessu stríði og til að reka Rússana aftur yfir landamærin heim til sín.“ Undanfarna mánuði hafa Rússar sparað sjálfsprengidróna sína og eldflaugar en Úkraínumenn óttast nú að umfangsmiklar árásir verði gerðar á orkuinnviði landsins í vetur, líkt og síðasta vetur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. 24. nóvember 2023 12:56 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20
Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01
Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01
Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. 24. nóvember 2023 12:56