Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 14:56 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. Óvissustig Almannavarna á Reykjanesskaga tók gildi fyrir rúmri viku. Jarðhræringar hafa meðal annars mælst á Svartsengi, sem er skammt frá Bláa lóninu. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur birti í gær skoðunargrein á Vísi þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka Bláa lóninu vegna jarðhræringanna. Hann vekur athygli á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hófust án viðvörunar um að gos væri við það að hefjast. „Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020,“ segir í greininni. „Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir,“ segir jafnframt í greininni, sem nálgast má hér. Fylgja mati sérfræðinga Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir forsvarsmenn lónsins í nánu samstarfi með sérfræðingum og að ráðleggingum þeirra sé fylgt í einu og öllu. „Við fylgjum mati sérfræðinga, sem eru Almannavarnir og sérfræðingarnir hjá Veðurstofunni.“ Hún segir að síðan óvissustig var sett hafa forsvarsmenn Bláa lónsins verið í þéttu og góðu samtali við Almannavarnir og staðan sé metin daglega. „Ef að til rýmingar ætti að koma þá er það samkvæmt mati Almannavarna, og samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra,“ segir Helga. Hún ítrekar að Bláa lónið fylgi alfarið ráðleggingum sérfræðinga Veðurstofunnar og Almannavarna. Ef til þess kæmi að hættustig Almannavarna yrði tekið í gildi þá væri það lögreglustjórans að ákveða hvort þörf sé á rýmingu. Bláa lónið Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Óvissustig Almannavarna á Reykjanesskaga tók gildi fyrir rúmri viku. Jarðhræringar hafa meðal annars mælst á Svartsengi, sem er skammt frá Bláa lóninu. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur birti í gær skoðunargrein á Vísi þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka Bláa lóninu vegna jarðhræringanna. Hann vekur athygli á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hófust án viðvörunar um að gos væri við það að hefjast. „Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020,“ segir í greininni. „Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir,“ segir jafnframt í greininni, sem nálgast má hér. Fylgja mati sérfræðinga Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir forsvarsmenn lónsins í nánu samstarfi með sérfræðingum og að ráðleggingum þeirra sé fylgt í einu og öllu. „Við fylgjum mati sérfræðinga, sem eru Almannavarnir og sérfræðingarnir hjá Veðurstofunni.“ Hún segir að síðan óvissustig var sett hafa forsvarsmenn Bláa lónsins verið í þéttu og góðu samtali við Almannavarnir og staðan sé metin daglega. „Ef að til rýmingar ætti að koma þá er það samkvæmt mati Almannavarna, og samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra,“ segir Helga. Hún ítrekar að Bláa lónið fylgi alfarið ráðleggingum sérfræðinga Veðurstofunnar og Almannavarna. Ef til þess kæmi að hættustig Almannavarna yrði tekið í gildi þá væri það lögreglustjórans að ákveða hvort þörf sé á rýmingu.
Bláa lónið Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira