Segir James óstöðvandi í þessum ham og lét svo rétthafa heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 16:46 Emma á hliðarlínunni í Madríd í miðri viku. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, sparaði ekki stóru orðin um Lauren James eftir 5-1 sigur liðsins á Liverpool. Þá lét hún stjórnendur efstu deildar kvenna í Englandi sem og sjónvarpsréttahafa heyra það en leikurinn var sá þriðji á aðeins sex dögum hjá Chelsea. Hin 22 ára gamla James fór gjörsamlega á kostum og skoraði sína fyrstu þrennu í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea lagði Liverpool á laugardag. Ekki nóg með það heldur lagði hún einnig upp eitt af mörkum liðsins svo hún kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Chelsea þann daginn. „Hún var mögnuð, komst ítrekað í góðar stöður vegna þeirrar vinnu sem hún lagði á sig þegar hún var ekki með boltann,“ sagði Emma Hayes en hún var þarna að stýra sínum fyrsta leik síðan það var staðfest að hún myndi taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu. „Hvernig hún vann án bolta var framúrskarandi, hvernig hún pressaði og vann einvígi sín. Lauren veit hvað mér finnst um hana. Hún sýndi sínar bestu hliðar í dag, hún var óstöðvandi.“ Lét gamminn geysa Hayes nýtti viðtalið einnig til að gagnrýna hversu þétt Chelsea er að spila þessa dagana. „Eftir þrjá leiki á sex dögum ætla ég augljóslega að láta sjónvarpið og deildina heyra það. Við erum eina enska liðið í Evrópu og með eina knattspyrnusambandið sem gerir ekkert til að hjálpa. Samböndin á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi hjálpa öll.“ „Við vorum eina liðið sem spilaði á miðvikudegi (í Madríd í Meistaradeildinni), fyrsta liðið til að spila á laugardegi eftir að spila á útivelli á sunnudagskvöld. Þegar þú spilar við lið sem hefur fengið þrjá auka daga í hvíld og undirbúning þá skiptir það máli.“ Made in Cobham. Absolutely superb today. We heard you all so thanks for the support pic.twitter.com/q1H8LdncfG— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) November 18, 2023 „Sjónvarpsrétthafar og deildin skilja ekki hættuna sem þessu fylgir,“ sagði Hayes að endingu en hún hvíldi fyrirliða sinn Mille Bright gegn Liverpool þar sem Bright er á leið í landsliðsverkefni með Englandi. „Í fullkomnum heimi væru leikmenn að aðstoða fólkið sem tekur þessar ákvarðanir til að sýna að þetta er ekki jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Ég vil bara að hugsað sé um velferð leikmanna, í karla- og kvennaboltanum.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Hin 22 ára gamla James fór gjörsamlega á kostum og skoraði sína fyrstu þrennu í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea lagði Liverpool á laugardag. Ekki nóg með það heldur lagði hún einnig upp eitt af mörkum liðsins svo hún kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Chelsea þann daginn. „Hún var mögnuð, komst ítrekað í góðar stöður vegna þeirrar vinnu sem hún lagði á sig þegar hún var ekki með boltann,“ sagði Emma Hayes en hún var þarna að stýra sínum fyrsta leik síðan það var staðfest að hún myndi taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu. „Hvernig hún vann án bolta var framúrskarandi, hvernig hún pressaði og vann einvígi sín. Lauren veit hvað mér finnst um hana. Hún sýndi sínar bestu hliðar í dag, hún var óstöðvandi.“ Lét gamminn geysa Hayes nýtti viðtalið einnig til að gagnrýna hversu þétt Chelsea er að spila þessa dagana. „Eftir þrjá leiki á sex dögum ætla ég augljóslega að láta sjónvarpið og deildina heyra það. Við erum eina enska liðið í Evrópu og með eina knattspyrnusambandið sem gerir ekkert til að hjálpa. Samböndin á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi hjálpa öll.“ „Við vorum eina liðið sem spilaði á miðvikudegi (í Madríd í Meistaradeildinni), fyrsta liðið til að spila á laugardegi eftir að spila á útivelli á sunnudagskvöld. Þegar þú spilar við lið sem hefur fengið þrjá auka daga í hvíld og undirbúning þá skiptir það máli.“ Made in Cobham. Absolutely superb today. We heard you all so thanks for the support pic.twitter.com/q1H8LdncfG— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) November 18, 2023 „Sjónvarpsrétthafar og deildin skilja ekki hættuna sem þessu fylgir,“ sagði Hayes að endingu en hún hvíldi fyrirliða sinn Mille Bright gegn Liverpool þar sem Bright er á leið í landsliðsverkefni með Englandi. „Í fullkomnum heimi væru leikmenn að aðstoða fólkið sem tekur þessar ákvarðanir til að sýna að þetta er ekki jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Ég vil bara að hugsað sé um velferð leikmanna, í karla- og kvennaboltanum.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira