Lokað í verslunum Pennans vegna netárásar Kolbeinn Tumi Daðason, Rafn Ágúst Ragnarsson og Árni Sæberg skrifa 8. nóvember 2023 14:42 Verslun Pennans við Hallarmúla. Vísir/Vilhelm Lokað hefur verið í öllum 16 verslunum Pennans Eymundsson síðan í hádeginu í dag. Ástæðan mun vera netárás á fyrirtækið. Mbl.is greindi fyrst frá. Verslunarstjóri Pennans Eymundsson í Kringlunni tjáði fréttastofu að skellt hefði verið í lás í hádeginu. Þá hefði starfsfólki verið sagt að loka tölvum sínum. Heimasíða Pennans liggur niðri. Í tilkynningu frá Pennanum Eymundsson segir að um netárás hafi verið að ræða. Það kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar vinni að því að greina og meta umfang árásarinnar og að nánari upplýsingar verði veittar um leið og þær liggja fyrir. Þessi skilaboð bíða þeirra sem heimsækja verslun Pennans í Hallarmúla.Vísir/Vilhelm Útgáfuhóf sem áætluð séu í verslunum Pennans Eymundsson í Austurstræti og Skólavörðustíg verði haldin samkvæmt áætlun. Annars verði verslanir Pennans lokaðar það sem eftir er dags. Bregðast rétt við Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir að Pennin hafi tilkynnt stofnuninni um netárásina en að netöryggi Pennans heyri ekki undir hana. Hann segi þó gott að Penninn hafi látið vita og að hann telji fyrirtækið vera að bregðast rétt við í samstarfi við fagaðila á einkamarkaði. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS Þá segir Guðmundur Arnar að engar frekari tilkynningar um netárásir hafi borist í dag en nokkuð hafi borið á slíkum tilkynningum undanfarnar vikur. Þá hafi algengast aðferð netþrjóta verið að senda starfsmönnum tölvupósta og reyna að fá þá til þess að opna hlekki eða að brjótast inn í gegnum svokallað VPN-kerfi. Hann viti þó ekkert um það hvers kyns árás var framin á kerfi Pennans í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Netöryggi Netglæpir Verslun Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá. Verslunarstjóri Pennans Eymundsson í Kringlunni tjáði fréttastofu að skellt hefði verið í lás í hádeginu. Þá hefði starfsfólki verið sagt að loka tölvum sínum. Heimasíða Pennans liggur niðri. Í tilkynningu frá Pennanum Eymundsson segir að um netárás hafi verið að ræða. Það kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar vinni að því að greina og meta umfang árásarinnar og að nánari upplýsingar verði veittar um leið og þær liggja fyrir. Þessi skilaboð bíða þeirra sem heimsækja verslun Pennans í Hallarmúla.Vísir/Vilhelm Útgáfuhóf sem áætluð séu í verslunum Pennans Eymundsson í Austurstræti og Skólavörðustíg verði haldin samkvæmt áætlun. Annars verði verslanir Pennans lokaðar það sem eftir er dags. Bregðast rétt við Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir að Pennin hafi tilkynnt stofnuninni um netárásina en að netöryggi Pennans heyri ekki undir hana. Hann segi þó gott að Penninn hafi látið vita og að hann telji fyrirtækið vera að bregðast rétt við í samstarfi við fagaðila á einkamarkaði. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS Þá segir Guðmundur Arnar að engar frekari tilkynningar um netárásir hafi borist í dag en nokkuð hafi borið á slíkum tilkynningum undanfarnar vikur. Þá hafi algengast aðferð netþrjóta verið að senda starfsmönnum tölvupósta og reyna að fá þá til þess að opna hlekki eða að brjótast inn í gegnum svokallað VPN-kerfi. Hann viti þó ekkert um það hvers kyns árás var framin á kerfi Pennans í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Netöryggi Netglæpir Verslun Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira