„Uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2023 22:01 Slóvakar fóru illa með íslenska liðið í Bratislava í kvöld. Getty/Christian Hofer Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti. Ísland komst yfir í leiknum en það dugði skammt og var staðan orðin 4-1 fljótlega í seinni hálfleik, rétt áður en Aron kom inn á. „Þetta hefur verið svolítið uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli. Við byrjum vel, eigum kafla, en erum ekki nógu stöðugir, eins og ég hef margoft sagt og allir. Við þurfum að ná upp stöðguleika. Þessi riðill var dauðafæri fyrir okkur og við ætluðum okkur meira. En við vorum bara ekki betri en þetta,“ sagði Aron. „Við erum alltaf að tala um að við séum að bæta þetta og hitt en nú þurfum við að gera það í verki. En auðvitað er auðvelt að koma eftir leik og hiti í manni… það er enn möguleiki og þá berjumst við til síðasta blóðdropa. Við þurfum að ná því upp,“ sagði Aron en Ísland getur komist á EM í gegnum umspil í lok mars. „Við náðum upp góðum köflum í þessum leik og þurfum að byggja ofan á það. Það er leikur eftir nokkra daga og þá koma væntanlega ferskir fætur inn sem vilja sanna sig og sýna. Það er bara áfram gakk,“ sagði Aron. En hvað gera Aron og aðrir reynsluboltar í liðinu eftir slæmt tap eins og í kvöld? „Berja hvern annan áfram. Við höfum allir verið í þessari stöðu áður og kunnum alveg að bregðast við þessu. En það þarf að sýna það í verki. Það þýðir ekki að tala endalaust um það. Við þurfum að gera það saman sem lið. Standa upp og taka ábyrgð. Það þurfum við að gera. Klippa: Aron Einar eftir Slóvakíuleikinn Það býr mikið meira í þessu liði en við þurfum að finna okkar stöðugleika. Við erum ekki að gera það. Góðir kaflar er ekki nóg í landsliðsfótbolta. Þú þarft að halda áfram af ákefð allan leikinn,“ sagði Aron. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu: Orri Steinn skástur í slöppum leik Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024. 16. nóvember 2023 21:56 Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. 16. nóvember 2023 21:40 Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. 16. nóvember 2023 21:50 Orri Steinn: Við verðum bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. 16. nóvember 2023 22:17 Åge Hareide: Svartur fimmtudagur fyrir Ísland Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári. 16. nóvember 2023 22:37 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Ísland komst yfir í leiknum en það dugði skammt og var staðan orðin 4-1 fljótlega í seinni hálfleik, rétt áður en Aron kom inn á. „Þetta hefur verið svolítið uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli. Við byrjum vel, eigum kafla, en erum ekki nógu stöðugir, eins og ég hef margoft sagt og allir. Við þurfum að ná upp stöðguleika. Þessi riðill var dauðafæri fyrir okkur og við ætluðum okkur meira. En við vorum bara ekki betri en þetta,“ sagði Aron. „Við erum alltaf að tala um að við séum að bæta þetta og hitt en nú þurfum við að gera það í verki. En auðvitað er auðvelt að koma eftir leik og hiti í manni… það er enn möguleiki og þá berjumst við til síðasta blóðdropa. Við þurfum að ná því upp,“ sagði Aron en Ísland getur komist á EM í gegnum umspil í lok mars. „Við náðum upp góðum köflum í þessum leik og þurfum að byggja ofan á það. Það er leikur eftir nokkra daga og þá koma væntanlega ferskir fætur inn sem vilja sanna sig og sýna. Það er bara áfram gakk,“ sagði Aron. En hvað gera Aron og aðrir reynsluboltar í liðinu eftir slæmt tap eins og í kvöld? „Berja hvern annan áfram. Við höfum allir verið í þessari stöðu áður og kunnum alveg að bregðast við þessu. En það þarf að sýna það í verki. Það þýðir ekki að tala endalaust um það. Við þurfum að gera það saman sem lið. Standa upp og taka ábyrgð. Það þurfum við að gera. Klippa: Aron Einar eftir Slóvakíuleikinn Það býr mikið meira í þessu liði en við þurfum að finna okkar stöðugleika. Við erum ekki að gera það. Góðir kaflar er ekki nóg í landsliðsfótbolta. Þú þarft að halda áfram af ákefð allan leikinn,“ sagði Aron.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu: Orri Steinn skástur í slöppum leik Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024. 16. nóvember 2023 21:56 Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. 16. nóvember 2023 21:40 Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. 16. nóvember 2023 21:50 Orri Steinn: Við verðum bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. 16. nóvember 2023 22:17 Åge Hareide: Svartur fimmtudagur fyrir Ísland Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári. 16. nóvember 2023 22:37 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu: Orri Steinn skástur í slöppum leik Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024. 16. nóvember 2023 21:56
Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. 16. nóvember 2023 21:40
Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. 16. nóvember 2023 21:50
Orri Steinn: Við verðum bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. 16. nóvember 2023 22:17
Åge Hareide: Svartur fimmtudagur fyrir Ísland Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári. 16. nóvember 2023 22:37