Strækum á ofbeldi! Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 09:00 Þann 24. október s.l. lögðu tugir þúsundir kvenna niður störf sín og lýstu yfir kvennaverkfalli. Kröfurnar voru einfaldar en því miður kunnuglegar. Fyrir utan almennar kröfur um útrýmingu á launamisrétti og mismunun þá var lögð sérstök áhersla á að ráða niðurlögum kynbundis ofbeldis. Árið er 2023 og kvenfrelsinu er enn haldið í skefjum ekki aðeins með almennri mismunun heldur einnig með ofbeldishegðun af hendi þess sem oft stendur konunni næst. Hættulegasti staður konunnar er enn heimili hennar. Þrátt fyrir aukna fræðslu, aukið umtal, fleiri úrræði – þá virðist kynbundið ofbeldi í nánum samböndum grassera sem aldrei fyrr. Konurnar nýta sér í auknum mæli þau úrræði sem standa til boða. Kvennaathvarfið er jafnan vel sótt af konum og börnum sem einfaldlega þurfa að rífa sig upp og flýja sín eigin heimili sökum ofbeldis. Aðsókn í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins eykst stöðugt og hefur margfaldast á síðustu árum. En af hverju minnkar ekki ofbeldið? Hvað erum við að gera vitlaust? Á Arnarhóli stóðu konur á sviði og lásu upp svo hrikalega tölfræði um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í íslenskum raunveruleika að það sló þögn á kvenhafið. Þessi viðbjóður er jafnvel svo algengur að fámennur hópur kvenna getur ekki komið saman án þess að þar sé á meðal kona sem þolað hefur slíkt ofbeldi. Hvernig getur þetta staðist? Ég man að ég hugsaði með mér á þessari stundu á Arnarhóli „Vá, nú gerist eitthvað. Nú snúum við þessu við.“ Umræðurnar sem sköpuðust dagana eftir verkfallið voru svekkjandi og á algerum villigötum. Sáralítið fór lítið fyrir umræðu um kynbundið ofbeldi og hvernig við ættum að bregðast við þessum hrikalega faraldri sem nú geysar sem aldrei fyrr. Getur verið að samfélagið sé orðið svo gegnsýrt af ofbeldi að okkur hreinlega fallast hendur? Er baráttan vonlaus? Eru þetta einfaldlega hlutskipti nær helmings kynsystra minna? Nú þegar ég er aðeins búin að jafna mig á svekkelsinu þá finn ég baráttuandann rísa á ný. Auðvitað er fullt sem við getum gert! Nú er rétt að byggja á þeirri þekkingu sem hefur safnast saman í áranna rás og finna gloppurnar. Það er nauðsynlegt að halda áfram að þjónusta vel þolendur ofbeldis en líka mikilvægt að leggjast í meiri samfélagsrýni; hvað er það nákvæmlega í samfélagi okkar sem getur af sér slíka ofbeldismenn? Ofbeldismenn sem virðast ekki hafa neinn einkennandi bakgrunn, heldur koma úr öllum krókum og kimum samfélagsins. Einnig er mikilvægt að skoða hvernig við getum sem samfélag aðstoðað konur við að stíga út úr ofbeldissambandi. Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu voru á sínum tíma spurðar hvað hefði mögulega getað flýtt því að þær slitu ofbeldissambandi. Margar töluðu um mikilvægi þess að einhver í umhverfi þeirra hefði einfaldlega spurt útí þeirra aðstæður. Slíkt getur verið vandmeðfarið fyrir aðstandanda og þá er gagnlegt leita til fagaðila. Vaktsími Kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn og þar getur fólk í þessum sporum leitað ráða. Mikilvægt er að hafa í huga að einangrun er helsta verkfæri ofbeldismannsins og hafa konur því oft lítið tengslanet. Þannig getur eina tenging konunnar við samfélagið verið í gegnum vinnu hennar, skóla barnanna, vini ofbeldismannsins eða annað slíkt. Þetta þýðir að við sem samfélag berum ábyrgð og með því að vera vakandi fyrir vísbendingum um ofbeldi getum við öll átt þátt í að rjúfa ofbeldishringinn sem þolendur eru gjarnan flæktir í. Baráttan við kynbundið ofbeldi í nánum samböndum er ekki einkamál kvenna heldur á ábyrgð samfélagsins í heild. Að uppræta kynbundið ofbeldi mun aldrei takast fyrr en öll kyn taka höndum saman og stræka á ofbeldi – ekki bara á tyllidögum heldur alla daga! Höfundur er framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 24. október s.l. lögðu tugir þúsundir kvenna niður störf sín og lýstu yfir kvennaverkfalli. Kröfurnar voru einfaldar en því miður kunnuglegar. Fyrir utan almennar kröfur um útrýmingu á launamisrétti og mismunun þá var lögð sérstök áhersla á að ráða niðurlögum kynbundis ofbeldis. Árið er 2023 og kvenfrelsinu er enn haldið í skefjum ekki aðeins með almennri mismunun heldur einnig með ofbeldishegðun af hendi þess sem oft stendur konunni næst. Hættulegasti staður konunnar er enn heimili hennar. Þrátt fyrir aukna fræðslu, aukið umtal, fleiri úrræði – þá virðist kynbundið ofbeldi í nánum samböndum grassera sem aldrei fyrr. Konurnar nýta sér í auknum mæli þau úrræði sem standa til boða. Kvennaathvarfið er jafnan vel sótt af konum og börnum sem einfaldlega þurfa að rífa sig upp og flýja sín eigin heimili sökum ofbeldis. Aðsókn í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins eykst stöðugt og hefur margfaldast á síðustu árum. En af hverju minnkar ekki ofbeldið? Hvað erum við að gera vitlaust? Á Arnarhóli stóðu konur á sviði og lásu upp svo hrikalega tölfræði um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í íslenskum raunveruleika að það sló þögn á kvenhafið. Þessi viðbjóður er jafnvel svo algengur að fámennur hópur kvenna getur ekki komið saman án þess að þar sé á meðal kona sem þolað hefur slíkt ofbeldi. Hvernig getur þetta staðist? Ég man að ég hugsaði með mér á þessari stundu á Arnarhóli „Vá, nú gerist eitthvað. Nú snúum við þessu við.“ Umræðurnar sem sköpuðust dagana eftir verkfallið voru svekkjandi og á algerum villigötum. Sáralítið fór lítið fyrir umræðu um kynbundið ofbeldi og hvernig við ættum að bregðast við þessum hrikalega faraldri sem nú geysar sem aldrei fyrr. Getur verið að samfélagið sé orðið svo gegnsýrt af ofbeldi að okkur hreinlega fallast hendur? Er baráttan vonlaus? Eru þetta einfaldlega hlutskipti nær helmings kynsystra minna? Nú þegar ég er aðeins búin að jafna mig á svekkelsinu þá finn ég baráttuandann rísa á ný. Auðvitað er fullt sem við getum gert! Nú er rétt að byggja á þeirri þekkingu sem hefur safnast saman í áranna rás og finna gloppurnar. Það er nauðsynlegt að halda áfram að þjónusta vel þolendur ofbeldis en líka mikilvægt að leggjast í meiri samfélagsrýni; hvað er það nákvæmlega í samfélagi okkar sem getur af sér slíka ofbeldismenn? Ofbeldismenn sem virðast ekki hafa neinn einkennandi bakgrunn, heldur koma úr öllum krókum og kimum samfélagsins. Einnig er mikilvægt að skoða hvernig við getum sem samfélag aðstoðað konur við að stíga út úr ofbeldissambandi. Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu voru á sínum tíma spurðar hvað hefði mögulega getað flýtt því að þær slitu ofbeldissambandi. Margar töluðu um mikilvægi þess að einhver í umhverfi þeirra hefði einfaldlega spurt útí þeirra aðstæður. Slíkt getur verið vandmeðfarið fyrir aðstandanda og þá er gagnlegt leita til fagaðila. Vaktsími Kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn og þar getur fólk í þessum sporum leitað ráða. Mikilvægt er að hafa í huga að einangrun er helsta verkfæri ofbeldismannsins og hafa konur því oft lítið tengslanet. Þannig getur eina tenging konunnar við samfélagið verið í gegnum vinnu hennar, skóla barnanna, vini ofbeldismannsins eða annað slíkt. Þetta þýðir að við sem samfélag berum ábyrgð og með því að vera vakandi fyrir vísbendingum um ofbeldi getum við öll átt þátt í að rjúfa ofbeldishringinn sem þolendur eru gjarnan flæktir í. Baráttan við kynbundið ofbeldi í nánum samböndum er ekki einkamál kvenna heldur á ábyrgð samfélagsins í heild. Að uppræta kynbundið ofbeldi mun aldrei takast fyrr en öll kyn taka höndum saman og stræka á ofbeldi – ekki bara á tyllidögum heldur alla daga! Höfundur er framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun