Lágmark um tvær vikur í að Grindvíkingar geti flutt aftur heim Oddur Ævar Gunnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 12. nóvember 2023 11:18 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Arnar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að sú staða sem sé nú uppi á Reykjanesinu sé algjör biðstaða. Beðið sé eftir því að það fari að gjósa, Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni. Hann segir það til skoðunar hvort að íbúar fái að fara heim. Enn sé óljóst hvar kvikan kemur upp og hættusvæðið því enn stórt. „Við erum að skoða þetta og hvað er hægt að gera,“ segir Víðir. Hann segir að öryggi fólks sé alltaf í forgrunni. Eins og fram hefur komið funda vísindamenn Veðurstofu Íslands nú með viðbragðsaðilum. Þar er farið yfir nýjustu gögn vegna jarðhræringanna í Grindavík og staðan metin, meðal annars hvort hægt sé að hleypa íbúum heim að sækja nauðsynjar og gæludýr. Algjör biðstaða Víðir segir stöðuna núna algera biðstöðu. „Við erum bara að bíða eftir að það fari að gjósa,“ segir Víðir og að það væri miklu líklegra að það gerðist en ekki þegar kvikan er komin svona grunnt. Hann segir sviðsmyndina þannig að það geti opnast á ganginn hvar sem er og það verði hraungos. Víðir segir fólkið í bænum það mikilvægasta. Það væri ekki alltaf hægt að bæta hluti sem þau geti misst en að Grindvíkingar hafi sammælst um að koma sér út með góðum hætti á föstudag. Hann segir alveg sama hvað gerist næst, þá sé alltaf að lágmarki um tvær vikur hvort íbúar geti flutt heim. „Það er gríðarleg óvissa fyrir þetta fólk,“ segir Víðir. Hann segir almannavarnir líka horfa til lengri tíma og að mikil vinna sé framundan við að laga það tjón sem þegar hefur orðið á innviðum í bænum. Fyrsta mál að koma börnum í skóla Víðir segir næstu skref unnin í samráði við Grindvíkinga og sveitarstjórnina. Það sé unnið hörðum höndum að því að finna aðstöðu fyrir þau svo hægt sé að halda uppi starfsemi stjórnkerfisins. Með fyrstu málum á dagskrá hafi verið að koma börnum í skóla og að það sé unnið hörðum höndum að því. „Lífið er á hvolfi en það eru allir af vilja gerðir til að hjálpa. Við höfum oft talað um hvað það skiptir miklu máli, þegar reyni rá, að sýna samstöðu og það reynir virkilega á það núna.“ Spurður um varnargarða segir Víðir stjórnvöld komin nokkuð langt í hönnun þeirra. Á svæðið séu komnar vinnuvélar og síðustu sólarhringa hafi verið ekið með efni að Sýlingarfelli og aðra staði þar sem hraun gæti runnið að, annað hvort að byggð eða virkjuninni. „Heilsa velferð og íbúa í Grindavík er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Víðir. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. 12. nóvember 2023 10:51 „Þetta var fyrir Grindavík“ Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir varð í gær Noregsmeistari í knattspyrnu með Vålerenga. Í færslu á samfélagsmiðlinum X tileinkaði hún heimabænum sínum sigurinn. 12. nóvember 2023 10:30 Vaktin: Hefur verulega dregið úr skjálftavirkni vegna spennulosunar Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Hann segir það til skoðunar hvort að íbúar fái að fara heim. Enn sé óljóst hvar kvikan kemur upp og hættusvæðið því enn stórt. „Við erum að skoða þetta og hvað er hægt að gera,“ segir Víðir. Hann segir að öryggi fólks sé alltaf í forgrunni. Eins og fram hefur komið funda vísindamenn Veðurstofu Íslands nú með viðbragðsaðilum. Þar er farið yfir nýjustu gögn vegna jarðhræringanna í Grindavík og staðan metin, meðal annars hvort hægt sé að hleypa íbúum heim að sækja nauðsynjar og gæludýr. Algjör biðstaða Víðir segir stöðuna núna algera biðstöðu. „Við erum bara að bíða eftir að það fari að gjósa,“ segir Víðir og að það væri miklu líklegra að það gerðist en ekki þegar kvikan er komin svona grunnt. Hann segir sviðsmyndina þannig að það geti opnast á ganginn hvar sem er og það verði hraungos. Víðir segir fólkið í bænum það mikilvægasta. Það væri ekki alltaf hægt að bæta hluti sem þau geti misst en að Grindvíkingar hafi sammælst um að koma sér út með góðum hætti á föstudag. Hann segir alveg sama hvað gerist næst, þá sé alltaf að lágmarki um tvær vikur hvort íbúar geti flutt heim. „Það er gríðarleg óvissa fyrir þetta fólk,“ segir Víðir. Hann segir almannavarnir líka horfa til lengri tíma og að mikil vinna sé framundan við að laga það tjón sem þegar hefur orðið á innviðum í bænum. Fyrsta mál að koma börnum í skóla Víðir segir næstu skref unnin í samráði við Grindvíkinga og sveitarstjórnina. Það sé unnið hörðum höndum að því að finna aðstöðu fyrir þau svo hægt sé að halda uppi starfsemi stjórnkerfisins. Með fyrstu málum á dagskrá hafi verið að koma börnum í skóla og að það sé unnið hörðum höndum að því. „Lífið er á hvolfi en það eru allir af vilja gerðir til að hjálpa. Við höfum oft talað um hvað það skiptir miklu máli, þegar reyni rá, að sýna samstöðu og það reynir virkilega á það núna.“ Spurður um varnargarða segir Víðir stjórnvöld komin nokkuð langt í hönnun þeirra. Á svæðið séu komnar vinnuvélar og síðustu sólarhringa hafi verið ekið með efni að Sýlingarfelli og aðra staði þar sem hraun gæti runnið að, annað hvort að byggð eða virkjuninni. „Heilsa velferð og íbúa í Grindavík er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Víðir.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. 12. nóvember 2023 10:51 „Þetta var fyrir Grindavík“ Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir varð í gær Noregsmeistari í knattspyrnu með Vålerenga. Í færslu á samfélagsmiðlinum X tileinkaði hún heimabænum sínum sigurinn. 12. nóvember 2023 10:30 Vaktin: Hefur verulega dregið úr skjálftavirkni vegna spennulosunar Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. 12. nóvember 2023 10:51
„Þetta var fyrir Grindavík“ Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir varð í gær Noregsmeistari í knattspyrnu með Vålerenga. Í færslu á samfélagsmiðlinum X tileinkaði hún heimabænum sínum sigurinn. 12. nóvember 2023 10:30
Vaktin: Hefur verulega dregið úr skjálftavirkni vegna spennulosunar Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22