Sex þúsund „skátar“, sextíu starfsmenn og blóðið rennur Sveinn Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2023 12:01 Um þessar mundir eru liðin sjötíu ár frá því að Blóðbankinn hóf formlega starfsemi sína. Fram að þeim tíma voru blóðgjafir skipulagðar af skátahreyfingunni. Blóðgjafi lagðist þá á bekk við hliðina á skurðarborðinu og blóðið rann beint til sjúklingsins. Þessari aðferð var reyndar beitt á afskekktari svæðum langt fram eftir öldinni og þótt gallar hennar hafi verið margir þá átti hún sér einn kost, sem þó er léttvægur í samhengi hlutanna; að blóðgjafi sá með eigin augum gagnsemi blóðgjafar sinnar. Í dag mæta blóðgjafar í húsnæði Blóðbankans á Snorrabraut eða Glerártorgi – eða í Blóðbankabílinn sem Rauði krossinn fjármagnaði í upphafi aldarinnar – og gefa blóð sem er síðan flokkað niður í blóðhluta og getur nýst allt að þremur sjúklingum. Blóðgjafarnir eru um sex þúsund talsins; þeim hefur því fjölgað mikið „skátunum“ sem gera nútíma heilbrigðisþjónustu mögulega með óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi sínu. Hvort sem litið er til krabbameinsmeðferðar eða meðferðar blóðsjúkdóma, skurðlækninga eða slysa, fæðinga eða nýburalækninga, þá er notkun blóðhluta einn af hornsteinum árangursríkar meðferðar og getur oft skilið milli lífs og dauða. Við sem samfélag eigum því blóðgjöfum mikið að þakka, því hvert og eitt okkar veit aldrei hvort og þá hvenær það gæti þurft á blóðhluta að halda. Sívaxandi starfsemi Þegar Blóðbankinn var stofnaður störfuðu þar fimm einstaklingar. Í dag erum við um sextíu og tilheyrum ólíkum fagstéttum. Okkar á meðal er fagfólk með gríðarlega sérþekkingu á vandasömum störfum á sviði læknisfræði, hjúkrunar, lífeindafræði, líffræði, starfsfólk sem sendir skilaboð til blóðgjafa, tryggir að nóg sé til af kexi og nasli og skipuleggur blóðsöfnun víða um land. Saman myndum við keðju sem má engan hlekk missa. Því okkar hlutverk er að tryggja öryggi blóðgjafanna, gæði blóðhlutanna, gæðaeftirlit, góða þjónustu og fagmennsku í hvívetna. Auk blóðsöfnunar sinnum við meðal annars blóðhlutavinnslu og afgreiðslu blóðhluta, ásamt því að veita mikilvæga þjónustu á sviði vefjaflokkunar fyrir þega og gjafa vegna líffæraígræðslu og þjónustu sem tengist blóðmyndandi stofnfrumumeðferð. Við störfum eftir ströngum gæðastöðlum en Blóðbankinn var brautryðjandi í gæðavottaðri heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hefur verið með alþjóðlega ISO-9001-gæðavottun sinnar starfsemi frá árinu 2000. Mikilvægi Blóðbankans mun síst fara minnkandi á komandi árum. Með fólksfjölgun, hækkandi meðalaldri og gróskumikilli ferðaþjónustu eykst þörf fyrir blóðhluta í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum því öll að leggjast á árarnar: heilbrigðisyfirvöld með framsækinni stefnumótun sem miðar að því að tryggja endurnýjun blóðgjafa, hið ómetanlega Blóðgjafafélag og blóðgjafar með sínu óeigingjarna starfi og síðan við í Blóðbankanum og á Landspítala sem berum ábyrgð á blóðbankaþjónustunni. Þakklæti til blóðgjafa Í dag hugsum við fyrst og fremst til allra þeirra sem notið hafa góðs af blóðbankaþjónustunni og þeirra sem gera hana mögulega. Þessi stóri skari Íslendinga og aðfluttra Íslendinga sem leggja frá sér skóflu, haka, blýant, tölvu, bók, ryksugu eða önnur verk og leggja leið sína í Blóðbankann til að gefa blóð. Þau liggja ekki við hlið þeirra sem njóta góðs af, en gefa engu að síður og bjarga þannig lífum fólks sem þau vita engin deili á. Þetta eru hetjur hvunndagsins, sjálfboðaliðar sem eru einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Við fögnum í Blóðbankanum og þökkum öllu því framsækna fólki sem hefur átt þátt í stofnun og rekstri Blóðbankans í sjötíu ár. Til hamingju með daginn! Höfundur er yfirlæknir Blóðbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Heilbrigðismál Landsbankinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru liðin sjötíu ár frá því að Blóðbankinn hóf formlega starfsemi sína. Fram að þeim tíma voru blóðgjafir skipulagðar af skátahreyfingunni. Blóðgjafi lagðist þá á bekk við hliðina á skurðarborðinu og blóðið rann beint til sjúklingsins. Þessari aðferð var reyndar beitt á afskekktari svæðum langt fram eftir öldinni og þótt gallar hennar hafi verið margir þá átti hún sér einn kost, sem þó er léttvægur í samhengi hlutanna; að blóðgjafi sá með eigin augum gagnsemi blóðgjafar sinnar. Í dag mæta blóðgjafar í húsnæði Blóðbankans á Snorrabraut eða Glerártorgi – eða í Blóðbankabílinn sem Rauði krossinn fjármagnaði í upphafi aldarinnar – og gefa blóð sem er síðan flokkað niður í blóðhluta og getur nýst allt að þremur sjúklingum. Blóðgjafarnir eru um sex þúsund talsins; þeim hefur því fjölgað mikið „skátunum“ sem gera nútíma heilbrigðisþjónustu mögulega með óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi sínu. Hvort sem litið er til krabbameinsmeðferðar eða meðferðar blóðsjúkdóma, skurðlækninga eða slysa, fæðinga eða nýburalækninga, þá er notkun blóðhluta einn af hornsteinum árangursríkar meðferðar og getur oft skilið milli lífs og dauða. Við sem samfélag eigum því blóðgjöfum mikið að þakka, því hvert og eitt okkar veit aldrei hvort og þá hvenær það gæti þurft á blóðhluta að halda. Sívaxandi starfsemi Þegar Blóðbankinn var stofnaður störfuðu þar fimm einstaklingar. Í dag erum við um sextíu og tilheyrum ólíkum fagstéttum. Okkar á meðal er fagfólk með gríðarlega sérþekkingu á vandasömum störfum á sviði læknisfræði, hjúkrunar, lífeindafræði, líffræði, starfsfólk sem sendir skilaboð til blóðgjafa, tryggir að nóg sé til af kexi og nasli og skipuleggur blóðsöfnun víða um land. Saman myndum við keðju sem má engan hlekk missa. Því okkar hlutverk er að tryggja öryggi blóðgjafanna, gæði blóðhlutanna, gæðaeftirlit, góða þjónustu og fagmennsku í hvívetna. Auk blóðsöfnunar sinnum við meðal annars blóðhlutavinnslu og afgreiðslu blóðhluta, ásamt því að veita mikilvæga þjónustu á sviði vefjaflokkunar fyrir þega og gjafa vegna líffæraígræðslu og þjónustu sem tengist blóðmyndandi stofnfrumumeðferð. Við störfum eftir ströngum gæðastöðlum en Blóðbankinn var brautryðjandi í gæðavottaðri heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hefur verið með alþjóðlega ISO-9001-gæðavottun sinnar starfsemi frá árinu 2000. Mikilvægi Blóðbankans mun síst fara minnkandi á komandi árum. Með fólksfjölgun, hækkandi meðalaldri og gróskumikilli ferðaþjónustu eykst þörf fyrir blóðhluta í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum því öll að leggjast á árarnar: heilbrigðisyfirvöld með framsækinni stefnumótun sem miðar að því að tryggja endurnýjun blóðgjafa, hið ómetanlega Blóðgjafafélag og blóðgjafar með sínu óeigingjarna starfi og síðan við í Blóðbankanum og á Landspítala sem berum ábyrgð á blóðbankaþjónustunni. Þakklæti til blóðgjafa Í dag hugsum við fyrst og fremst til allra þeirra sem notið hafa góðs af blóðbankaþjónustunni og þeirra sem gera hana mögulega. Þessi stóri skari Íslendinga og aðfluttra Íslendinga sem leggja frá sér skóflu, haka, blýant, tölvu, bók, ryksugu eða önnur verk og leggja leið sína í Blóðbankann til að gefa blóð. Þau liggja ekki við hlið þeirra sem njóta góðs af, en gefa engu að síður og bjarga þannig lífum fólks sem þau vita engin deili á. Þetta eru hetjur hvunndagsins, sjálfboðaliðar sem eru einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Við fögnum í Blóðbankanum og þökkum öllu því framsækna fólki sem hefur átt þátt í stofnun og rekstri Blóðbankans í sjötíu ár. Til hamingju með daginn! Höfundur er yfirlæknir Blóðbankans.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun