Vinkonur með jólamarkað á Skagaströnd Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. nóvember 2023 12:30 Vinkonurnar, sem standa annað árið í röð fyrir jólamarkaði í félagsheimilinu á Skagaströnd en það eru þær Helena Mara, Emilía Ýr og Þórey Fjóla. Aðsend Það stendur mikið til á Skagaströnd í dag því þrjár vinkonur á staðnum hafa sett upp jólamarkað í félagsheimilinu Fellsborg. Á markaðnum verður fjölbreytt úrval af gjafavöru, snyrtivöru, matvöru og handverki eftir heimamenn til sölu. Vinkonurnar Helena Mara, Emilía Ýr og Þórey Fjóla heldu samskonar jólamarkað fyrir síðustu jól en sá markaður gekk svo vel að þær ákváðu að endurtaka leikinn og verður jólamarkaðurinn í dag frá klukkan eitt til sex í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd. En hvað kemur til með þennan mikla áhuga hjá vinkonunum á jólamarkaði annað árið í röð? „Okkur fannst vanta eitthvað aðeins meira upp á jólastemminguna í bæinn okkar og markaðurinn var okkur öllum ofarlega í huga hjá okkur, sem stöndum að þessu. Við ákváðum bara að kýla á þetta og ákváðum að endurtaka leikinn í ár því þetta gekk svo vel í fyrra og þetta hefur gengið enn þá betur núna með að fá söluaðila til að taka þátt,“ segir Helena. Fjölbreytt handverk frá heimafólki verður meðal annars til sölu á jólamarkaðnum.Aðsend Já, Helena segir að nú sé búið að fylla félagsheimilið af fjölbreyttum sölubásum en í dag verða 28 seljendur í félagsheimilinu með allskonar vörur til sölu. „Við lofum alvöru jólastemmingu ekki síst ef einhverjir eru ekki komnir í gírinn, þá er bara tilvalið að koma við og jólaandinn mun hellast yfir fólk,“ segir Helena. Og er að myndast jólastemming á Skagaströnd? „Já, hún er alltaf að koma með hverjum degi, sem líður nær desember, jólaljósunum fjölgar og fjölgar,“ segir Helena að lokum. Markaðurinn er í félagsheimilinu Fellsborg og verður opinn til klukkan 18:00 í dag.Aðsend Skagaströnd Jól Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Vinkonurnar Helena Mara, Emilía Ýr og Þórey Fjóla heldu samskonar jólamarkað fyrir síðustu jól en sá markaður gekk svo vel að þær ákváðu að endurtaka leikinn og verður jólamarkaðurinn í dag frá klukkan eitt til sex í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd. En hvað kemur til með þennan mikla áhuga hjá vinkonunum á jólamarkaði annað árið í röð? „Okkur fannst vanta eitthvað aðeins meira upp á jólastemminguna í bæinn okkar og markaðurinn var okkur öllum ofarlega í huga hjá okkur, sem stöndum að þessu. Við ákváðum bara að kýla á þetta og ákváðum að endurtaka leikinn í ár því þetta gekk svo vel í fyrra og þetta hefur gengið enn þá betur núna með að fá söluaðila til að taka þátt,“ segir Helena. Fjölbreytt handverk frá heimafólki verður meðal annars til sölu á jólamarkaðnum.Aðsend Já, Helena segir að nú sé búið að fylla félagsheimilið af fjölbreyttum sölubásum en í dag verða 28 seljendur í félagsheimilinu með allskonar vörur til sölu. „Við lofum alvöru jólastemmingu ekki síst ef einhverjir eru ekki komnir í gírinn, þá er bara tilvalið að koma við og jólaandinn mun hellast yfir fólk,“ segir Helena. Og er að myndast jólastemming á Skagaströnd? „Já, hún er alltaf að koma með hverjum degi, sem líður nær desember, jólaljósunum fjölgar og fjölgar,“ segir Helena að lokum. Markaðurinn er í félagsheimilinu Fellsborg og verður opinn til klukkan 18:00 í dag.Aðsend
Skagaströnd Jól Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira