Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2023 08:35 Hjördís segir öryggi starfsfólks við Svartsengi í fyrirrúmmi. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. Hjördís fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvað varðar Grindavík, vinnu almannavarna, Veðurstofunnar. Hún sagði Veðurstofuna í samráði við almannavarnir greina gögn daglega og að virk vöktun væri í gangi á landrisi við Svartsengi en það mælist verulegt síðustu daga. Þegar kom í ljós hversu mikið landris er við Svartsengi hafi sem dæmi verið ákveðið að Grindvíkingar sem fái að fara heim í dag að sækja dót aki um Suðurstrandarveg en ekki Grindavíkurveg inn í bæinn. „Hún er endalaus að breytast staðan og það er okkar veruleiki í dag.“ Spurð hvað landrisið þýðir sagði Hjördís að það þýddi að það gæti gosið, en líka að það geri það ekki. Hún sagði það koma betur í ljós í dag þegar búið er að greina gögnin hvort að vinna við varnargarðana sé í uppnámi. Hún sagði öryggi þeirra sem þar vinna í forgangi. Upplýsingafundur almannavarna klukkan 11 Í viðtalinu ræddi hún einnig aðgengi fjölmiðla að Grindvík og nýja fjölmiðlamiðstöð sem opnuð var í gær. Þangað fjölmennti hópur erlendra fjölmiðla en mikið áhugi hefur verið á jarðhræringunum innlendir og erlendis. Því fyrirkomulagi hefur nú verið komið á að aðeins einn tökumaður og einn ljósmyndari fær að fara inn á svæðið daglega og er öllu efni deilt á aðra fjölmiðla. Hún sagði erfitt að segja fólki á síðasta fundi almannavarna að ekki yrðu haldin jól í Grindavík en að þau hafi ákveðið að vera skýr í sínu máli. Ákveðið hafi verið í samráði við bæjarstjóra, Fannar Jónasson, að greina frá þessu. Klukkan 11 verður haldinn upplýsingafundur þar sem Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum fer yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var síðasta miðvikudag. Einnig verður á fundinum, Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu- og fræðslusviði hjá Grindavíkurbæ, hún fer yfir stöðu mála í skólamálum vegna atburðanna í Grindavík. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Varnargarðar á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir „Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30 Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Hjördís fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvað varðar Grindavík, vinnu almannavarna, Veðurstofunnar. Hún sagði Veðurstofuna í samráði við almannavarnir greina gögn daglega og að virk vöktun væri í gangi á landrisi við Svartsengi en það mælist verulegt síðustu daga. Þegar kom í ljós hversu mikið landris er við Svartsengi hafi sem dæmi verið ákveðið að Grindvíkingar sem fái að fara heim í dag að sækja dót aki um Suðurstrandarveg en ekki Grindavíkurveg inn í bæinn. „Hún er endalaus að breytast staðan og það er okkar veruleiki í dag.“ Spurð hvað landrisið þýðir sagði Hjördís að það þýddi að það gæti gosið, en líka að það geri það ekki. Hún sagði það koma betur í ljós í dag þegar búið er að greina gögnin hvort að vinna við varnargarðana sé í uppnámi. Hún sagði öryggi þeirra sem þar vinna í forgangi. Upplýsingafundur almannavarna klukkan 11 Í viðtalinu ræddi hún einnig aðgengi fjölmiðla að Grindvík og nýja fjölmiðlamiðstöð sem opnuð var í gær. Þangað fjölmennti hópur erlendra fjölmiðla en mikið áhugi hefur verið á jarðhræringunum innlendir og erlendis. Því fyrirkomulagi hefur nú verið komið á að aðeins einn tökumaður og einn ljósmyndari fær að fara inn á svæðið daglega og er öllu efni deilt á aðra fjölmiðla. Hún sagði erfitt að segja fólki á síðasta fundi almannavarna að ekki yrðu haldin jól í Grindavík en að þau hafi ákveðið að vera skýr í sínu máli. Ákveðið hafi verið í samráði við bæjarstjóra, Fannar Jónasson, að greina frá þessu. Klukkan 11 verður haldinn upplýsingafundur þar sem Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum fer yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var síðasta miðvikudag. Einnig verður á fundinum, Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu- og fræðslusviði hjá Grindavíkurbæ, hún fer yfir stöðu mála í skólamálum vegna atburðanna í Grindavík. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Varnargarðar á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir „Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30 Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
„Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30
Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31
Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42