Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Jón Þór Stefánsson skrifar 8. nóvember 2023 11:31 Ísbirnir hafa heimsótt Ísland þónokkrum sinnum. Þeir eru þó ekki þekktir fyrir að koma sér inn á mitt land. EPA Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. Frá þessu greinir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að í raun hafi ekki verið búist við því að leitin myndi skila árangri. „Þeir kláruðu að leita þetta svæði og ekkert fannst, hvorki björn né ummerki. Þannig þetta er bara búið af okkar hálfu nema eitthvað nýtt komi fram,“ segir Kristján. Hann metur að leitin, sem fór fram í þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafi tekið um það bil einn og hálfan klukkutíma. Leitin hófst eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um fótspor á jöklinum. Enginn ísbjörn fari á mitt Ísland „Ísbjörn á Langjökli. Er ekki í lagi með menn?“ spyr fjallgöngumaðurinn Arngrímur Hermannsson á Facebook-síðu sinni, en hann er með tilgátu um hvað ísbjarnasporin hafi verið í raun og veru. „Nú er hann sloppin úr landi og floginn til Colorado með Icelandair, þar finnið þið Ísbjörninn.“ Í samtali við Vísi útskýrir Arngrímur að í síðustu viku hafi hann farið með tvo erlenda karlmenn í ferðir um Langjökul. „Við gengum um allan jökullinn alla síðustu viku. Og svo sá ég þessa frétt hjá ykkur um þetta á Langjökli. Mér datt bara í hug að þetta væri einhver misskilningur, sem ég var alveg viss um að þetta væri, því það fer enginn ísbjörn inn á mitt Ísland. Þá kom ég með þessa skopkenningu.“ Annar ferðafélaga Arngríms hafi stóran hluta ferðarinnar notast við skó sem skilja eftir spor sem minna gætu á ísbjörn. „Förin eftir hann voru bara eins og ísbjarnaför, það verður bara að segjast eins og er.“ Þá segir Arngrímur að heima hjá sér sé hann með uppstoppaðan ísbörn. Í morgun hafi hann ákveðið að mæla þófana á honum og segir þá vera tíu sentímetra breiða. Þá hafi hann séð myndir af meintum ísbjarnarsporum á Langjökli og sýndist þau vera miklu stærri en það. Leit lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar um Langjökul stóð yfir í um það bil einn og hálfan klukkutíma.Rax Mynd frá Langjökli, en enginn ísbjörn fannst þar.Rax Mögulegt að sporin séu eftir mann Kristján Ingi yfirlögregluþjónn segir vel mögulegt að fótsporinn sem orsökuðu leitina séu í raun eftir veiðimann, eða eftir annan sem hafi verið á jöklinum, þá helst á stórum ísbroddum. Síðan geti slík fótspor breytt um lögun þegar snjór bráðnar, og þá jafnvel líkst ísbjarnasporum. Lögreglumál Dýr Bláskógabyggð Borgarbyggð Ísbirnir Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Frá þessu greinir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að í raun hafi ekki verið búist við því að leitin myndi skila árangri. „Þeir kláruðu að leita þetta svæði og ekkert fannst, hvorki björn né ummerki. Þannig þetta er bara búið af okkar hálfu nema eitthvað nýtt komi fram,“ segir Kristján. Hann metur að leitin, sem fór fram í þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafi tekið um það bil einn og hálfan klukkutíma. Leitin hófst eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um fótspor á jöklinum. Enginn ísbjörn fari á mitt Ísland „Ísbjörn á Langjökli. Er ekki í lagi með menn?“ spyr fjallgöngumaðurinn Arngrímur Hermannsson á Facebook-síðu sinni, en hann er með tilgátu um hvað ísbjarnasporin hafi verið í raun og veru. „Nú er hann sloppin úr landi og floginn til Colorado með Icelandair, þar finnið þið Ísbjörninn.“ Í samtali við Vísi útskýrir Arngrímur að í síðustu viku hafi hann farið með tvo erlenda karlmenn í ferðir um Langjökul. „Við gengum um allan jökullinn alla síðustu viku. Og svo sá ég þessa frétt hjá ykkur um þetta á Langjökli. Mér datt bara í hug að þetta væri einhver misskilningur, sem ég var alveg viss um að þetta væri, því það fer enginn ísbjörn inn á mitt Ísland. Þá kom ég með þessa skopkenningu.“ Annar ferðafélaga Arngríms hafi stóran hluta ferðarinnar notast við skó sem skilja eftir spor sem minna gætu á ísbjörn. „Förin eftir hann voru bara eins og ísbjarnaför, það verður bara að segjast eins og er.“ Þá segir Arngrímur að heima hjá sér sé hann með uppstoppaðan ísbörn. Í morgun hafi hann ákveðið að mæla þófana á honum og segir þá vera tíu sentímetra breiða. Þá hafi hann séð myndir af meintum ísbjarnarsporum á Langjökli og sýndist þau vera miklu stærri en það. Leit lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar um Langjökul stóð yfir í um það bil einn og hálfan klukkutíma.Rax Mynd frá Langjökli, en enginn ísbjörn fannst þar.Rax Mögulegt að sporin séu eftir mann Kristján Ingi yfirlögregluþjónn segir vel mögulegt að fótsporinn sem orsökuðu leitina séu í raun eftir veiðimann, eða eftir annan sem hafi verið á jöklinum, þá helst á stórum ísbroddum. Síðan geti slík fótspor breytt um lögun þegar snjór bráðnar, og þá jafnvel líkst ísbjarnasporum.
Lögreglumál Dýr Bláskógabyggð Borgarbyggð Ísbirnir Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira