Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2023 07:20 Trump virðist í sókn en ár í kosningar, sem er langur tími í pólitík. epa/Peter Foley Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. Niðurstöðurnar sýna að Biden er fjórum til tíu prósentustigum á eftir Trump í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada og Pennsylvaníu. Biden hefur tveggja stiga forskot á Trump í Wisconsin. Ástæðurnar eru meðal annars aldur Biden og aðgerðir hans í efnahagsmálum, jafnvel þótt Trump sé litlu yngri og staða efnahagsmála þykir almennt betri en menn höfðu óttast. Kjósendur virðast telja ákvarðanir Biden hafa komið niður á þeim persónulega. Þá virðist Biden hafa tapað stuðningi meðal yngra fólks, svartra og fólks af rómönskum uppruna. Trump nýtur nú stuðnings um 20 prósent svartra í fyrrnefndum ríkjum, sem er fordæmalaust fyrir frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru bæði Biden og Trump afar óvinsælir meðal kjósenda en þeir virðast þó heldur á því að refsa sitjandi forseta, sem þeir segja hafa beint Bandaríkjunum á ranga braut. Dómsmálin sem Trump er nú flæktur í virðast ekki hafa komið niður á stuðningi við hann eða trú fólks á honum en mun fleiri sögðust treysta Trump í efnahagsmálum en Biden, óháð kyni, menntun og tekjum. Jafnvel þótt Biden hafi ár til að rétta úr kútnum benda niðurstöðurnar til þess að hann muni eiga við ramman reip að draga, þar sem tvöfalt fleiri segja efnahagsmálin mun ráða atkvæði sínu frekar en málefni á borð við þungunarrof eða skotvopnalög. Sjá má niðurstöður skoðanakönnunarinnar á forsíðu New York Times. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Niðurstöðurnar sýna að Biden er fjórum til tíu prósentustigum á eftir Trump í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada og Pennsylvaníu. Biden hefur tveggja stiga forskot á Trump í Wisconsin. Ástæðurnar eru meðal annars aldur Biden og aðgerðir hans í efnahagsmálum, jafnvel þótt Trump sé litlu yngri og staða efnahagsmála þykir almennt betri en menn höfðu óttast. Kjósendur virðast telja ákvarðanir Biden hafa komið niður á þeim persónulega. Þá virðist Biden hafa tapað stuðningi meðal yngra fólks, svartra og fólks af rómönskum uppruna. Trump nýtur nú stuðnings um 20 prósent svartra í fyrrnefndum ríkjum, sem er fordæmalaust fyrir frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru bæði Biden og Trump afar óvinsælir meðal kjósenda en þeir virðast þó heldur á því að refsa sitjandi forseta, sem þeir segja hafa beint Bandaríkjunum á ranga braut. Dómsmálin sem Trump er nú flæktur í virðast ekki hafa komið niður á stuðningi við hann eða trú fólks á honum en mun fleiri sögðust treysta Trump í efnahagsmálum en Biden, óháð kyni, menntun og tekjum. Jafnvel þótt Biden hafi ár til að rétta úr kútnum benda niðurstöðurnar til þess að hann muni eiga við ramman reip að draga, þar sem tvöfalt fleiri segja efnahagsmálin mun ráða atkvæði sínu frekar en málefni á borð við þungunarrof eða skotvopnalög. Sjá má niðurstöður skoðanakönnunarinnar á forsíðu New York Times.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna