Við krefjumst uppsagnar Ásthildar Lóu og Ragnars Þórs! Hilmir Örn Ólafsson skrifar 9. nóvember 2023 07:31 Þann 6. nóvember kröfðust Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson uppsagnar Seðlabankastjóra Íslands með tilheyrandi grein. Þessi grein inniheldur bæði rangfærslur og mikla fávísi. Í stað þess að skoða staðreyndir og reyna skilja gang íslenska hagkerfisins telja höfundar vænlegra að draga í efa hæfi Forsætisráðherra og Seðlabankastjóra Íslands. Ásthildur Lóa og Ragnar Þór virðast ekki skilja peningastefnu Seðlabankans og þau lögbundnu skilyrði sem honum eru sett. Það er nákvæmlega svona sem hagkerfum heimsins með sjálfstæðan seðlabanka er háttað í þeim löndum sem að við berum okkur saman við. Útfærslur á þessu fyrirkomulagi hafa einnig verið rannsakaðar í þaula. Það er aftur á móti önnur spurning hvort að sú tilhögun, að halda uppi sjálfstæðum seðlabanka, sé sú rétta en það verður ekki rætt í þessari grein. Ragnar og Ásthildur Lóa telja hins vegar það vera vænlegast til árangurs að úthúða Ásgeiri seðlabankastjóra þegar hann hefur einvörðungu fylgt þeim fræðum og kenningum sem honum ber að gera og notað til þess þau tæki sem Seðlabankanum býðst til að ná verðstöðugleika. Höfundar sjá þó sóma sinn í því að vera sammála flestum að ná þurfi niður verðbólgu en þeim er ekki sama hvernig það er gert. Hvaða úrræði telja Ragnar og Ásthildur Lóa að Seðlabankinn hafi? Hvernig halda þau að seðlabankar heimsins nái niður verðbólgu? Það þarf ekki nema að opna helstu miðla og sjá hvernig það er gert og hvernig það gengur. Í Evrópu er verðbólga komin niður fyrir 3%, í Bandaríkjunum er hún komin niður fyrir 4% og í Bretlandi var hún seinast 6.7%. Hvað halda höfundar að seðlabankastjórar þessara ríkja hafi verið að gera? Við núverandi verðbólgu stendur seðlabankastjóra einfaldlega ekkert annað til boða en að hækka vexti. Grundvallar skilningur á tilgangi og markmiðum peningastefnu skýrir það. Þá nefna höfundar þá miklu peninga „prentun“ sem Landsbankinn hefur staðið að. Þessi staðhæfing einkennist af ringulreið miðað við þær kröfur sem að þau gera til Seðlabankans. Hvað telja höfundar að gerist með tilliti til peningaprentunar þegar vextir verða snar lækkaðir í a.m.k. 4%? Samkvæmt þeim er ekki hægt að kenna of lágu vöxtum um þá verðbólgu sem ríkir hér en þó var peningaprentun Landsbankans eitt af því helsta sem olli umræddri verðbólgu. Þetta er vægast sagt þversagnakenndur málflutningur. Það er vissulega rétt að verðtryggingin sé eitur sem verði að fjarlægja. En að halda því fram að seðlabankastjóri sé að ýta fólki í verðtryggð lán eða að bankarnir, sem eru með hvað lægstu arðsemi á eigið fé meðal Evrópuríkja, séu vandamál verðtryggingarinnar er fásinna. Á meðan þetta er í boði hér á landi mun fólk leita í þetta, svo einfalt er það. Atferlisfræðin hefur sýnt okkur að manneskjan er haldin af „present bias“ þar sem hún ofmetur skammtíma ábata og vanmetur langtíma afleiðingar. Ásókn fólks í verðtryggð lán er dæmi um þetta. Verðtryggingin er þá eins og hver önnur misheppnuð skammtímahugsun, „björgunar aðferð“ verkalýðsforingja sem þurfa ekki að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Að höfundar geti ekki fært fram álitlegri ráð en að lækka stýrivexti í a.m.k. 4% og sett verði á leiguþak er ákaflega dapurt og vitnisburður um fávísi. Slík aðgerð myndi kollvarpa íslenska hagkerfinu og líkjast glapræði Erdogan Tyrklands forseta sem sá nú samt sóma sinn í því að hækka vexti á endanum. Þar að auki eru leiguþök fávísisfyrirsláttur sem kemur iðulega upp í umræðum þegar illa gengur. Að ganga í slíkar „björgunar aðferðir“ er eins og að pissa í skóinn sinn og mun aðeins draga úr mætti peningastefnunnar, lengja há-verðbólgutímabilið, lengja erfiða stöðu heimilanna og þá helst sem höllustum fæti standa Erfitt efnahagsástand verður aldrei auðvelt. En ef ekki væri stöðugt verið ganga í þessar „björgunar aðferðir“ fengjum við svigrúm til að hugsa rökrétta, þ.e. að taka á okkur skammtíma kostnað fyrir langvarandi velsæld. Það skortir hjá ofangreindum aðilum. Höfundur er hagfræðingur og áhugamaður um íslenskt efnahagslíf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þann 6. nóvember kröfðust Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson uppsagnar Seðlabankastjóra Íslands með tilheyrandi grein. Þessi grein inniheldur bæði rangfærslur og mikla fávísi. Í stað þess að skoða staðreyndir og reyna skilja gang íslenska hagkerfisins telja höfundar vænlegra að draga í efa hæfi Forsætisráðherra og Seðlabankastjóra Íslands. Ásthildur Lóa og Ragnar Þór virðast ekki skilja peningastefnu Seðlabankans og þau lögbundnu skilyrði sem honum eru sett. Það er nákvæmlega svona sem hagkerfum heimsins með sjálfstæðan seðlabanka er háttað í þeim löndum sem að við berum okkur saman við. Útfærslur á þessu fyrirkomulagi hafa einnig verið rannsakaðar í þaula. Það er aftur á móti önnur spurning hvort að sú tilhögun, að halda uppi sjálfstæðum seðlabanka, sé sú rétta en það verður ekki rætt í þessari grein. Ragnar og Ásthildur Lóa telja hins vegar það vera vænlegast til árangurs að úthúða Ásgeiri seðlabankastjóra þegar hann hefur einvörðungu fylgt þeim fræðum og kenningum sem honum ber að gera og notað til þess þau tæki sem Seðlabankanum býðst til að ná verðstöðugleika. Höfundar sjá þó sóma sinn í því að vera sammála flestum að ná þurfi niður verðbólgu en þeim er ekki sama hvernig það er gert. Hvaða úrræði telja Ragnar og Ásthildur Lóa að Seðlabankinn hafi? Hvernig halda þau að seðlabankar heimsins nái niður verðbólgu? Það þarf ekki nema að opna helstu miðla og sjá hvernig það er gert og hvernig það gengur. Í Evrópu er verðbólga komin niður fyrir 3%, í Bandaríkjunum er hún komin niður fyrir 4% og í Bretlandi var hún seinast 6.7%. Hvað halda höfundar að seðlabankastjórar þessara ríkja hafi verið að gera? Við núverandi verðbólgu stendur seðlabankastjóra einfaldlega ekkert annað til boða en að hækka vexti. Grundvallar skilningur á tilgangi og markmiðum peningastefnu skýrir það. Þá nefna höfundar þá miklu peninga „prentun“ sem Landsbankinn hefur staðið að. Þessi staðhæfing einkennist af ringulreið miðað við þær kröfur sem að þau gera til Seðlabankans. Hvað telja höfundar að gerist með tilliti til peningaprentunar þegar vextir verða snar lækkaðir í a.m.k. 4%? Samkvæmt þeim er ekki hægt að kenna of lágu vöxtum um þá verðbólgu sem ríkir hér en þó var peningaprentun Landsbankans eitt af því helsta sem olli umræddri verðbólgu. Þetta er vægast sagt þversagnakenndur málflutningur. Það er vissulega rétt að verðtryggingin sé eitur sem verði að fjarlægja. En að halda því fram að seðlabankastjóri sé að ýta fólki í verðtryggð lán eða að bankarnir, sem eru með hvað lægstu arðsemi á eigið fé meðal Evrópuríkja, séu vandamál verðtryggingarinnar er fásinna. Á meðan þetta er í boði hér á landi mun fólk leita í þetta, svo einfalt er það. Atferlisfræðin hefur sýnt okkur að manneskjan er haldin af „present bias“ þar sem hún ofmetur skammtíma ábata og vanmetur langtíma afleiðingar. Ásókn fólks í verðtryggð lán er dæmi um þetta. Verðtryggingin er þá eins og hver önnur misheppnuð skammtímahugsun, „björgunar aðferð“ verkalýðsforingja sem þurfa ekki að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Að höfundar geti ekki fært fram álitlegri ráð en að lækka stýrivexti í a.m.k. 4% og sett verði á leiguþak er ákaflega dapurt og vitnisburður um fávísi. Slík aðgerð myndi kollvarpa íslenska hagkerfinu og líkjast glapræði Erdogan Tyrklands forseta sem sá nú samt sóma sinn í því að hækka vexti á endanum. Þar að auki eru leiguþök fávísisfyrirsláttur sem kemur iðulega upp í umræðum þegar illa gengur. Að ganga í slíkar „björgunar aðferðir“ er eins og að pissa í skóinn sinn og mun aðeins draga úr mætti peningastefnunnar, lengja há-verðbólgutímabilið, lengja erfiða stöðu heimilanna og þá helst sem höllustum fæti standa Erfitt efnahagsástand verður aldrei auðvelt. En ef ekki væri stöðugt verið ganga í þessar „björgunar aðferðir“ fengjum við svigrúm til að hugsa rökrétta, þ.e. að taka á okkur skammtíma kostnað fyrir langvarandi velsæld. Það skortir hjá ofangreindum aðilum. Höfundur er hagfræðingur og áhugamaður um íslenskt efnahagslíf
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar