Aur gefur út debetkort með endurgreiðslu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2023 10:23 Aur opnar bankaþjónustu í fyrsta sinn. Kvika Aur, sem er í eigu Kviku, hefur opnað nýja bankaþjónustu og fullyrðir bankinn að boðið sé upp á bestu kjörin á debetkortum. Debetkortin eru án allra gjalda og þau fyrstu með endurgreiðslu, að því er segir í tilkynningu frá Kviku. Neytendur njóta ávinningsins af lítilli yfirbyggingu og snjöllum tæknilausnum, segir forstjóri Kviku. Í tilkynningu frá Kviku segir að Aur muni bjóða upp á hagstæðustu debetkortareikninga sem völ er á. Reikningarnir eru með 4 prósent vöxtum sem greiddir eru mánaðarlega og engu stofngjaldi, árgjaldi né færslugjöldum. Þá fá korthafar Aurs 2,6 prósent endurgreiðslu af erlendum greiðslum og allt að 10 prósent endurgreiðslu þegar verslað er hjá Vinum Aurs. Endurgreiðslurnar eru í formi Klinks, vildarkróna Aurs, sem viðskiptavinir geta notað til að borga með á markaðstorgi Aurs, breytt í sparnað hjá Auði eða sent áfram á vini, að því er segir í tilkynningunni. „Síðustu misseri hefur verið unnið hörðum höndum að því að þróa nýja bankaþjónustu hjá Aur og nú kynnum við bestu mögulegu kjör á debetkortareikningum, auk þess sem viðskiptavinir fá borgað til baka fyrir að nota kortið,“ segir Sverrir Hreiðarsson, forstöðumaður fjártækni hjá Kviku. „Með tilkomu Auðar á sínum tíma breytti Kvika markaðnum fyrir sparnaðarreikninga og bauð allt að tvöfalt betri vexti en þekktust. Neytendur tóku þessari nýju þjónustu vel enda eru viðskiptavinir Auðar rúmlega 45 þúsund talsins. Nú er komið að því að breyta almennri bankaþjónustu, debetkortamarkaðnum – neytendum til hagsbóta. Erlend debetkortavelta er 114 milljarðar króna á ári og endurgreiðsluhlutfall Aurs jafngilti þremur milljörðum af þeirri upphæð.“ Notendur Aurs 125 þúsund talsins Fram kemur í tilkynningu Kviku að Aur hafi verið stofnað árið 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga með því einu að nota símanúmer. Notendur Aurs séu nú um 125 þúsund. „Markmið Kviku er að auka samkeppni í fjármálaþjónustu og einfalda fjármál viðskiptavina. Aur hefur verið leiðandi í fjártækni á Íslandi og með nýju bankaþjónustunni er enn eitt skrefið tekið á þeirri vegferð þar sem boðið verður upp á þjónustu sem hefur ekki verið áður í boði á íslenskum markaði. Lítil yfirbygging og vel útfærðar tæknilausnir gera okkur kleift að bjóða upp á betri kjör og snjallari nálgun en þekkist,“ segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Þá býður Aur meðal annars upp á kreditkort með 0,5 prósent endurgreiðslu af allri verslun. Þar er einnig vildarkerfið Klink, Klíkan sem heldur utan um kostnað og uppgjör sameiginlegra útgjalda vina og hópa, 5x greiðsludreifingu þar sem hægt er að dreifa kortafærslum, vörukaupum eða ógreiddum reikningum í fimm greiðslur og þrenns kongar tryggingar svo fátt eitt sé nefnt. Kvika banki Íslenskir bankar Fjártækni Neytendur Greiðslumiðlun Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Í tilkynningu frá Kviku segir að Aur muni bjóða upp á hagstæðustu debetkortareikninga sem völ er á. Reikningarnir eru með 4 prósent vöxtum sem greiddir eru mánaðarlega og engu stofngjaldi, árgjaldi né færslugjöldum. Þá fá korthafar Aurs 2,6 prósent endurgreiðslu af erlendum greiðslum og allt að 10 prósent endurgreiðslu þegar verslað er hjá Vinum Aurs. Endurgreiðslurnar eru í formi Klinks, vildarkróna Aurs, sem viðskiptavinir geta notað til að borga með á markaðstorgi Aurs, breytt í sparnað hjá Auði eða sent áfram á vini, að því er segir í tilkynningunni. „Síðustu misseri hefur verið unnið hörðum höndum að því að þróa nýja bankaþjónustu hjá Aur og nú kynnum við bestu mögulegu kjör á debetkortareikningum, auk þess sem viðskiptavinir fá borgað til baka fyrir að nota kortið,“ segir Sverrir Hreiðarsson, forstöðumaður fjártækni hjá Kviku. „Með tilkomu Auðar á sínum tíma breytti Kvika markaðnum fyrir sparnaðarreikninga og bauð allt að tvöfalt betri vexti en þekktust. Neytendur tóku þessari nýju þjónustu vel enda eru viðskiptavinir Auðar rúmlega 45 þúsund talsins. Nú er komið að því að breyta almennri bankaþjónustu, debetkortamarkaðnum – neytendum til hagsbóta. Erlend debetkortavelta er 114 milljarðar króna á ári og endurgreiðsluhlutfall Aurs jafngilti þremur milljörðum af þeirri upphæð.“ Notendur Aurs 125 þúsund talsins Fram kemur í tilkynningu Kviku að Aur hafi verið stofnað árið 2015 sem einföld leið til að millifæra peninga með því einu að nota símanúmer. Notendur Aurs séu nú um 125 þúsund. „Markmið Kviku er að auka samkeppni í fjármálaþjónustu og einfalda fjármál viðskiptavina. Aur hefur verið leiðandi í fjártækni á Íslandi og með nýju bankaþjónustunni er enn eitt skrefið tekið á þeirri vegferð þar sem boðið verður upp á þjónustu sem hefur ekki verið áður í boði á íslenskum markaði. Lítil yfirbygging og vel útfærðar tæknilausnir gera okkur kleift að bjóða upp á betri kjör og snjallari nálgun en þekkist,“ segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Þá býður Aur meðal annars upp á kreditkort með 0,5 prósent endurgreiðslu af allri verslun. Þar er einnig vildarkerfið Klink, Klíkan sem heldur utan um kostnað og uppgjör sameiginlegra útgjalda vina og hópa, 5x greiðsludreifingu þar sem hægt er að dreifa kortafærslum, vörukaupum eða ógreiddum reikningum í fimm greiðslur og þrenns kongar tryggingar svo fátt eitt sé nefnt.
Kvika banki Íslenskir bankar Fjártækni Neytendur Greiðslumiðlun Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira