Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. nóvember 2023 21:47 Garðar, Kristinn og Darri stefna á að ganga aftur í hús í kvöld. Vísir/Ívar Fannar Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. Einhverjir íbúar í Laugarneshverfi ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar þrír átta og níu ára gamlir drengir gengu hús úr húsi og báðu um dósir. Fréttamaður hitti þá Garðar, Kristinn og Darra. Aðspurðir hvers vegna þeir væru að safna dósum svaraði Garðar, „Fyrir Grindavík.“ „Til að þau geta fengið dót og spil og safnað sér fyrir einhverju,“ bætir Kristinn við. Er þetta sem sagt fyrir krakkana í Grindavík? „Já,“ svara Kristinn og Darri einum rómi. Sumir dónalegir Strákarnir segja suma hafa dregið yfirlýsingar þeirra um að söfnunin væri fyrir Grindvíkinga í efa, og vilja fullvissa Laugarnesbúa að peningarnir rati á réttan stað. „Sumir eru dónalegir, sumir ekki,“ segir Kristinn. Af hverju? „Ég veit það ekki,“ segja strákarnir. „Held út af því að við erum ekki með neinum foreldra eða eitthvað,“ segir Darri. Garðar, Kristinn og Darri eru búnir að safna 23 fullum pokum af dósum eftir aðeins eitt söfnunarkvöld, og ætla að halda áfram alla vega í kvöld. Af hverju eruð þið að safna fyrir Grindavík? „Við heyrðum bara frá fréttunum,“ segir Garðar. „Að það væru sprungur og eitthvað í götunni,“ segir Darri. „Í Grindavík,“ bætir Kristinn við. Hvað langar ykkur að þau kaupi fyrir dósapeningana? „Kannski bara dót eða eitthvað,“ segir Kristinn. „Eða bangsa,“ segir Darri. Góðverk Grindavík Krakkar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Einhverjir íbúar í Laugarneshverfi ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar þrír átta og níu ára gamlir drengir gengu hús úr húsi og báðu um dósir. Fréttamaður hitti þá Garðar, Kristinn og Darra. Aðspurðir hvers vegna þeir væru að safna dósum svaraði Garðar, „Fyrir Grindavík.“ „Til að þau geta fengið dót og spil og safnað sér fyrir einhverju,“ bætir Kristinn við. Er þetta sem sagt fyrir krakkana í Grindavík? „Já,“ svara Kristinn og Darri einum rómi. Sumir dónalegir Strákarnir segja suma hafa dregið yfirlýsingar þeirra um að söfnunin væri fyrir Grindvíkinga í efa, og vilja fullvissa Laugarnesbúa að peningarnir rati á réttan stað. „Sumir eru dónalegir, sumir ekki,“ segir Kristinn. Af hverju? „Ég veit það ekki,“ segja strákarnir. „Held út af því að við erum ekki með neinum foreldra eða eitthvað,“ segir Darri. Garðar, Kristinn og Darri eru búnir að safna 23 fullum pokum af dósum eftir aðeins eitt söfnunarkvöld, og ætla að halda áfram alla vega í kvöld. Af hverju eruð þið að safna fyrir Grindavík? „Við heyrðum bara frá fréttunum,“ segir Garðar. „Að það væru sprungur og eitthvað í götunni,“ segir Darri. „Í Grindavík,“ bætir Kristinn við. Hvað langar ykkur að þau kaupi fyrir dósapeningana? „Kannski bara dót eða eitthvað,“ segir Kristinn. „Eða bangsa,“ segir Darri.
Góðverk Grindavík Krakkar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira