Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2023 10:18 Drengurinn varð átta ára þann 9. janúar síðastliðinn. Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, grunnskóla drengsins, að minningarathöfn hafi verið haldin í veislusal Hauka á Ásvöllum í gær. Þangað voru allir boðnir velkomnir til að minnast Ibrahims með hans nánustu. Ibrahim æfði fótbolta með Haukum. Jarðarför Ibrahims fór fram á föstudaginn í Gufuneskirkjugarði að því er fram kemur á vefsíðu Menningarseturs múslima á Íslandi. Sama dag var birt tilkynning þess efnis á íslensku og ensku á samfélagsmiðlum. Tilkynning vegna andláts Ibrahims. „Ibrahim Shah Uz-Zaman hvílir nú í friði hér á jörðu. Hann var umvafinn fjölskyldu og ástvinum í dag, 3. nóvember. Hann heldur þó áfram að lifa í hjörtum okkar allra. Litar tilveruna með eftirminnilega brosinu sínu og dreifir ást, kærleika og fótboltatrixum upp í himnaríki.“ Í minningarorðum um Ibrahim á samfélagsmiðlum hefur komið fram að drengurinn var einstaklega góðhjartaður, brosmildur og hjálpsamur. Fyrstur til að rétta þeim hjálparhönd sem þurftu á að halda. Bænastund og samverustund fóru fram í Ástjarnarkirkju á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku vegna slyssins. Slysið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa adraganda slyssins til rannsóknar. Drengurinn var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu en lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Fram kom í máli lögreglu í síðustu viku að breytingar yrðu gerðar varðandi umferð gangandi og hjólandi inn að Vallarhverfinu við slysstaðinn. Girðingar yrðu settar upp og nýr stígur malbikaður fjarri vinnusvæðinu. Umræddri götu yrði lokað fyrir almennri umferð við vinnusvæðið. Samgönguslys Hafnarfjörður Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Engin vitni að banaslysinu í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 1. nóvember 2023 16:14 „Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1. nóvember 2023 11:53 Opin samverustund vegna banaslyssins Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær. 31. október 2023 22:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, grunnskóla drengsins, að minningarathöfn hafi verið haldin í veislusal Hauka á Ásvöllum í gær. Þangað voru allir boðnir velkomnir til að minnast Ibrahims með hans nánustu. Ibrahim æfði fótbolta með Haukum. Jarðarför Ibrahims fór fram á föstudaginn í Gufuneskirkjugarði að því er fram kemur á vefsíðu Menningarseturs múslima á Íslandi. Sama dag var birt tilkynning þess efnis á íslensku og ensku á samfélagsmiðlum. Tilkynning vegna andláts Ibrahims. „Ibrahim Shah Uz-Zaman hvílir nú í friði hér á jörðu. Hann var umvafinn fjölskyldu og ástvinum í dag, 3. nóvember. Hann heldur þó áfram að lifa í hjörtum okkar allra. Litar tilveruna með eftirminnilega brosinu sínu og dreifir ást, kærleika og fótboltatrixum upp í himnaríki.“ Í minningarorðum um Ibrahim á samfélagsmiðlum hefur komið fram að drengurinn var einstaklega góðhjartaður, brosmildur og hjálpsamur. Fyrstur til að rétta þeim hjálparhönd sem þurftu á að halda. Bænastund og samverustund fóru fram í Ástjarnarkirkju á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku vegna slyssins. Slysið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa adraganda slyssins til rannsóknar. Drengurinn var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu en lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem gerðist. Fram kom í máli lögreglu í síðustu viku að breytingar yrðu gerðar varðandi umferð gangandi og hjólandi inn að Vallarhverfinu við slysstaðinn. Girðingar yrðu settar upp og nýr stígur malbikaður fjarri vinnusvæðinu. Umræddri götu yrði lokað fyrir almennri umferð við vinnusvæðið.
Samgönguslys Hafnarfjörður Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Engin vitni að banaslysinu í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 1. nóvember 2023 16:14 „Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1. nóvember 2023 11:53 Opin samverustund vegna banaslyssins Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær. 31. október 2023 22:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Engin vitni að banaslysinu í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 1. nóvember 2023 16:14
„Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1. nóvember 2023 11:53
Opin samverustund vegna banaslyssins Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær. 31. október 2023 22:40