Að stjórna eða ekki? Indriði Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Í aðdraganda kosninga förum við stjórnmálafólkið jafnan í sparifötin (bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega) enda allt lagt í sölurnar til að vinna hylli kjósenda - það er jú forsenda þess að komast til valda. Covid kosningar Síðustu kosningar fóru fram í nokkuð sérstöku umhverfi. Frambjóðendur fóru misvíða, almennt baðaðir í spritti og stundum huldir grímum, sem kann að skjóta skökku við þegar hugmyndin er að kynna sig. Því stjórnuðu sérfræðingar en ekki stjórnmálafólk. Sérfræðingar sem stjórnuðu á þeim forsendum að það þyrfti að hefta útbreiðslu á Covid-19 en í því ljósi voru takmarkanir almennt samfélagslega samþykktar (fyrir utan lítinn en háværan hóp). Hulið grímum og baðað spritti fundaði stjórnmálafólk og leitaði að bestu slagorðunum á milli þess sem það tók skyndipróf sem virtust þurfa að fara nánast inn í heilann til þess að vera nógu nákvæm. Hvernig skyldu þessi slagorð standast tímans tönn? Var í þeim að finna einhverja vísbendingu um hvernig þessir flokkar myndu starfa saman og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir íslenska þjóð? Það skiptir máli hver stjórnar Vinstrihreyfingin - Grænt framboð leggur mikið upp úr því hver stjórnar, með það fyrir augum að tryggja að þau stjórni. Þau eru samt minna til í að taka ábyrgð á því sem fólkið sem stjórnar með þeim gerir. Hvort sem um er að ræða útlendinga, hvali, rafbyssur eða Lindarhvoll þá eru þau full samúðar og allt er þetta mun skárra en það hefði annars verið, hefði einhver annar stjórnað. En er þetta stjórnun? Það er í það minnsta ljóst að forsætisráðherra stjórnaði ekki afstöðu Íslands í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé í Palestínu. Er ekki bara best að stjórna? Besta slagorðið var sennilega það metnaðarlausasta. Mögulega í samræmi við tíðarandann en ég veit ekki hvað átti að vera best við það að kjósa Framsókn. Í samanburði við nágrannalöndin erum við að ná mjög takmörkuðum árangri í verðbólgu eða húsnæðisuppbyggingu. Hér eru vextir háir, verðbólgan hærri og húsnæðisverð búið að hækka nær stanslaust á kjörtímabilinu fyrir þau sem vonuðust eftir því þá var þetta mögulega fínn díll. Fyrir okkur hin var þetta sennilega ekki “best”. Traust efnahagsstjórn besta velferðin Til að gæta allrar sanngirni er sennilega nokkuð til í þessu. Í það minnsta höfum við hvorki séð mikið um trausta efnahagsstjórn né velferð. Áherslan hefur verið á hvalveiðar sem tap er á, ótrúlegar embættisfærslur Jóns Gunnarssonar - til að mynda óskynsamlega notkun fjármagns í útlendingamálum, reglugerðarklúður í kringum kosningar, rafbyssur, rannsóknarheimildir lögreglu, innflutning á líkkistum og að neita þingnefnd um gögn( sem enduðu á að lagt var fram vantraust á ráðherrann sem hann rétt vék sér undan þar sem hann væri jú að fara að hætta). En eins og þetta sé ekki nóg, meinaði síðan þingforseti þingmönnum að spyrja um Lindarhvoll og að lokum seldu þau banka sem hefur á síðasta áratug skilað yfir 100 milljörðum í arð til að hlífa okkur almenningi við allri þessari áhættu af því að eiga hann. Það gekk svo vel að formaður flokksins þurfti að segja af sér embætti og sætta sig við að verða utanríkisráðherra til að tryggja að þau fái að halda áfram að selja bankann. Nú nokkrum vikum síðar er komið upp nýtt vesen. Umdeild afstaða Íslands á alþjóðavettvangi í garð mannúðarvopnahlés var ekki í samræmi við væntingar forsætisráðherra. Væri ekki snjallt að sami ráðherra axlaði nú aftur ábyrgð og tæki við fjármála- og efnahagsráðuneytinu, eða þarf hann að finna sér annað ráðuneyti? Það skiptir jú máli hver stjórnar. Kalliði þetta að stjórna? Nú virðist samt vera að stjórnin sé ekki að stjórna miklu. Í það minnsta ætla þau ekki að skipta sér af einhverjum kjaraviðræðum, nei það væri óeðlilegt. Þrátt fyrir varnarorð Seðlabankastjóra ætla þau heldur ekki að gera neitt til að liðka fyrir jafnvægi á mörkuðum svo verðbólgan bara hækkar. Síðan fóru öll frumvörpin sem búið var að vinna í vor og voru tilbúin - aðeins þriðja umræða eftir - beint í ruslið. Hvort sem þau fjölluðu um húsnæðisuppbyggingu, loftslagsmál, raforkumál eða annað fóru þau í ruslið, þegar búið var að ræða þau. Í öllum samanburði er mun mikilvægara hvernig er stjórnað en hver stjórnar. Það blasir við að ríkisstjórnin er sundruð, ósamstíga og buguð. Það er pínlegt að horfa upp á stjórnarliða meðvirka hver með öðrum og þess á milli afneita öllu sem samherjarnir gera áður en þau halda síðan blaðamannafund um að þau ætli nú bara að halda áfram því sem þau kalla að stjórna. Við munum varla sjá þingrof núna, því þá yrði kosið um miðjan desember. En miðað við hversu tíð hneykslismálin eru kæmi ekki á óvart að sjá nokkur til viðbótar upp úr áramótum og best væri að við myndum kjósa næsta vor, þá tekur kannski einhver við keflinu sem myndi raunverulega stjórna. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga förum við stjórnmálafólkið jafnan í sparifötin (bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega) enda allt lagt í sölurnar til að vinna hylli kjósenda - það er jú forsenda þess að komast til valda. Covid kosningar Síðustu kosningar fóru fram í nokkuð sérstöku umhverfi. Frambjóðendur fóru misvíða, almennt baðaðir í spritti og stundum huldir grímum, sem kann að skjóta skökku við þegar hugmyndin er að kynna sig. Því stjórnuðu sérfræðingar en ekki stjórnmálafólk. Sérfræðingar sem stjórnuðu á þeim forsendum að það þyrfti að hefta útbreiðslu á Covid-19 en í því ljósi voru takmarkanir almennt samfélagslega samþykktar (fyrir utan lítinn en háværan hóp). Hulið grímum og baðað spritti fundaði stjórnmálafólk og leitaði að bestu slagorðunum á milli þess sem það tók skyndipróf sem virtust þurfa að fara nánast inn í heilann til þess að vera nógu nákvæm. Hvernig skyldu þessi slagorð standast tímans tönn? Var í þeim að finna einhverja vísbendingu um hvernig þessir flokkar myndu starfa saman og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir íslenska þjóð? Það skiptir máli hver stjórnar Vinstrihreyfingin - Grænt framboð leggur mikið upp úr því hver stjórnar, með það fyrir augum að tryggja að þau stjórni. Þau eru samt minna til í að taka ábyrgð á því sem fólkið sem stjórnar með þeim gerir. Hvort sem um er að ræða útlendinga, hvali, rafbyssur eða Lindarhvoll þá eru þau full samúðar og allt er þetta mun skárra en það hefði annars verið, hefði einhver annar stjórnað. En er þetta stjórnun? Það er í það minnsta ljóst að forsætisráðherra stjórnaði ekki afstöðu Íslands í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé í Palestínu. Er ekki bara best að stjórna? Besta slagorðið var sennilega það metnaðarlausasta. Mögulega í samræmi við tíðarandann en ég veit ekki hvað átti að vera best við það að kjósa Framsókn. Í samanburði við nágrannalöndin erum við að ná mjög takmörkuðum árangri í verðbólgu eða húsnæðisuppbyggingu. Hér eru vextir háir, verðbólgan hærri og húsnæðisverð búið að hækka nær stanslaust á kjörtímabilinu fyrir þau sem vonuðust eftir því þá var þetta mögulega fínn díll. Fyrir okkur hin var þetta sennilega ekki “best”. Traust efnahagsstjórn besta velferðin Til að gæta allrar sanngirni er sennilega nokkuð til í þessu. Í það minnsta höfum við hvorki séð mikið um trausta efnahagsstjórn né velferð. Áherslan hefur verið á hvalveiðar sem tap er á, ótrúlegar embættisfærslur Jóns Gunnarssonar - til að mynda óskynsamlega notkun fjármagns í útlendingamálum, reglugerðarklúður í kringum kosningar, rafbyssur, rannsóknarheimildir lögreglu, innflutning á líkkistum og að neita þingnefnd um gögn( sem enduðu á að lagt var fram vantraust á ráðherrann sem hann rétt vék sér undan þar sem hann væri jú að fara að hætta). En eins og þetta sé ekki nóg, meinaði síðan þingforseti þingmönnum að spyrja um Lindarhvoll og að lokum seldu þau banka sem hefur á síðasta áratug skilað yfir 100 milljörðum í arð til að hlífa okkur almenningi við allri þessari áhættu af því að eiga hann. Það gekk svo vel að formaður flokksins þurfti að segja af sér embætti og sætta sig við að verða utanríkisráðherra til að tryggja að þau fái að halda áfram að selja bankann. Nú nokkrum vikum síðar er komið upp nýtt vesen. Umdeild afstaða Íslands á alþjóðavettvangi í garð mannúðarvopnahlés var ekki í samræmi við væntingar forsætisráðherra. Væri ekki snjallt að sami ráðherra axlaði nú aftur ábyrgð og tæki við fjármála- og efnahagsráðuneytinu, eða þarf hann að finna sér annað ráðuneyti? Það skiptir jú máli hver stjórnar. Kalliði þetta að stjórna? Nú virðist samt vera að stjórnin sé ekki að stjórna miklu. Í það minnsta ætla þau ekki að skipta sér af einhverjum kjaraviðræðum, nei það væri óeðlilegt. Þrátt fyrir varnarorð Seðlabankastjóra ætla þau heldur ekki að gera neitt til að liðka fyrir jafnvægi á mörkuðum svo verðbólgan bara hækkar. Síðan fóru öll frumvörpin sem búið var að vinna í vor og voru tilbúin - aðeins þriðja umræða eftir - beint í ruslið. Hvort sem þau fjölluðu um húsnæðisuppbyggingu, loftslagsmál, raforkumál eða annað fóru þau í ruslið, þegar búið var að ræða þau. Í öllum samanburði er mun mikilvægara hvernig er stjórnað en hver stjórnar. Það blasir við að ríkisstjórnin er sundruð, ósamstíga og buguð. Það er pínlegt að horfa upp á stjórnarliða meðvirka hver með öðrum og þess á milli afneita öllu sem samherjarnir gera áður en þau halda síðan blaðamannafund um að þau ætli nú bara að halda áfram því sem þau kalla að stjórna. Við munum varla sjá þingrof núna, því þá yrði kosið um miðjan desember. En miðað við hversu tíð hneykslismálin eru kæmi ekki á óvart að sjá nokkur til viðbótar upp úr áramótum og best væri að við myndum kjósa næsta vor, þá tekur kannski einhver við keflinu sem myndi raunverulega stjórna. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun