Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 20:46 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fyrirtækið hefur hætt ferðum í Bláa lónið í bili. Vísir/Arnar/Egill. Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. Starfsfólki kynnisferða barst tölvupóstur í dag þar sem tilkynnt var að frá og með morgundeginum muni Kynnisferðir ekki keyra í Bláa lónið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á Reykjanesi. Í samtali við fréttastofu segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að staðan verði endurmetin eftir þrjá daga. „Það hafa auðvitað miklar upplýsingar komið fram síðustu daga varðandi stöðuna, og með heildarhagsmuni okkar að leiðarljósi mátum við það sem svo að setja þetta á hold í bili.“ Björn segir ákvörðunina ekki tekna vegna afbókanna. Eftirspurnin væri næg eftir ferðum í lónið. „Við töldum að þetta væri skynsamleg ákvörðun eins og staðan er núna. Eins og allir, erum við að reyna átta okkur á því sem vísindamenn eru að segja og hvaða hraði er á þessu. Við leggjum mikið upp úr öryggi starfsmanna og viðskiptavina og ákváðum út frá okkar hagsmunum sem fyrirtæki að taka þessa ákvörðun í dag.“ Ferðamenn almennt ekki meðvitaðir um stöðuna Aðspurður segir Björn ekki telja að ferðamenn séu almennt mjög meðvitaðir um stöðuna. Flestir sem koma til Íslands séu að koma í fyrsta sinn og þekki ekki til jarðhræringa. „Á föstudaginn settum við inn almenna tilkynningu til viðskiptavina á heimasíðuna okkar. Flestir vita af þeim eldgosum sem hafa verið en ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvað er á gangi akkúrat þarna og að það sé óvissustig, eða hvað það þá þýðir,“ segir Björn. Þá sé mörgum spurningum ósvarað. „Hvað gerist þetta hratt? Vísindamenn eru að ræða um nokkra klukkutíma, eru það tveir eða tuttugu? Það hefur komið fram að þetta sé þynnri kvika sem getur runnið hraðar. Við erum að kalla eftir og reyna fá betri upplýsingar frá Almannavörnum, en okkur fannst miðað við stöðuna að það væri réttast ýta á pásu.“ Við erum ekki búin að taka ákvörðun lengra en næstu þrjá daga. Þá verður staðan endurmetin. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Starfsfólki kynnisferða barst tölvupóstur í dag þar sem tilkynnt var að frá og með morgundeginum muni Kynnisferðir ekki keyra í Bláa lónið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á Reykjanesi. Í samtali við fréttastofu segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að staðan verði endurmetin eftir þrjá daga. „Það hafa auðvitað miklar upplýsingar komið fram síðustu daga varðandi stöðuna, og með heildarhagsmuni okkar að leiðarljósi mátum við það sem svo að setja þetta á hold í bili.“ Björn segir ákvörðunina ekki tekna vegna afbókanna. Eftirspurnin væri næg eftir ferðum í lónið. „Við töldum að þetta væri skynsamleg ákvörðun eins og staðan er núna. Eins og allir, erum við að reyna átta okkur á því sem vísindamenn eru að segja og hvaða hraði er á þessu. Við leggjum mikið upp úr öryggi starfsmanna og viðskiptavina og ákváðum út frá okkar hagsmunum sem fyrirtæki að taka þessa ákvörðun í dag.“ Ferðamenn almennt ekki meðvitaðir um stöðuna Aðspurður segir Björn ekki telja að ferðamenn séu almennt mjög meðvitaðir um stöðuna. Flestir sem koma til Íslands séu að koma í fyrsta sinn og þekki ekki til jarðhræringa. „Á föstudaginn settum við inn almenna tilkynningu til viðskiptavina á heimasíðuna okkar. Flestir vita af þeim eldgosum sem hafa verið en ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvað er á gangi akkúrat þarna og að það sé óvissustig, eða hvað það þá þýðir,“ segir Björn. Þá sé mörgum spurningum ósvarað. „Hvað gerist þetta hratt? Vísindamenn eru að ræða um nokkra klukkutíma, eru það tveir eða tuttugu? Það hefur komið fram að þetta sé þynnri kvika sem getur runnið hraðar. Við erum að kalla eftir og reyna fá betri upplýsingar frá Almannavörnum, en okkur fannst miðað við stöðuna að það væri réttast ýta á pásu.“ Við erum ekki búin að taka ákvörðun lengra en næstu þrjá daga. Þá verður staðan endurmetin.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11