Trúarlegt óþol Sindri Geir Óskarsson skrifar 24. nóvember 2023 08:30 Ég upplifi stundum að samfélagið okkar sé plagað af trúarlegu óþoli, já eða bara kristnu óþoli. Samfélagið sem flaggar því rækilega að fjölbreytileikanum sé fagnað virðist á köflum eiga afskaplega erfitt með að kyngja því að kristin trúfélög og kristin menningararfleið sé órjúfanlegur hluti af þessu fjölbreytta samfélagi samtímans. Tjah, ekki nóg með það, þá megum við þakka kristnum munkum og prestum það að hafa varðveitt menningararfinn, skrifað upp handritin, bjargað íslensku ritmáli með þýðingu Nýja testamentisins, stutt við sjálfstæðisbaráttuna. Já, sama hvað fólkið sem amast yfir kirkju og kristni getur réttilega eða ómaklega talið fram til að halda málstað sínum til streitu - þá er íslenskt samfélag til í dag vegna þátttöku kirkjunnar í samfélaginu. Nýlega átti sér stað umræða á samfélagsmiðlum þar sem það er gert varhugavert eða óeðlilegt að Kristniboðssambandið hljóti örlítið framlag af endursölu á textíl sem berst til Sorpu. Fólk vill nefnilega ekki styðja við kristniboð heldur hjálparstarf og fulltrúi Sorpu segir í viðtali við DV að þetta eigi að taka til endurskoðunar[1]. En hvað þarf að endurskoða? Er það niðurstaðan í þessu samfélagi fjölbreytileika, virðingar og víðsýni að það þurfi að óttast það sem er trúarlegt og afskrifa það sem óæskilegt eða slæmt? Kristniboðssambandið er tæplega 100 ára gamalt félag með merkilega sögu og getur státað af því að hafa með litlum efnum, en gífurlegri fórnfýsi, trú von og kærleik sjálfboðaliða sinna umbreytt heilu samfélögunum á sínum starfssvæðum. Bara í Pokot héraði Kenýu þar sem Kristniboðssambandið hefur starfað undanfarna áratugi hefur sú kirkja sem Íslenskir kristniboðar stofnuðu getið af sér 150 grunnskóla, 34 menntaskóla, 2 munaðarleysingjaheimili, þar var rekið byggðaþróunarverkefni í fjölda ára auk þess sem kirkjan hefur kostað menntun innfæddra presta og djákna. Þetta litla félag hér heima sem nú á að endurskoða hvort fái brotabrot af hagnaðinum af endursölu notaðs textíls frá Sorpu hefur unnið stórbrotið hjálpar- og þróunarstarf. Ein af stærstu aðgerðunum sem þarf að ráðast í til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að mennta stúlkur í fátækari löndum. Ef einhver samtök á Íslandi hafa staðið sig í því undanfarna áratugi, þá eru það Kristniboðssamtökin. Getum við leyft okkur að staldra við áður en við stökkvum á vagn trúarlega óþolsins og reynt að gangast við því að þetta sé virkilega samfélag fjölbreytileikans þar sem við erum reiðubúin að lifa í sátt við þau sem eru ólík okkur, eða aðhyllast aðra trú en við? Ég er fullviss að þá ættum við auðveldara með að sjá allt það góða í kringum okkur, sjá allt það sem sameinar okkur frekar en það sem sundrar. Njótum dagsins. Höfundur er prestur á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég upplifi stundum að samfélagið okkar sé plagað af trúarlegu óþoli, já eða bara kristnu óþoli. Samfélagið sem flaggar því rækilega að fjölbreytileikanum sé fagnað virðist á köflum eiga afskaplega erfitt með að kyngja því að kristin trúfélög og kristin menningararfleið sé órjúfanlegur hluti af þessu fjölbreytta samfélagi samtímans. Tjah, ekki nóg með það, þá megum við þakka kristnum munkum og prestum það að hafa varðveitt menningararfinn, skrifað upp handritin, bjargað íslensku ritmáli með þýðingu Nýja testamentisins, stutt við sjálfstæðisbaráttuna. Já, sama hvað fólkið sem amast yfir kirkju og kristni getur réttilega eða ómaklega talið fram til að halda málstað sínum til streitu - þá er íslenskt samfélag til í dag vegna þátttöku kirkjunnar í samfélaginu. Nýlega átti sér stað umræða á samfélagsmiðlum þar sem það er gert varhugavert eða óeðlilegt að Kristniboðssambandið hljóti örlítið framlag af endursölu á textíl sem berst til Sorpu. Fólk vill nefnilega ekki styðja við kristniboð heldur hjálparstarf og fulltrúi Sorpu segir í viðtali við DV að þetta eigi að taka til endurskoðunar[1]. En hvað þarf að endurskoða? Er það niðurstaðan í þessu samfélagi fjölbreytileika, virðingar og víðsýni að það þurfi að óttast það sem er trúarlegt og afskrifa það sem óæskilegt eða slæmt? Kristniboðssambandið er tæplega 100 ára gamalt félag með merkilega sögu og getur státað af því að hafa með litlum efnum, en gífurlegri fórnfýsi, trú von og kærleik sjálfboðaliða sinna umbreytt heilu samfélögunum á sínum starfssvæðum. Bara í Pokot héraði Kenýu þar sem Kristniboðssambandið hefur starfað undanfarna áratugi hefur sú kirkja sem Íslenskir kristniboðar stofnuðu getið af sér 150 grunnskóla, 34 menntaskóla, 2 munaðarleysingjaheimili, þar var rekið byggðaþróunarverkefni í fjölda ára auk þess sem kirkjan hefur kostað menntun innfæddra presta og djákna. Þetta litla félag hér heima sem nú á að endurskoða hvort fái brotabrot af hagnaðinum af endursölu notaðs textíls frá Sorpu hefur unnið stórbrotið hjálpar- og þróunarstarf. Ein af stærstu aðgerðunum sem þarf að ráðast í til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að mennta stúlkur í fátækari löndum. Ef einhver samtök á Íslandi hafa staðið sig í því undanfarna áratugi, þá eru það Kristniboðssamtökin. Getum við leyft okkur að staldra við áður en við stökkvum á vagn trúarlega óþolsins og reynt að gangast við því að þetta sé virkilega samfélag fjölbreytileikans þar sem við erum reiðubúin að lifa í sátt við þau sem eru ólík okkur, eða aðhyllast aðra trú en við? Ég er fullviss að þá ættum við auðveldara með að sjá allt það góða í kringum okkur, sjá allt það sem sameinar okkur frekar en það sem sundrar. Njótum dagsins. Höfundur er prestur á Akureyri.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun