Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2023 08:35 Hjördís segir öryggi starfsfólks við Svartsengi í fyrirrúmmi. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. Hjördís fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvað varðar Grindavík, vinnu almannavarna, Veðurstofunnar. Hún sagði Veðurstofuna í samráði við almannavarnir greina gögn daglega og að virk vöktun væri í gangi á landrisi við Svartsengi en það mælist verulegt síðustu daga. Þegar kom í ljós hversu mikið landris er við Svartsengi hafi sem dæmi verið ákveðið að Grindvíkingar sem fái að fara heim í dag að sækja dót aki um Suðurstrandarveg en ekki Grindavíkurveg inn í bæinn. „Hún er endalaus að breytast staðan og það er okkar veruleiki í dag.“ Spurð hvað landrisið þýðir sagði Hjördís að það þýddi að það gæti gosið, en líka að það geri það ekki. Hún sagði það koma betur í ljós í dag þegar búið er að greina gögnin hvort að vinna við varnargarðana sé í uppnámi. Hún sagði öryggi þeirra sem þar vinna í forgangi. Upplýsingafundur almannavarna klukkan 11 Í viðtalinu ræddi hún einnig aðgengi fjölmiðla að Grindvík og nýja fjölmiðlamiðstöð sem opnuð var í gær. Þangað fjölmennti hópur erlendra fjölmiðla en mikið áhugi hefur verið á jarðhræringunum innlendir og erlendis. Því fyrirkomulagi hefur nú verið komið á að aðeins einn tökumaður og einn ljósmyndari fær að fara inn á svæðið daglega og er öllu efni deilt á aðra fjölmiðla. Hún sagði erfitt að segja fólki á síðasta fundi almannavarna að ekki yrðu haldin jól í Grindavík en að þau hafi ákveðið að vera skýr í sínu máli. Ákveðið hafi verið í samráði við bæjarstjóra, Fannar Jónasson, að greina frá þessu. Klukkan 11 verður haldinn upplýsingafundur þar sem Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum fer yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var síðasta miðvikudag. Einnig verður á fundinum, Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu- og fræðslusviði hjá Grindavíkurbæ, hún fer yfir stöðu mála í skólamálum vegna atburðanna í Grindavík. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Varnargarðar á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir „Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30 Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hjördís fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvað varðar Grindavík, vinnu almannavarna, Veðurstofunnar. Hún sagði Veðurstofuna í samráði við almannavarnir greina gögn daglega og að virk vöktun væri í gangi á landrisi við Svartsengi en það mælist verulegt síðustu daga. Þegar kom í ljós hversu mikið landris er við Svartsengi hafi sem dæmi verið ákveðið að Grindvíkingar sem fái að fara heim í dag að sækja dót aki um Suðurstrandarveg en ekki Grindavíkurveg inn í bæinn. „Hún er endalaus að breytast staðan og það er okkar veruleiki í dag.“ Spurð hvað landrisið þýðir sagði Hjördís að það þýddi að það gæti gosið, en líka að það geri það ekki. Hún sagði það koma betur í ljós í dag þegar búið er að greina gögnin hvort að vinna við varnargarðana sé í uppnámi. Hún sagði öryggi þeirra sem þar vinna í forgangi. Upplýsingafundur almannavarna klukkan 11 Í viðtalinu ræddi hún einnig aðgengi fjölmiðla að Grindvík og nýja fjölmiðlamiðstöð sem opnuð var í gær. Þangað fjölmennti hópur erlendra fjölmiðla en mikið áhugi hefur verið á jarðhræringunum innlendir og erlendis. Því fyrirkomulagi hefur nú verið komið á að aðeins einn tökumaður og einn ljósmyndari fær að fara inn á svæðið daglega og er öllu efni deilt á aðra fjölmiðla. Hún sagði erfitt að segja fólki á síðasta fundi almannavarna að ekki yrðu haldin jól í Grindavík en að þau hafi ákveðið að vera skýr í sínu máli. Ákveðið hafi verið í samráði við bæjarstjóra, Fannar Jónasson, að greina frá þessu. Klukkan 11 verður haldinn upplýsingafundur þar sem Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum fer yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var síðasta miðvikudag. Einnig verður á fundinum, Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu- og fræðslusviði hjá Grindavíkurbæ, hún fer yfir stöðu mála í skólamálum vegna atburðanna í Grindavík. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Varnargarðar á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir „Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30 Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30
Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31
Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42