Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2023 13:49 Rúða brotnaði í nærliggjandi fjölbýlishúsi við byssuskot sem fór í rúðuna. Vísir/Berghildur Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. Lögregla leitar nú logandi ljósi að fólki sem tengist skotárásinni, þar á meðal þeim sem hæfði mann og slasaði alvarlega. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukið viðbragð hjá lögreglu til að tryggja öryggi almennings á höfðuborgarsvæðinu. Nokkrum byssuskotum var hleypt af á fimmta tímanum í nótt og voru lætin svo mikil að börn vöknuðu og voru skelkuð. Eitt skotið hafnaði í rúðu á íbúð fólks í nálægu íbúðahúsi. Búið er að setja plötu í stað rúðunnar sem brotnaði. Íbúarnir þar tengjast málinu ekki með neinum hætti. Þar býr margra barna fjölskylda. Hér má sjá blóðslettur í anddyrinu.vísir/berghildur Sá sem slasaðist var fluttur á Landspítalann. Hann er ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Flestar íbúðirnar í fjölbýlishúsinu við Silfratjörn 2 eru í eigu Félagsbústaða og íbúðafélagsins Bjargs. Umrædd íbúð er í eigu Félagsbústaða. Taldi barn sitt hafa fengið martröð Íbúi í húsinu hefur orðið var við mikið partýstand og óreglu í íbúð á 3. hæð hússins. Hann vildi ekki koma fram undir nafni til að gæta öryggis síns og barna. Hann telur að þar sé ungt fólk, allt niður í sautján til átján ára, á ferðinni. Dóttir hans vaknaði við byssuhvellinn í nótt og hefur fjölskyldan áhyggjur af öryggi sínu eftir atburði næturinnar. Sömu sögu er að segja af móður í húsinu sem fréttastofa ræddi við í morgun. Barn hennar vaknaði við lætin í nótt og vakti foreldra sína. Lýsingar barnsins voru þannig að foreldrarnir héldu í fyrstu að barnið hefði vaknað sökum martraðar. Rannsóknin er sögð á frumstigi og því ekki með öllu ljóst hvað hafi búið að baki árásinni. Grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Grímur segir ekki mikla áhættu fyrir almenning vegna þess að átökin tengist útistöðum tveggja hópa. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Lögregla horfir til tímans frá því á miðnætti í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Lögreglan þiggur allar ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. Fram kom í tölvupósti til starfsfólks Dalskóla í hverfinu í morgun að mörg börn hefðu vaknað upp við skothvell og séð sjúkrabíla, lögreglubíla og blóð á vettvangi. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að íbúðin væri í eigu Bjargs, ekki Félagsbústaða. Reykjavík Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42 Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Sjá meira
Lögregla leitar nú logandi ljósi að fólki sem tengist skotárásinni, þar á meðal þeim sem hæfði mann og slasaði alvarlega. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukið viðbragð hjá lögreglu til að tryggja öryggi almennings á höfðuborgarsvæðinu. Nokkrum byssuskotum var hleypt af á fimmta tímanum í nótt og voru lætin svo mikil að börn vöknuðu og voru skelkuð. Eitt skotið hafnaði í rúðu á íbúð fólks í nálægu íbúðahúsi. Búið er að setja plötu í stað rúðunnar sem brotnaði. Íbúarnir þar tengjast málinu ekki með neinum hætti. Þar býr margra barna fjölskylda. Hér má sjá blóðslettur í anddyrinu.vísir/berghildur Sá sem slasaðist var fluttur á Landspítalann. Hann er ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Flestar íbúðirnar í fjölbýlishúsinu við Silfratjörn 2 eru í eigu Félagsbústaða og íbúðafélagsins Bjargs. Umrædd íbúð er í eigu Félagsbústaða. Taldi barn sitt hafa fengið martröð Íbúi í húsinu hefur orðið var við mikið partýstand og óreglu í íbúð á 3. hæð hússins. Hann vildi ekki koma fram undir nafni til að gæta öryggis síns og barna. Hann telur að þar sé ungt fólk, allt niður í sautján til átján ára, á ferðinni. Dóttir hans vaknaði við byssuhvellinn í nótt og hefur fjölskyldan áhyggjur af öryggi sínu eftir atburði næturinnar. Sömu sögu er að segja af móður í húsinu sem fréttastofa ræddi við í morgun. Barn hennar vaknaði við lætin í nótt og vakti foreldra sína. Lýsingar barnsins voru þannig að foreldrarnir héldu í fyrstu að barnið hefði vaknað sökum martraðar. Rannsóknin er sögð á frumstigi og því ekki með öllu ljóst hvað hafi búið að baki árásinni. Grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Grímur segir ekki mikla áhættu fyrir almenning vegna þess að átökin tengist útistöðum tveggja hópa. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Lögregla horfir til tímans frá því á miðnætti í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Lögreglan þiggur allar ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. Fram kom í tölvupósti til starfsfólks Dalskóla í hverfinu í morgun að mörg börn hefðu vaknað upp við skothvell og séð sjúkrabíla, lögreglubíla og blóð á vettvangi. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að íbúðin væri í eigu Bjargs, ekki Félagsbústaða.
Reykjavík Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42 Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Sjá meira
Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31
Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42
Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28