Furðar sig á ákvörðun Seðlabankans Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2023 17:49 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Orri Hauksson forstjóri Símans furðar sig á ákvörðun fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sem sektaði félagið um 76,5 milljónir króna í vikunni. Hann segir félagið hafa birt allar upplýsingar sem beri að birta samkvæmt lögum. Síminn ætlar að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Greint var frá sektinni í tilkynningu til Kauphallar í gær. Samkvæmt ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar þykir Síminn ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða tekið ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. „Þeir vildu meina að við hefðum ekki birt eitthvað sem við áttum að birta sem við erum algjörlega ósammála, vegna þess að við sögðum markaðinum frá því sem við vorum að gera þegar við vissum það. Þannig að þegar við tilkynntum 31. ágúst 2021 að við værum að fara í viðræður við valda aðila þá var það nákvæmlega það sem við vissum. Síðan hófust þær viðræður og var ekkert að frétta með það fyrr en við tilkynntum um það að einn aðili hefði óskað eftir einkaviðræðum sem við fórum í. Og þá tilkynntum við það,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að markaðurinn hafi verið með á nótunum. Hefði Síminn tekið ákvörðun um að birta frekari upplýsingar hefði það verið afvegaleiðandi. „Við birtum allt sem við vissum og það sem gerist síðan. Við gátum ekki vitað hvað myndi gerast síðan, þannig að í ljósi atburða sem síðar gerðust er verið að sekta okkur fyrir að hafa ekki sagt það fyrir fram. Við sögðum frá öllu sem vitað var á þeirri stundu sem það var vitað. Við gátum ekki afturvirkt sagt eitthvað fyrir fram sem var ekki vitað þá, eins og okkur finnst þessi ákvörðun byggjast á,“ segir Orri og furðar sig á ákvörðuninni. Félagið ætlar að leita á náðir dómstóla: „Þetta er auðvitað lögfræðilega röng ákvörðum, finnst okkur, en við treystum á að réttarkerfið taki lögfræðilega rétta ákvörðun. Við erum náttúrulega að kæra vegna þess að við teljum ákvörðunina lögfræðilega ranga. Og af þeirri trú leiðir að við teljum að það muni ganga vel,“ segir Orri að lokum. Fjármálamarkaðir Salan á Mílu Síminn Seðlabankinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Greint var frá sektinni í tilkynningu til Kauphallar í gær. Samkvæmt ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar þykir Síminn ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða tekið ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. „Þeir vildu meina að við hefðum ekki birt eitthvað sem við áttum að birta sem við erum algjörlega ósammála, vegna þess að við sögðum markaðinum frá því sem við vorum að gera þegar við vissum það. Þannig að þegar við tilkynntum 31. ágúst 2021 að við værum að fara í viðræður við valda aðila þá var það nákvæmlega það sem við vissum. Síðan hófust þær viðræður og var ekkert að frétta með það fyrr en við tilkynntum um það að einn aðili hefði óskað eftir einkaviðræðum sem við fórum í. Og þá tilkynntum við það,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að markaðurinn hafi verið með á nótunum. Hefði Síminn tekið ákvörðun um að birta frekari upplýsingar hefði það verið afvegaleiðandi. „Við birtum allt sem við vissum og það sem gerist síðan. Við gátum ekki vitað hvað myndi gerast síðan, þannig að í ljósi atburða sem síðar gerðust er verið að sekta okkur fyrir að hafa ekki sagt það fyrir fram. Við sögðum frá öllu sem vitað var á þeirri stundu sem það var vitað. Við gátum ekki afturvirkt sagt eitthvað fyrir fram sem var ekki vitað þá, eins og okkur finnst þessi ákvörðun byggjast á,“ segir Orri og furðar sig á ákvörðuninni. Félagið ætlar að leita á náðir dómstóla: „Þetta er auðvitað lögfræðilega röng ákvörðum, finnst okkur, en við treystum á að réttarkerfið taki lögfræðilega rétta ákvörðun. Við erum náttúrulega að kæra vegna þess að við teljum ákvörðunina lögfræðilega ranga. Og af þeirri trú leiðir að við teljum að það muni ganga vel,“ segir Orri að lokum.
Fjármálamarkaðir Salan á Mílu Síminn Seðlabankinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira