Pablo um samninginn hjá KR á sínum tíma: „Ég hló, stóð upp og fór“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2023 23:00 Pablo Punyed kann vel við sig í Víkinni og sér ekki eftir að hafa farið þangað. Vísir/Hulda Margrét Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur í hlaðvarpinu Gula Spjaldið. Þar fór hann yfir brotthvarf sitt frá KR árið 2020 en honum stóð til boða að vera áfram í Vesturbænum fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann var á. Pablo gekk í raðir Víkings frá KR árið 2020 og segja má að þau vistaskipti hafi reynst Víkingum og Pablo einstaklega vel enda liðið tvívegis orðið Íslandsmeistari síðan þá og bikarmeistari þrívegis. Pablo gaf til kynna á sínum tíma að hann hefði farið frá KR þar sem félagið hefði verið í fjárhagsvandræðum. Hann hamraði þann punkt virkilega inn í Gula spjaldinu. AI - Raggi Sig - Ragnar Bragi og sérstakur heiðursgestur Pablo Punyed.Alvöru yfirheyrsla á raðsigurvegarann frá El Salvador og Pétur Bjarnason á leiðinni til Vestra.https://t.co/GCJHspr79X— Gula Spjaldið (@gulaspjaldid) November 1, 2023 „Það tók ný stjórn við hjá KR rétt fyrir kórónuveirufaraldurinn, sama stjórn og er núna. Þeir breyttu öllu og hafa strögglað hingað til. Stjórnin bauð mér samning þegar hann var að renna út, buðu mér fimmtán prósent af þeim launum sem ég var að þéna,“ sagði miðjumaðurinn knái og hélt áfram. „Þarna var ég búinn að taka á mig 65 prósent launalækkun út af Covid-19. Hélt – því ég var búinn að hjálpa félaginu – að það myndi reyna að hjálpa mér líka. Stjórnin bauð mér 15 prósent af því sem ég var með. Ég hló, stóð upp og fór. Þeir voru með Excel-skjal með minni tölfræði og fannst ég vera þetta mikils metinn,“ bætti hann við. Pablo sagðist hafa talað við Rúnar Kristinsson, þáverandi þjálfara, sem sagði einfaldlega að þetta væri ekki í hans höndum. Pablo þekkti til Arnars Gunnlaugssonar þar sem konur þeirra eru æskuvinkonur. Það var því aldrei spurning að semja við Víkinga og sér Pablo ekki eftir því í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Pablo gekk í raðir Víkings frá KR árið 2020 og segja má að þau vistaskipti hafi reynst Víkingum og Pablo einstaklega vel enda liðið tvívegis orðið Íslandsmeistari síðan þá og bikarmeistari þrívegis. Pablo gaf til kynna á sínum tíma að hann hefði farið frá KR þar sem félagið hefði verið í fjárhagsvandræðum. Hann hamraði þann punkt virkilega inn í Gula spjaldinu. AI - Raggi Sig - Ragnar Bragi og sérstakur heiðursgestur Pablo Punyed.Alvöru yfirheyrsla á raðsigurvegarann frá El Salvador og Pétur Bjarnason á leiðinni til Vestra.https://t.co/GCJHspr79X— Gula Spjaldið (@gulaspjaldid) November 1, 2023 „Það tók ný stjórn við hjá KR rétt fyrir kórónuveirufaraldurinn, sama stjórn og er núna. Þeir breyttu öllu og hafa strögglað hingað til. Stjórnin bauð mér samning þegar hann var að renna út, buðu mér fimmtán prósent af þeim launum sem ég var að þéna,“ sagði miðjumaðurinn knái og hélt áfram. „Þarna var ég búinn að taka á mig 65 prósent launalækkun út af Covid-19. Hélt – því ég var búinn að hjálpa félaginu – að það myndi reyna að hjálpa mér líka. Stjórnin bauð mér 15 prósent af því sem ég var með. Ég hló, stóð upp og fór. Þeir voru með Excel-skjal með minni tölfræði og fannst ég vera þetta mikils metinn,“ bætti hann við. Pablo sagðist hafa talað við Rúnar Kristinsson, þáverandi þjálfara, sem sagði einfaldlega að þetta væri ekki í hans höndum. Pablo þekkti til Arnars Gunnlaugssonar þar sem konur þeirra eru æskuvinkonur. Það var því aldrei spurning að semja við Víkinga og sér Pablo ekki eftir því í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira