Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 23:56 Palestínumenn flytja slasaða konu úr rústum flóttamannabúða eftir loftárás Ísraelshers við bæinn Khan Younis í suðurhluta Gasa. AP Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. Hundruðir sjúklinga, starfsfólks og aðstandenda rýmdu stærsta spítalann á Gasastöndinni í dag á meðan menn Ísraelshers leituðu af sér grun að stjórnstöð Hamas-samtakanna sem þeir telja að sé staðsett undir spítalanum. Bæði Hamas-liðar og starfsfólk spítalans hafa neitað að samtökin starfi undir spítalanum. Minnst fimmtíu eru taldir af eftir loftárás á Jabaliya flóttamannabúðirnar í norðurhluta Gasa í dag. Skotmark árásarinnar var skóli sem rekinn hefur verið af Sameinuðu þjóðunum. Skólinn eyðilagðist mikið, að sögn slasaðra sjónarvotta sem AP ræddi við. Önnur loftárás sem gerð var á nærliggjandi byggingu varð minnst 32 að bana, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas. Þar af voru nítján börn drepin. Ísraelsher kvaðst hafa varað íbúa Gasa við loftárásinni í samfélagsmiðlafærslu. Að einungis hefði verið skotið í þeim tilgangi að fella hryðjuverkamenn Hamas. Snemma í morgun var gerð loftárás rétt fyrir utan bæinn Khan Younis í suðurhluta Gasa. Minnst 26 létu lífið. Því má ætla að minnst 108 manns hafi látist í sprenginum Ísraelshers í dag. „Flóttamannabúðir eru gerðar fyrir öryggi. Skólar eru gerðir til þess að læra. Hryllilegar fréttir af börnunum, konunum og mönnunum sem létust meðan þau dvöldu í al-Fakhouri skólanum í norðurhluta Gasa,“ sagði Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á X í dag. „Óbreyttir borgarar geta ekki og eiga ekki að þurfa að sætta sig við þetta.“ Shelters are a place for safety.Schools are a place for learning. Tragic news of the children, women and men killed while sheltering at Al Fakhouri school in northern Gaza. Civilians cannot and should not have to bear this any longer. Humanity needs to prevail.— Martin Griffiths (@UNReliefChief) November 18, 2023 Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Hundruðir sjúklinga, starfsfólks og aðstandenda rýmdu stærsta spítalann á Gasastöndinni í dag á meðan menn Ísraelshers leituðu af sér grun að stjórnstöð Hamas-samtakanna sem þeir telja að sé staðsett undir spítalanum. Bæði Hamas-liðar og starfsfólk spítalans hafa neitað að samtökin starfi undir spítalanum. Minnst fimmtíu eru taldir af eftir loftárás á Jabaliya flóttamannabúðirnar í norðurhluta Gasa í dag. Skotmark árásarinnar var skóli sem rekinn hefur verið af Sameinuðu þjóðunum. Skólinn eyðilagðist mikið, að sögn slasaðra sjónarvotta sem AP ræddi við. Önnur loftárás sem gerð var á nærliggjandi byggingu varð minnst 32 að bana, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas. Þar af voru nítján börn drepin. Ísraelsher kvaðst hafa varað íbúa Gasa við loftárásinni í samfélagsmiðlafærslu. Að einungis hefði verið skotið í þeim tilgangi að fella hryðjuverkamenn Hamas. Snemma í morgun var gerð loftárás rétt fyrir utan bæinn Khan Younis í suðurhluta Gasa. Minnst 26 létu lífið. Því má ætla að minnst 108 manns hafi látist í sprenginum Ísraelshers í dag. „Flóttamannabúðir eru gerðar fyrir öryggi. Skólar eru gerðir til þess að læra. Hryllilegar fréttir af börnunum, konunum og mönnunum sem létust meðan þau dvöldu í al-Fakhouri skólanum í norðurhluta Gasa,“ sagði Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á X í dag. „Óbreyttir borgarar geta ekki og eiga ekki að þurfa að sætta sig við þetta.“ Shelters are a place for safety.Schools are a place for learning. Tragic news of the children, women and men killed while sheltering at Al Fakhouri school in northern Gaza. Civilians cannot and should not have to bear this any longer. Humanity needs to prevail.— Martin Griffiths (@UNReliefChief) November 18, 2023
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira