Takk mamma! Katrín Kristinsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 15:00 Séreignarsparnaður er ein okkar dýrmætasta eign við starfslok og ekki er hún síður dýrmæt þegar við kaupum okkar fyrstu íbúð. Stærsta fjárfesting flestra er húsnæði og getur reynst stórt verkefni að byggja upp nægilegt eigið fé til útborgunar við fyrstu kaup. Þess vegna er mikilvægt að byrja að safna sem allra fyrst. Þegar ég byrjaði að vinna sem unglingur hafði ég hvorki vit né vilja til þess að leggja til hliðar hlut af því litla sem kom inn á reikninginn. Ég var í menntaskóla og vildi heldur nýta aurinn í að kaupa mér miða á næsta ball eða jafnvel nýjan kjól. Ég er því gríðarlega þakklát fyrir hana mömmu sem hafði vit fyrir mér og passaði að ég byrjaði að greiða í séreignarsparnað um leið og ég var komin með aldur til. Margir í kringum mig byrjuðu að spara seinna en þau hefðu viljað, einfaldlega því þau vissu ekki að séreignarsparnaður væri til. Það að byrja seinna að spara getur þýtt ár eða jafnvel tvö í viðbót á „Hótel Mömmu“. Talsverður munur er á því að byrja að safna 16 ára eða 20 ára. Innborganirnar á þessum fyrstu árum eru einmitt þær sem ávaxtast lengst og getur munað heilmikið um þær. Að sjálfsögðu dugar ekki til að greiða bara í séreign. Sá tími kemur að færa þarf fórnir og leggja aukalega til hliðar. Ef fólk býr svo vel að fá að vera í foreldrahúsum sér að kostnaðarlausu og fær jafnvel að ganga í ísskápinn eins og það lystir, þá ætti það um leið að geta lagt talsverðan hluta af launum sínum til hliðar. Þetta tekur sinn tíma en hefst allt á endanum. Mér fannst alltaf gott að horfa á þetta þannig að 40 þúsund krónur á mánuði jafngildi hálfri milljón í sparnað á ári. Það að leggja til hliðar hluta af launum í hverjum mánuði er einnig fínasta æfing fyrir það sem koma skal eftir að fjárfest hefur verið í íbúð. Þá geta verið mikil viðbrigði að þurfa að greiða mánaðarlega af lánum, borga tryggingar og fleiri reikninga. Þegar sótt er um séreignarsparnað á fólk rétt á því að fá 2% mótframlag frá vinnuveitanda. Líta má á mótframlagið sem 2% launahækkun. Greiða má á bilinu 2-4% af launum í séreign. Talsverður munur er á því hversu mikið hver og einn á við fyrstu kaup eftir því hvort greidd voru tvö eða fjögur prósent. Fólk getur byrjað að safna í séreignarsjóð þegar það hefur náð 16 ára aldri. Á þeim aldri getur verið gott að eiga að fólk sem passar upp á að horft sé fram í tímann og hvetur til skynsemi í fjármálum. Þeir sem byrja snemma að safna í séreignarsjóð verða þakklátir fyrir það þegar fram í sækir. Höfundur er sérfræðingur í sjóðastýringu hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Séreignarsparnaður er ein okkar dýrmætasta eign við starfslok og ekki er hún síður dýrmæt þegar við kaupum okkar fyrstu íbúð. Stærsta fjárfesting flestra er húsnæði og getur reynst stórt verkefni að byggja upp nægilegt eigið fé til útborgunar við fyrstu kaup. Þess vegna er mikilvægt að byrja að safna sem allra fyrst. Þegar ég byrjaði að vinna sem unglingur hafði ég hvorki vit né vilja til þess að leggja til hliðar hlut af því litla sem kom inn á reikninginn. Ég var í menntaskóla og vildi heldur nýta aurinn í að kaupa mér miða á næsta ball eða jafnvel nýjan kjól. Ég er því gríðarlega þakklát fyrir hana mömmu sem hafði vit fyrir mér og passaði að ég byrjaði að greiða í séreignarsparnað um leið og ég var komin með aldur til. Margir í kringum mig byrjuðu að spara seinna en þau hefðu viljað, einfaldlega því þau vissu ekki að séreignarsparnaður væri til. Það að byrja seinna að spara getur þýtt ár eða jafnvel tvö í viðbót á „Hótel Mömmu“. Talsverður munur er á því að byrja að safna 16 ára eða 20 ára. Innborganirnar á þessum fyrstu árum eru einmitt þær sem ávaxtast lengst og getur munað heilmikið um þær. Að sjálfsögðu dugar ekki til að greiða bara í séreign. Sá tími kemur að færa þarf fórnir og leggja aukalega til hliðar. Ef fólk býr svo vel að fá að vera í foreldrahúsum sér að kostnaðarlausu og fær jafnvel að ganga í ísskápinn eins og það lystir, þá ætti það um leið að geta lagt talsverðan hluta af launum sínum til hliðar. Þetta tekur sinn tíma en hefst allt á endanum. Mér fannst alltaf gott að horfa á þetta þannig að 40 þúsund krónur á mánuði jafngildi hálfri milljón í sparnað á ári. Það að leggja til hliðar hluta af launum í hverjum mánuði er einnig fínasta æfing fyrir það sem koma skal eftir að fjárfest hefur verið í íbúð. Þá geta verið mikil viðbrigði að þurfa að greiða mánaðarlega af lánum, borga tryggingar og fleiri reikninga. Þegar sótt er um séreignarsparnað á fólk rétt á því að fá 2% mótframlag frá vinnuveitanda. Líta má á mótframlagið sem 2% launahækkun. Greiða má á bilinu 2-4% af launum í séreign. Talsverður munur er á því hversu mikið hver og einn á við fyrstu kaup eftir því hvort greidd voru tvö eða fjögur prósent. Fólk getur byrjað að safna í séreignarsjóð þegar það hefur náð 16 ára aldri. Á þeim aldri getur verið gott að eiga að fólk sem passar upp á að horft sé fram í tímann og hvetur til skynsemi í fjármálum. Þeir sem byrja snemma að safna í séreignarsjóð verða þakklátir fyrir það þegar fram í sækir. Höfundur er sérfræðingur í sjóðastýringu hjá Íslandssjóðum.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun