„Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 19:22 Þorvaldur fór meðal annars yfir hvar hann teldi líklegast að myndi gjósa, ef til eldgoss kemur. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. „Skemmdirnar eru mjög miklar og atburðurinn er ekki búinn enn þá. Hann getur haldið áfram í einhverja daga, þannig að það er drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur,“ sagði Þorvaldur í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einhver fyrirstaða Á þriðja tímanum í dag var Grindavík skyndilega rýmd, þegar gögn úr gasmælum í bænum bentu til þess að brennisteinsdíoxíð hefði mælst. Um 80 manns voru í bænum til að vitja heimila sinna og helstu muna, en þurftu frá að hverfa vegna þessa. „Það hefur kvika verið að flæða inn í þennan kvikugang, og hann virðist vera kominn á mjög grunnt dýpi ef þetta er rétt, að brennisteinsdíoxíð hefur mælst inni í bænum.“ Þorvaldur áætlar miðað við það að kvikan sé á um 400 til 500 metra dýpi. Í Fagradalsfjalli hafi gasið tekið að losna þegar kvikan var á um 200 metra dýpi, en kvikan sem hér um ræðir haldi brennisteininum síður í sér og því komi hann fyrr út. „Það hlýtur að vera einhver þrýstingur upp á við, en einhver fyrirstaða er þarna inni í Grindavík því kvikan virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að koma upp,“ sagði Þorvaldur. Þetta sé einn af óvissuþáttunum í mögulegu eldgosi. Eitthvað virðist þó tefja kviku í að koma upp innan bæjarmarka Grindavíkur. Gamall sigdalur í Grindavík Ef til Eldgoss komi myndi sennilega gjósa norðan við Hagafell. Ef sú yrði raunin myndi hraun renna í átt að Grindavík. Varðandi landsig í Grindavík segir Þorvaldur greinilega gliðnun eiga sér stað. „Vesturhlutinn er að færast vestur og austurhlutinn austur. Þá myndast bil og þá sígur spildan sem er inni í,“ sagði Þorvaldur. Botninn á sigdalnum í Grindavík sé því að síga. „En þetta er gamall sigdalur, og hann hefur greinilega myndast fyrir gosið sem var fyrir 2000 árum og myndaði Sundhnúkaröðina. Hann virðist hafa orðið virkur aftur í þessum hamförum.“ Þorvaldur sagði erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. „Það er enn kvika að streyma inn í kvikuhólfið og það er upplyfting sem mælist líka alveg út í Eldvörp. Möguleikarnir eru að þetta bara deyi út, sem mér finnst ólíklegt á þessu stigi, hinn möguleikinn er að það komi gos upp í Sundhnúkagígaröðinni. Annar möguleikinn er að Eldvörp taki við sér og það gjósi þar,“ sagði Þorvaldur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
„Skemmdirnar eru mjög miklar og atburðurinn er ekki búinn enn þá. Hann getur haldið áfram í einhverja daga, þannig að það er drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur,“ sagði Þorvaldur í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einhver fyrirstaða Á þriðja tímanum í dag var Grindavík skyndilega rýmd, þegar gögn úr gasmælum í bænum bentu til þess að brennisteinsdíoxíð hefði mælst. Um 80 manns voru í bænum til að vitja heimila sinna og helstu muna, en þurftu frá að hverfa vegna þessa. „Það hefur kvika verið að flæða inn í þennan kvikugang, og hann virðist vera kominn á mjög grunnt dýpi ef þetta er rétt, að brennisteinsdíoxíð hefur mælst inni í bænum.“ Þorvaldur áætlar miðað við það að kvikan sé á um 400 til 500 metra dýpi. Í Fagradalsfjalli hafi gasið tekið að losna þegar kvikan var á um 200 metra dýpi, en kvikan sem hér um ræðir haldi brennisteininum síður í sér og því komi hann fyrr út. „Það hlýtur að vera einhver þrýstingur upp á við, en einhver fyrirstaða er þarna inni í Grindavík því kvikan virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að koma upp,“ sagði Þorvaldur. Þetta sé einn af óvissuþáttunum í mögulegu eldgosi. Eitthvað virðist þó tefja kviku í að koma upp innan bæjarmarka Grindavíkur. Gamall sigdalur í Grindavík Ef til Eldgoss komi myndi sennilega gjósa norðan við Hagafell. Ef sú yrði raunin myndi hraun renna í átt að Grindavík. Varðandi landsig í Grindavík segir Þorvaldur greinilega gliðnun eiga sér stað. „Vesturhlutinn er að færast vestur og austurhlutinn austur. Þá myndast bil og þá sígur spildan sem er inni í,“ sagði Þorvaldur. Botninn á sigdalnum í Grindavík sé því að síga. „En þetta er gamall sigdalur, og hann hefur greinilega myndast fyrir gosið sem var fyrir 2000 árum og myndaði Sundhnúkaröðina. Hann virðist hafa orðið virkur aftur í þessum hamförum.“ Þorvaldur sagði erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. „Það er enn kvika að streyma inn í kvikuhólfið og það er upplyfting sem mælist líka alveg út í Eldvörp. Möguleikarnir eru að þetta bara deyi út, sem mér finnst ólíklegt á þessu stigi, hinn möguleikinn er að það komi gos upp í Sundhnúkagígaröðinni. Annar möguleikinn er að Eldvörp taki við sér og það gjósi þar,“ sagði Þorvaldur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira