Segir James óstöðvandi í þessum ham og lét svo rétthafa heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 16:46 Emma á hliðarlínunni í Madríd í miðri viku. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, sparaði ekki stóru orðin um Lauren James eftir 5-1 sigur liðsins á Liverpool. Þá lét hún stjórnendur efstu deildar kvenna í Englandi sem og sjónvarpsréttahafa heyra það en leikurinn var sá þriðji á aðeins sex dögum hjá Chelsea. Hin 22 ára gamla James fór gjörsamlega á kostum og skoraði sína fyrstu þrennu í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea lagði Liverpool á laugardag. Ekki nóg með það heldur lagði hún einnig upp eitt af mörkum liðsins svo hún kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Chelsea þann daginn. „Hún var mögnuð, komst ítrekað í góðar stöður vegna þeirrar vinnu sem hún lagði á sig þegar hún var ekki með boltann,“ sagði Emma Hayes en hún var þarna að stýra sínum fyrsta leik síðan það var staðfest að hún myndi taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu. „Hvernig hún vann án bolta var framúrskarandi, hvernig hún pressaði og vann einvígi sín. Lauren veit hvað mér finnst um hana. Hún sýndi sínar bestu hliðar í dag, hún var óstöðvandi.“ Lét gamminn geysa Hayes nýtti viðtalið einnig til að gagnrýna hversu þétt Chelsea er að spila þessa dagana. „Eftir þrjá leiki á sex dögum ætla ég augljóslega að láta sjónvarpið og deildina heyra það. Við erum eina enska liðið í Evrópu og með eina knattspyrnusambandið sem gerir ekkert til að hjálpa. Samböndin á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi hjálpa öll.“ „Við vorum eina liðið sem spilaði á miðvikudegi (í Madríd í Meistaradeildinni), fyrsta liðið til að spila á laugardegi eftir að spila á útivelli á sunnudagskvöld. Þegar þú spilar við lið sem hefur fengið þrjá auka daga í hvíld og undirbúning þá skiptir það máli.“ Made in Cobham. Absolutely superb today. We heard you all so thanks for the support pic.twitter.com/q1H8LdncfG— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) November 18, 2023 „Sjónvarpsrétthafar og deildin skilja ekki hættuna sem þessu fylgir,“ sagði Hayes að endingu en hún hvíldi fyrirliða sinn Mille Bright gegn Liverpool þar sem Bright er á leið í landsliðsverkefni með Englandi. „Í fullkomnum heimi væru leikmenn að aðstoða fólkið sem tekur þessar ákvarðanir til að sýna að þetta er ekki jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Ég vil bara að hugsað sé um velferð leikmanna, í karla- og kvennaboltanum.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Hin 22 ára gamla James fór gjörsamlega á kostum og skoraði sína fyrstu þrennu í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea lagði Liverpool á laugardag. Ekki nóg með það heldur lagði hún einnig upp eitt af mörkum liðsins svo hún kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Chelsea þann daginn. „Hún var mögnuð, komst ítrekað í góðar stöður vegna þeirrar vinnu sem hún lagði á sig þegar hún var ekki með boltann,“ sagði Emma Hayes en hún var þarna að stýra sínum fyrsta leik síðan það var staðfest að hún myndi taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu. „Hvernig hún vann án bolta var framúrskarandi, hvernig hún pressaði og vann einvígi sín. Lauren veit hvað mér finnst um hana. Hún sýndi sínar bestu hliðar í dag, hún var óstöðvandi.“ Lét gamminn geysa Hayes nýtti viðtalið einnig til að gagnrýna hversu þétt Chelsea er að spila þessa dagana. „Eftir þrjá leiki á sex dögum ætla ég augljóslega að láta sjónvarpið og deildina heyra það. Við erum eina enska liðið í Evrópu og með eina knattspyrnusambandið sem gerir ekkert til að hjálpa. Samböndin á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi hjálpa öll.“ „Við vorum eina liðið sem spilaði á miðvikudegi (í Madríd í Meistaradeildinni), fyrsta liðið til að spila á laugardegi eftir að spila á útivelli á sunnudagskvöld. Þegar þú spilar við lið sem hefur fengið þrjá auka daga í hvíld og undirbúning þá skiptir það máli.“ Made in Cobham. Absolutely superb today. We heard you all so thanks for the support pic.twitter.com/q1H8LdncfG— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) November 18, 2023 „Sjónvarpsrétthafar og deildin skilja ekki hættuna sem þessu fylgir,“ sagði Hayes að endingu en hún hvíldi fyrirliða sinn Mille Bright gegn Liverpool þar sem Bright er á leið í landsliðsverkefni með Englandi. „Í fullkomnum heimi væru leikmenn að aðstoða fólkið sem tekur þessar ákvarðanir til að sýna að þetta er ekki jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Ég vil bara að hugsað sé um velferð leikmanna, í karla- og kvennaboltanum.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Enski boltinn