Stígur til hliðar sem formaður Landsbjargar Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2023 23:56 Otti Rafn Sigmarsson er nýr formaður Landsbjargar. Landsbjörg Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem formaður félagsins og úr stjórn þess. Upp úr ellefu í kvöld tilkynnti Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í orðsendingu til félaga sinna í Landsbjörgu að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. janúar 2024. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, muni taka við skyldum formanns félagsins á meðan. Fundað verði á nýju ári um framhaldið. Otti er Grindvíkingur og hefur verið virkur félagi í björgunarsveitinni Þorbirni. Hann tók meðal annars þátt í aðgerðum björgunarsveitarinnar við rýmingu Grindavíkur á föstudag. Með tímabundinni afsögn sinni vilji Otti einbeita sér að fjölskyldu sinni en atburðir síðustu daga hafa vafalaust tekið á fyrir hann líkt og aðra Grindvíkinga. Otti við aðgerðastjórn á föstudag.Vísir/Vilhelm Orðsending Otta í heild: Kæru félagar, Atburðir síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum og sér ekki enn fyrir endan á atburðarrásinni sem nú er í gangi. Grindvíkingar eiga um sárt að binda og ég er einn af þeim. Ég leiddi hersveit frábæra félaga s.l. föstudag í rýmingu bæjarins við svakalegustu aðstæður sem ég hef kynnst. Að yfirgefa svo bæinn eftir rýmingu var gríðarlega erfitt og mikið áfall fyrir mig. Ég hef bæði í gær og í dag verið í Grindavík að aðstoða við ýmislegt og í því uni ég mér best. Slysavarnafélagið Landsbjörg er risastórt félag sem á hverjum tímapunkti þarf öfluga forystu til þess að keyra verkefnin áfram. Þræðir félagsins liggja víða og verkefnin eru fjölmörg. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. Janúar á næsta ári en þá mun stjórn félagsins funda. Á þeim fundi mun ég ásamt stjórn félagsins taka ákvörðun um framhaldið. Á meðan mun Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, taka við skyldum formanns félagsins. Það er ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, mér sjálfum eða fjölskyldu minni að starfa áfram við þessar aðstæður. Þó svo að þessari atburðarrás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum. Stjórn félagsins er full mönnuð frábæru fólki og er ég ekki í nokkrum vafa um að þau leysi verkefnin í minni fjarveru. Það er nóg framundan í félaginu eins og alltaf, stutt í fulltrúaráðsfund og svo auðvitað flugeldasölu og því mikilvægt að forysta félagsins haldi fókus. Að lokum langar mig að þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar og allan stuðninginn frá því björgunarsveitarfólki sem ég hef hitt hér síðustu daga. Það er ómetanlegt fyrir mig og alla hina í Grindavík að finna þennan stuðning. Með von um bjarta framtíð Björgunarsveitir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Upp úr ellefu í kvöld tilkynnti Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í orðsendingu til félaga sinna í Landsbjörgu að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. janúar 2024. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, muni taka við skyldum formanns félagsins á meðan. Fundað verði á nýju ári um framhaldið. Otti er Grindvíkingur og hefur verið virkur félagi í björgunarsveitinni Þorbirni. Hann tók meðal annars þátt í aðgerðum björgunarsveitarinnar við rýmingu Grindavíkur á föstudag. Með tímabundinni afsögn sinni vilji Otti einbeita sér að fjölskyldu sinni en atburðir síðustu daga hafa vafalaust tekið á fyrir hann líkt og aðra Grindvíkinga. Otti við aðgerðastjórn á föstudag.Vísir/Vilhelm Orðsending Otta í heild: Kæru félagar, Atburðir síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum og sér ekki enn fyrir endan á atburðarrásinni sem nú er í gangi. Grindvíkingar eiga um sárt að binda og ég er einn af þeim. Ég leiddi hersveit frábæra félaga s.l. föstudag í rýmingu bæjarins við svakalegustu aðstæður sem ég hef kynnst. Að yfirgefa svo bæinn eftir rýmingu var gríðarlega erfitt og mikið áfall fyrir mig. Ég hef bæði í gær og í dag verið í Grindavík að aðstoða við ýmislegt og í því uni ég mér best. Slysavarnafélagið Landsbjörg er risastórt félag sem á hverjum tímapunkti þarf öfluga forystu til þess að keyra verkefnin áfram. Þræðir félagsins liggja víða og verkefnin eru fjölmörg. Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins, sem og úr stjórn þess, tímabundið til 9. Janúar á næsta ári en þá mun stjórn félagsins funda. Á þeim fundi mun ég ásamt stjórn félagsins taka ákvörðun um framhaldið. Á meðan mun Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður, taka við skyldum formanns félagsins. Það er ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, mér sjálfum eða fjölskyldu minni að starfa áfram við þessar aðstæður. Þó svo að þessari atburðarrás myndi ljúka í dag er ljóst að gríðarlegt tjón er í Grindavík og mikil endurreisnarvinna framundan. Með þessu get ég einbeitt mér að fjölskyldunni minni og þeim verkefnum sem blasa við okkur Grindvíkingum á næstu dögum. Stjórn félagsins er full mönnuð frábæru fólki og er ég ekki í nokkrum vafa um að þau leysi verkefnin í minni fjarveru. Það er nóg framundan í félaginu eins og alltaf, stutt í fulltrúaráðsfund og svo auðvitað flugeldasölu og því mikilvægt að forysta félagsins haldi fókus. Að lokum langar mig að þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar og allan stuðninginn frá því björgunarsveitarfólki sem ég hef hitt hér síðustu daga. Það er ómetanlegt fyrir mig og alla hina í Grindavík að finna þennan stuðning. Með von um bjarta framtíð
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira