Bætur afturvirkar og óþarfi að sækja um strax Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2023 12:07 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Í ljósi aðstæðna munu umsóknir um atvinnuleysisbætur gilda frá því að almannavarnir ákváðu að rýma Grindavík. Það er því ekki nauðsynlegt að sækja strax um atvinnuleysisbætur meðan óvissa er til staðar. Þetta segir í tilkyningu á vef Vinnumálastofnunar. Þar segir að komi til þess að launagreiðslur falli niður til starfsmanna fyrirtækja í Grindavík, vegna ákvörðunar almannavarna um allsherjarrýmingu, geti þeir leitað til Vinnumálastofnunar. Öryggisnet atvinnuleysistryggingakerfisins tryggi starfsfólki framfærslu í þeim tilfellum þegar starfsmaður hefur áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geti einnig leitað til stofnunarinnar. Vinnumálastofnun vilji leggja áherslur á eftirfarandi: Að starfsfólk ræði við sinn atvinnurekenda um stöðu mála áður en ákveðið er að sækja um atvinnuleysisbætur. Í ljósi aðstæðna munu umsóknir um atvinnuleysisbætur gilda frá því að almannavarnir ákváðu að rýma Grindavík, þ.e. kvöldið 10. nóvember sl. Það er því ekki nauðsynlegt að sækja strax um atvinnuleysisbætur meðan óvissa er til staðar. Hvetjum starfsfólk til að bíða út vikuna með að sækja um atvinnuleysisbætur þar til málin skýrast nánar. Að sótt sé um greiðslur í gegnum Mínar síður Vinnumálastofnunar Bíða ákvörðunar ríkisstjórnarinnar Þá segir að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi nefnt í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, að hafin sé vinna við viðbrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar og að Vinnumálastofnun bíði eftir því að þau mál skýrist nánar. „Vinnumálastofnun gerir sér grein fyrir þeirri óvissu sem er til staðar og verða upplýsingar uppfærðar reglulega á vefsvæði stofnunarinnar á íslensku, ensku og pólsku.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. 14. nóvember 2023 10:47 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Þetta segir í tilkyningu á vef Vinnumálastofnunar. Þar segir að komi til þess að launagreiðslur falli niður til starfsmanna fyrirtækja í Grindavík, vegna ákvörðunar almannavarna um allsherjarrýmingu, geti þeir leitað til Vinnumálastofnunar. Öryggisnet atvinnuleysistryggingakerfisins tryggi starfsfólki framfærslu í þeim tilfellum þegar starfsmaður hefur áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geti einnig leitað til stofnunarinnar. Vinnumálastofnun vilji leggja áherslur á eftirfarandi: Að starfsfólk ræði við sinn atvinnurekenda um stöðu mála áður en ákveðið er að sækja um atvinnuleysisbætur. Í ljósi aðstæðna munu umsóknir um atvinnuleysisbætur gilda frá því að almannavarnir ákváðu að rýma Grindavík, þ.e. kvöldið 10. nóvember sl. Það er því ekki nauðsynlegt að sækja strax um atvinnuleysisbætur meðan óvissa er til staðar. Hvetjum starfsfólk til að bíða út vikuna með að sækja um atvinnuleysisbætur þar til málin skýrast nánar. Að sótt sé um greiðslur í gegnum Mínar síður Vinnumálastofnunar Bíða ákvörðunar ríkisstjórnarinnar Þá segir að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi nefnt í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, að hafin sé vinna við viðbrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar og að Vinnumálastofnun bíði eftir því að þau mál skýrist nánar. „Vinnumálastofnun gerir sér grein fyrir þeirri óvissu sem er til staðar og verða upplýsingar uppfærðar reglulega á vefsvæði stofnunarinnar á íslensku, ensku og pólsku.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. 14. nóvember 2023 10:47 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. 14. nóvember 2023 10:47