Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. nóvember 2023 12:01 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. Skjálftavirkni jókst á ný upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni, eftir að dregið hafði úr virkninni í gær. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan sex í morgun og fannst hann vel í byggð.Frá miðnætti hafa 940 skjálftar mælst samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn en engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að geri megi ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu. Ferðafólk sé upplýst Rætt var ferðamenn sem voru nýkomnir upp úr lóninu í kvöldfréttum okkar í gær sem virtust ekki vel upplýstir. Fæstir sögðust hafa fengið upplýsingar um jarðhræringar við komuna í lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir að frá upphafi jarðhræringa hafi mikil áhersla verið lögð á að upplýsa gesti um stöðuna. „Í framhaldi af ykkar fréttaflutningi í gær þá auðvitað könnuðum við stöðuna sérstaklega,“ segir Helga og bætir við að það hafi komið gríðarlega á óvart að ferðamenn væru ekki allir upplýstir. „Því miður var ljóst að í einhverjum tilfellum í gær virðist hafa láðst að upplýsa um stöðuna en í framhaldinu erum við búin að ítreka mikilvægi þess að upplýsa alla og fara yfir alla verkferla með okkar fólki,“ segir hún jafnframt. Aðspurð hvort ferðamenn hafi snúið við eftir að hafa fengið upplýsingar segist Helga ekki hafa orðið vör við það. „Að mér vitandi hefur enginn snúið til baka og upplifunin er sú að gestum þykir mjög vænt um að fá upplýsingarnar á sama tíma og þeir sýna stöðunni skilning.“ Almannavarnir hafi ekki breytt viðbúnaðarstiginu frá því að jarðhræringarnar hófust. Helga sagði við fréttastofu í gær að ekki stæði til að loka lóninu að svo stöddu. „Ef að til kæmi að þeir myndu hækka viðbúnaðarstigið og þá mögulega lögreglustjórinn á Suðurnesjum fara fram á rýmingu þá að sjálfsögðu myndum við bregðast við því,“ segir Helga. Fyglst sé grannt með stöðu mála og lónið fylgi fyrirmælum yfirvalda í einu og öllu. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Tengdar fréttir Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56 Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Skjálftavirkni jókst á ný upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni, eftir að dregið hafði úr virkninni í gær. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan sex í morgun og fannst hann vel í byggð.Frá miðnætti hafa 940 skjálftar mælst samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn en engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að geri megi ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu. Ferðafólk sé upplýst Rætt var ferðamenn sem voru nýkomnir upp úr lóninu í kvöldfréttum okkar í gær sem virtust ekki vel upplýstir. Fæstir sögðust hafa fengið upplýsingar um jarðhræringar við komuna í lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir að frá upphafi jarðhræringa hafi mikil áhersla verið lögð á að upplýsa gesti um stöðuna. „Í framhaldi af ykkar fréttaflutningi í gær þá auðvitað könnuðum við stöðuna sérstaklega,“ segir Helga og bætir við að það hafi komið gríðarlega á óvart að ferðamenn væru ekki allir upplýstir. „Því miður var ljóst að í einhverjum tilfellum í gær virðist hafa láðst að upplýsa um stöðuna en í framhaldinu erum við búin að ítreka mikilvægi þess að upplýsa alla og fara yfir alla verkferla með okkar fólki,“ segir hún jafnframt. Aðspurð hvort ferðamenn hafi snúið við eftir að hafa fengið upplýsingar segist Helga ekki hafa orðið vör við það. „Að mér vitandi hefur enginn snúið til baka og upplifunin er sú að gestum þykir mjög vænt um að fá upplýsingarnar á sama tíma og þeir sýna stöðunni skilning.“ Almannavarnir hafi ekki breytt viðbúnaðarstiginu frá því að jarðhræringarnar hófust. Helga sagði við fréttastofu í gær að ekki stæði til að loka lóninu að svo stöddu. „Ef að til kæmi að þeir myndu hækka viðbúnaðarstigið og þá mögulega lögreglustjórinn á Suðurnesjum fara fram á rýmingu þá að sjálfsögðu myndum við bregðast við því,“ segir Helga. Fyglst sé grannt með stöðu mála og lónið fylgi fyrirmælum yfirvalda í einu og öllu.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Tengdar fréttir Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56 Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 4. nóvember 2023 14:56
Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. 1. nóvember 2023 22:00