Stígur til hliðar sem formaður Landsbjargar Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2023 23:56 Otti Rafn Sigmarsson er nýr formaður Landsbjargar. Landsbjörg Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem formaður félagsins og úr stjórn þess. Upp úr ellefu í kvöld tilkynnti Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í orðsendingu til félaga sinna í Landsbjörgu að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. janúar 2024. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, muni taka við skyldum formanns félagsins á meðan. Fundað verði á nýju ári um framhaldið. Otti er Grindvíkingur og hefur verið virkur félagi í björgunarsveitinni Þorbirni. Hann tók meðal annars þátt í aðgerðum björgunarsveitarinnar við rýmingu Grindavíkur á föstudag. Með tímabundinni afsögn sinni vilji Otti einbeita sér að fjölskyldu sinni en atburðir síðustu daga hafa vafalaust tekið á fyrir hann líkt og aðra Grindvíkinga. Otti við aðgerðastjórn á föstudag.Vísir/Vilhelm Orðsending Otta í heild: Kæru félagar, Atburðir síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum og sér ekki enn fyrir endan á atburðarrásinni sem nú er í gangi. Grindvíkingar eiga um sárt að binda og ég er einn af þeim. Ég leiddi hersveit frábæra félaga s.l. föstudag í rýmingu bæjarins við svakalegustu aðstæður sem ég hef kynnst. Að yfirgefa svo bæinn eftir rýmingu var gríðarlega erfitt og mikið áfall fyrir mig. Ég hef bæði í gær og í dag verið í Grindavík að aðstoða við ýmislegt og í því uni ég mér best. Slysavarnafélagið Landsbjörg er risastórt félag sem á hverjum tímapunkti þarf öfluga forystu til þess að keyra verkefnin áfram. Þræðir félagsins liggja víða og verkefnin eru fjölmörg. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. Janúar á næsta ári en þá mun stjórn félagsins funda. Á þeim fundi mun ég ásamt stjórn félagsins taka ákvörðun um framhaldið. Á meðan mun Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, taka við skyldum formanns félagsins. Það er ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, mér sjálfum eða fjölskyldu minni að starfa áfram við þessar aðstæður. Þó svo að þessari atburðarrás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum. Stjórn félagsins er full mönnuð frábæru fólki og er ég ekki í nokkrum vafa um að þau leysi verkefnin í minni fjarveru. Það er nóg framundan í félaginu eins og alltaf, stutt í fulltrúaráðsfund og svo auðvitað flugeldasölu og því mikilvægt að forysta félagsins haldi fókus. Að lokum langar mig að þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar og allan stuðninginn frá því björgunarsveitarfólki sem ég hef hitt hér síðustu daga. Það er ómetanlegt fyrir mig og alla hina í Grindavík að finna þennan stuðning. Með von um bjarta framtíð Björgunarsveitir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Upp úr ellefu í kvöld tilkynnti Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í orðsendingu til félaga sinna í Landsbjörgu að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. janúar 2024. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, muni taka við skyldum formanns félagsins á meðan. Fundað verði á nýju ári um framhaldið. Otti er Grindvíkingur og hefur verið virkur félagi í björgunarsveitinni Þorbirni. Hann tók meðal annars þátt í aðgerðum björgunarsveitarinnar við rýmingu Grindavíkur á föstudag. Með tímabundinni afsögn sinni vilji Otti einbeita sér að fjölskyldu sinni en atburðir síðustu daga hafa vafalaust tekið á fyrir hann líkt og aðra Grindvíkinga. Otti við aðgerðastjórn á föstudag.Vísir/Vilhelm Orðsending Otta í heild: Kæru félagar, Atburðir síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum og sér ekki enn fyrir endan á atburðarrásinni sem nú er í gangi. Grindvíkingar eiga um sárt að binda og ég er einn af þeim. Ég leiddi hersveit frábæra félaga s.l. föstudag í rýmingu bæjarins við svakalegustu aðstæður sem ég hef kynnst. Að yfirgefa svo bæinn eftir rýmingu var gríðarlega erfitt og mikið áfall fyrir mig. Ég hef bæði í gær og í dag verið í Grindavík að aðstoða við ýmislegt og í því uni ég mér best. Slysavarnafélagið Landsbjörg er risastórt félag sem á hverjum tímapunkti þarf öfluga forystu til þess að keyra verkefnin áfram. Þræðir félagsins liggja víða og verkefnin eru fjölmörg. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. Janúar á næsta ári en þá mun stjórn félagsins funda. Á þeim fundi mun ég ásamt stjórn félagsins taka ákvörðun um framhaldið. Á meðan mun Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, taka við skyldum formanns félagsins. Það er ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, mér sjálfum eða fjölskyldu minni að starfa áfram við þessar aðstæður. Þó svo að þessari atburðarrás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum. Stjórn félagsins er full mönnuð frábæru fólki og er ég ekki í nokkrum vafa um að þau leysi verkefnin í minni fjarveru. Það er nóg framundan í félaginu eins og alltaf, stutt í fulltrúaráðsfund og svo auðvitað flugeldasölu og því mikilvægt að forysta félagsins haldi fókus. Að lokum langar mig að þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar og allan stuðninginn frá því björgunarsveitarfólki sem ég hef hitt hér síðustu daga. Það er ómetanlegt fyrir mig og alla hina í Grindavík að finna þennan stuðning. Með von um bjarta framtíð
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira