Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmála Gísli Rafn Ólafsson skrifar 8. nóvember 2023 10:00 Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi. Allt eru þetta myndir sem vekja upp tilfinningar hjá öllum þeim sem þær sjá. Tilfinningar eins og reiði, sorg, vonleysi og samkennd. Já, það er okkur manneskjum eðlislægt að finna til þegar brotið er á öðrum manneskjum. Við finnum til samkenndar. Samkenndin er tilfinning ólík mörgum öðrum, því að hún er afleiðing þess að við setjum okkur í spor annarra, þeirra sem við sjáum mynd af eða heyrum frásögn frá. Við finnum því næst sömu tilfinningar og ef þetta væri okkar barn eða okkar fjölskylda sem lægi þarna undir húsarústunum. Læknum, hjúkrunarfólki og öðrum sem horfa upp á erfiða hluti er oft sagt að það megi ekki tengjast skjólstæðingum of persónulegum böndum, því að það geti verið þeim of flókið að starfa í þeim erfiðu aðstæðum sem framundan geta verið. Á sama hátt er okkur stjórnmálamönnum sagt að hugsa ekki um einstaka mál heldur hag heildarinnar. Þetta er hins vegar kolröng nálgun. Það er akkúrat með því að tengjast einstaklingunum og virkja þar með samkenndina sem við fáum drifkraftinn og skilninginn á því hvað þarf að gera, hvað þarf að bæta og hvað þurfi að setja fókusinn á. Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmálanna, þá væru engin stríð, þá væri engin fátækt, því þá værum við löngu búin að nota þær sterku tilfinningar sem samkenndin vekur innanbrjósts hjá okkur til þess að bæta þann heim sem við lifum í. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi. Allt eru þetta myndir sem vekja upp tilfinningar hjá öllum þeim sem þær sjá. Tilfinningar eins og reiði, sorg, vonleysi og samkennd. Já, það er okkur manneskjum eðlislægt að finna til þegar brotið er á öðrum manneskjum. Við finnum til samkenndar. Samkenndin er tilfinning ólík mörgum öðrum, því að hún er afleiðing þess að við setjum okkur í spor annarra, þeirra sem við sjáum mynd af eða heyrum frásögn frá. Við finnum því næst sömu tilfinningar og ef þetta væri okkar barn eða okkar fjölskylda sem lægi þarna undir húsarústunum. Læknum, hjúkrunarfólki og öðrum sem horfa upp á erfiða hluti er oft sagt að það megi ekki tengjast skjólstæðingum of persónulegum böndum, því að það geti verið þeim of flókið að starfa í þeim erfiðu aðstæðum sem framundan geta verið. Á sama hátt er okkur stjórnmálamönnum sagt að hugsa ekki um einstaka mál heldur hag heildarinnar. Þetta er hins vegar kolröng nálgun. Það er akkúrat með því að tengjast einstaklingunum og virkja þar með samkenndina sem við fáum drifkraftinn og skilninginn á því hvað þarf að gera, hvað þarf að bæta og hvað þurfi að setja fókusinn á. Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmálanna, þá væru engin stríð, þá væri engin fátækt, því þá værum við löngu búin að nota þær sterku tilfinningar sem samkenndin vekur innanbrjósts hjá okkur til þess að bæta þann heim sem við lifum í. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar