Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 12:10 Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi Stöð 2/Einar Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir að meginþorri þeirra fjármuna sem safnast í söfnuninni, muni renna óskiptur til Grindvíkinga. Hluti fari þó í það að efla búnað Rauða krossins. Þar nefnir hann til að mynda búnað sem þarf í fjöldahjálparmiðstöðvar, bedda, sængur og annað. „Við höfum gert svonalagað áður og þá höfum við sett af stað söfnunarnefnd, sem hefur síðan úthlutað að söfnun lokinni til þeirra sem helst þurfa á að halda.“ Fer vel af stað en oftast hægir á Hann segir að söfnuninni hafi verið ýtt úr vör fyrir um viku síðan og vel hafi gengið hingað til. „Eins og venjan þá fara svona safnanir alltaf vel af stað í upphafi og svo hægist á. Nú er söfnunin búin að vera í viku og hefur gengið nokkuð vel, Við erum bara nokkuð ánægð með viðtökurnar, bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa verið að leggja söfnuninni lið með einum eða örðum hætti, sem er mjög gott. Við náttúrulega hvetjum fólk til þess að líta við á heimasíðunni okkar, redcross.is, þar eru allar upplýsingar um hvernig er hægt að styrkja söfnunina.“ Náðu að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvum fljótt Þá segir Gylfi Þór að tekist hafi að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvunum og koma öllum sem þær sóttu í tímabundið húsnæði. „Það er tímabundið en var þó öruggara húsnæði en íþróttasalur í nokkra daga. Þannig að fjöldahjálparstöðvunum hefur verið lokað en nú hefst náttúrulega áfram næsti fasi við þessa uppbyggingu, að útvega fólkinu húsnæði. Rauði krossinn er að aðstoða við það ásamt Grindvíkingum sjálfum, Grindavíkurbæ, og það er að ganga ágætlega líka.“ Grindavík Góðverk Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13. nóvember 2023 19:00 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir að meginþorri þeirra fjármuna sem safnast í söfnuninni, muni renna óskiptur til Grindvíkinga. Hluti fari þó í það að efla búnað Rauða krossins. Þar nefnir hann til að mynda búnað sem þarf í fjöldahjálparmiðstöðvar, bedda, sængur og annað. „Við höfum gert svonalagað áður og þá höfum við sett af stað söfnunarnefnd, sem hefur síðan úthlutað að söfnun lokinni til þeirra sem helst þurfa á að halda.“ Fer vel af stað en oftast hægir á Hann segir að söfnuninni hafi verið ýtt úr vör fyrir um viku síðan og vel hafi gengið hingað til. „Eins og venjan þá fara svona safnanir alltaf vel af stað í upphafi og svo hægist á. Nú er söfnunin búin að vera í viku og hefur gengið nokkuð vel, Við erum bara nokkuð ánægð með viðtökurnar, bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa verið að leggja söfnuninni lið með einum eða örðum hætti, sem er mjög gott. Við náttúrulega hvetjum fólk til þess að líta við á heimasíðunni okkar, redcross.is, þar eru allar upplýsingar um hvernig er hægt að styrkja söfnunina.“ Náðu að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvum fljótt Þá segir Gylfi Þór að tekist hafi að loka öllum fjöldahjálparmiðstöðvunum og koma öllum sem þær sóttu í tímabundið húsnæði. „Það er tímabundið en var þó öruggara húsnæði en íþróttasalur í nokkra daga. Þannig að fjöldahjálparstöðvunum hefur verið lokað en nú hefst náttúrulega áfram næsti fasi við þessa uppbyggingu, að útvega fólkinu húsnæði. Rauði krossinn er að aðstoða við það ásamt Grindvíkingum sjálfum, Grindavíkurbæ, og það er að ganga ágætlega líka.“
Grindavík Góðverk Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13. nóvember 2023 19:00 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13. nóvember 2023 19:00
Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26
Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11. nóvember 2023 15:16