Kannast ekki við útilokun Arnars Jakob Bjarnar og Jón Þór Stefánsson skrifa 22. nóvember 2023 21:33 „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn,“ segir Hildur um meinta útilokun Arnars. Vísir/ÞÞ/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að sjá til þess að Arnar Þór Jónsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, muni ekki taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn. Sjálfur hefur Arnar haldið hinu gagnstæða fram. Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyurir því að allt verði gert til að hann taki ekki sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ skrifaði Arnar á bloggsíðu sína. Hildur Sverrisdóttir vill hins vegar meina að hann sé í nákvæmlega sömu stöðu og aðrir varaþingmenn flokksins. Staðan sé hreinlega sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sérstaklega hraustir. „Þingmenn flokksins eru heilt yfir blessunarlega frekar heilsuhraustir. Það eru skýrar reglur hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins að varaþingmenn eru eingöngu kallaðir inn ef brýn nauðsyn er vegna þess kostnaðar sem af því hlýst fyrir ríkissjóð. Arnar Þór er í nákvæmlega eins stöðu hvað það varðar eins og allir aðrir varaþingmenn flokksins og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hann sérstaklega muni ekki vera kallaður inn,“ segir Hildur við Vísi. Veit ekki hvaða heimildir Arnar hefur fyrir sér Hildur heldur því fram að í Sjálfstæðisflokknum sé rými fyrir heilbrigð skoðanaskipti, og bætir við að Arnar Þór hafi sett margt gott og gagnlegt á dagskrá hjá flokknum. „Þó það eigi ekki við um öll mál alltaf eins og gengur. Það á við um alla kjörna fulltrúa flokksins,“ segir hún. „Hins vegar vekur það reyndar furðu mína að varaþingmaður sækist eftir því sérstaklega að taka sæti á þingi fyrir flokk sem hann hefur sagt opinberlega að muni leggja sitt að mörkum til að útrýma þeim flokki. En hann verður að eiga það við sjálfan sig.“ En hann segist hafa öruggar heimildir fyrir því að allt kapp sé lagt á að hann komist ekki að? „Ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér í því. En ég veit að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn.“ Alþingi Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Sjálfur hefur Arnar haldið hinu gagnstæða fram. Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyurir því að allt verði gert til að hann taki ekki sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ skrifaði Arnar á bloggsíðu sína. Hildur Sverrisdóttir vill hins vegar meina að hann sé í nákvæmlega sömu stöðu og aðrir varaþingmenn flokksins. Staðan sé hreinlega sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sérstaklega hraustir. „Þingmenn flokksins eru heilt yfir blessunarlega frekar heilsuhraustir. Það eru skýrar reglur hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins að varaþingmenn eru eingöngu kallaðir inn ef brýn nauðsyn er vegna þess kostnaðar sem af því hlýst fyrir ríkissjóð. Arnar Þór er í nákvæmlega eins stöðu hvað það varðar eins og allir aðrir varaþingmenn flokksins og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hann sérstaklega muni ekki vera kallaður inn,“ segir Hildur við Vísi. Veit ekki hvaða heimildir Arnar hefur fyrir sér Hildur heldur því fram að í Sjálfstæðisflokknum sé rými fyrir heilbrigð skoðanaskipti, og bætir við að Arnar Þór hafi sett margt gott og gagnlegt á dagskrá hjá flokknum. „Þó það eigi ekki við um öll mál alltaf eins og gengur. Það á við um alla kjörna fulltrúa flokksins,“ segir hún. „Hins vegar vekur það reyndar furðu mína að varaþingmaður sækist eftir því sérstaklega að taka sæti á þingi fyrir flokk sem hann hefur sagt opinberlega að muni leggja sitt að mörkum til að útrýma þeim flokki. En hann verður að eiga það við sjálfan sig.“ En hann segist hafa öruggar heimildir fyrir því að allt kapp sé lagt á að hann komist ekki að? „Ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér í því. En ég veit að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn.“
Alþingi Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira