Vill að hlutleysi sé forsenda ríkisstyrks fjölmiðla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 21:39 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Pírata beindi spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag, þá sérstaklega að þeim sem hafa gagnrýnt málefni borgarinnar. Sagði hún að sér þætti eðlileg forsenda að fjölmiðlar sýndu af sér hlutleysi til að hljóta styrk úr ríkissjóði. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Ræða Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata hefur vakið talsverða athygli. Dóra sagði umfjöllun fjölmiðla um málefni Reykjavíkurborgar oft ósanngjarna og ekki í takt við staðreyndir. „Sér í lagi af hendi þeirra fjölmiðla sem fylgja augljósri pólitískri stefnu sem snýr að því að sverta borgina, til að flytja ábyrgð á stjórn borgarinnar yfir í hendur Sjálfstæðisflokksins. Það er mjög, mjög miður, því það er raunar lýðræðislegt vandamál.“ Eðlileg forsenda að sýna af sér hlutleysi Því næst beindi Dóra orðum sínum að Morgunblaðinu. „Ég myndi vilja sjá fjölmiðla, sem fá yfir hundrað milljónir króna úr ríkissjóðskassanum og hæstan styrk við sinn rekstur af öllum einkareknum fjölmiðlum á Íslandi, sýna af sér faglegri og lýðræðislegri vinnubrögð,“ sagði Dóra. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur hf., fékk á dögunum rúmar hundrað milljónir frá ríkinu í fjölmiðlastyrk vegna rekstrarársins 2022. Þá sagðist hún telja eðlilegt að það væri einhverskonar forsenda að „sýna af sér hlutleysi og styðja við lýðræðishlutverk fjölmiðla til að fá fé úr ríkissjóði inn í sinn rekstur.“ „Morgunblaðið dirfðist lengi vel til dæmis til þess að vera með sérstakan undirglugga á forsíðu mbl.is um fjárhagslega erfiðleika Reykjavíkur. Það er varla hægt að hugsa sér grímulausa pólitíska stöðutöku. Finnst okkur þetta bara í lagi?“ „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann sagði Dóru hafa afhjúpað tvennt með ræðu sinni. „Í fyrsta lagi hvað ríkisstyrkur til fjölmiðla er hættulegt fyrirbæri,“ segir Friðjón. Þá segir hann Dóru afhjúpa það að hún vantreysti dómgreind almennings og skorti trú á lýðræðinu. „Í raun minna orð hennar á orð gömlu sósíalistanna austantjalds sem trúðu bara á „lýðræðið" á forsendum sósíalismans og almenningur ætti því bara að fá að kjósa á forsendum sósíalismans en ekki í frjálsum kosningum.“ Einn af þeim sem deildu færslu Friðjóns er Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn,“ skrifar hann. „Það á t.d. við um þá sem kalla opinberlega og án þess að blygðast sín eftir pólitískri ritskoðun yfirvalda á fjölmiðlum. Hvað mun Blaðamannafélagið segja við þessu? Ekkert. Það er of upptekið við að þrífa eftir síðustu gestina í Airbnb-íbúð félagsins.“ Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Píratar Rekstur hins opinbera Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Ræða Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata hefur vakið talsverða athygli. Dóra sagði umfjöllun fjölmiðla um málefni Reykjavíkurborgar oft ósanngjarna og ekki í takt við staðreyndir. „Sér í lagi af hendi þeirra fjölmiðla sem fylgja augljósri pólitískri stefnu sem snýr að því að sverta borgina, til að flytja ábyrgð á stjórn borgarinnar yfir í hendur Sjálfstæðisflokksins. Það er mjög, mjög miður, því það er raunar lýðræðislegt vandamál.“ Eðlileg forsenda að sýna af sér hlutleysi Því næst beindi Dóra orðum sínum að Morgunblaðinu. „Ég myndi vilja sjá fjölmiðla, sem fá yfir hundrað milljónir króna úr ríkissjóðskassanum og hæstan styrk við sinn rekstur af öllum einkareknum fjölmiðlum á Íslandi, sýna af sér faglegri og lýðræðislegri vinnubrögð,“ sagði Dóra. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur hf., fékk á dögunum rúmar hundrað milljónir frá ríkinu í fjölmiðlastyrk vegna rekstrarársins 2022. Þá sagðist hún telja eðlilegt að það væri einhverskonar forsenda að „sýna af sér hlutleysi og styðja við lýðræðishlutverk fjölmiðla til að fá fé úr ríkissjóði inn í sinn rekstur.“ „Morgunblaðið dirfðist lengi vel til dæmis til þess að vera með sérstakan undirglugga á forsíðu mbl.is um fjárhagslega erfiðleika Reykjavíkur. Það er varla hægt að hugsa sér grímulausa pólitíska stöðutöku. Finnst okkur þetta bara í lagi?“ „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann sagði Dóru hafa afhjúpað tvennt með ræðu sinni. „Í fyrsta lagi hvað ríkisstyrkur til fjölmiðla er hættulegt fyrirbæri,“ segir Friðjón. Þá segir hann Dóru afhjúpa það að hún vantreysti dómgreind almennings og skorti trú á lýðræðinu. „Í raun minna orð hennar á orð gömlu sósíalistanna austantjalds sem trúðu bara á „lýðræðið" á forsendum sósíalismans og almenningur ætti því bara að fá að kjósa á forsendum sósíalismans en ekki í frjálsum kosningum.“ Einn af þeim sem deildu færslu Friðjóns er Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn,“ skrifar hann. „Það á t.d. við um þá sem kalla opinberlega og án þess að blygðast sín eftir pólitískri ritskoðun yfirvalda á fjölmiðlum. Hvað mun Blaðamannafélagið segja við þessu? Ekkert. Það er of upptekið við að þrífa eftir síðustu gestina í Airbnb-íbúð félagsins.“ Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Píratar Rekstur hins opinbera Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira