„Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2023 11:53 Í kvöld fer fram samverustund í Ástjarnarkirkju. Vísir/Vilhelm Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. Slysið varð við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudaginn við bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Átta ára drengur á reiðhjóli lést í slysinu þegar hann varð fyrir steypubíl. Mikill samhugur Drengurinn var nemandi við Hraunvallaskóla og æfði fótbolta hjá Haukum. Í gærkvöldi var haldin bænastund fyrir starfsmenn skólans og íþróttafélagsins, sem og foreldra þeirra barna sem þekktu drenginn. Bænastundin fór fram í Ástjarnarkirkju og segir séra Bolli Pétur Bollason að mikill samhugur og kærleikur hafi verið milli þeirra sem mættu. „Virkilega, virkilega góð stund. Svo var farið yfir ákveðna praktíska hluti sem tengjast málinu og hvernig við mætum sorginni. Hvernig við mætum börnunum okkar í sorg. Því þetta slær allt samfélagið. Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist,“ segir Bolli. Fjölskylda drengsins mætti og segir Bolli það hafa verið dýrmætt að sjá hana finna fyrir stuðningi samfélagsins í Hafnarfirði. „Maður finnur fyrir, svo það sé sagt, maður finnur fyrir mjög mikilli samstöðu meðal þessara stofnana og félaga hérna í Hafnarfirði. Það leggjast allir á eitt að reyna að milda og græða þessi sár sem hér eru eftir þennan mikla harmleik,“ segir Bolli. Opin bænastund í kvöld Í kvöld fer fram önnur bænastund sem verður opin fyrir öllum þeim sem vilja mæta. „Kirkjan verður öllum opin og allir geta komið og vottað hinum látna virðingu sína. Sýnt aðstandendum og öðrum í samfélaginu samhug. Við munum leiða þessa stund prestarnir og það verður tónlist inn á milli. Við reynum að búa til fallegt umhverfi með kertaljósum og slíku,“ segir Bolli. Hafnarfjörður Samgönguslys Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu. 31. október 2023 14:13 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Slysið varð við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudaginn við bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Átta ára drengur á reiðhjóli lést í slysinu þegar hann varð fyrir steypubíl. Mikill samhugur Drengurinn var nemandi við Hraunvallaskóla og æfði fótbolta hjá Haukum. Í gærkvöldi var haldin bænastund fyrir starfsmenn skólans og íþróttafélagsins, sem og foreldra þeirra barna sem þekktu drenginn. Bænastundin fór fram í Ástjarnarkirkju og segir séra Bolli Pétur Bollason að mikill samhugur og kærleikur hafi verið milli þeirra sem mættu. „Virkilega, virkilega góð stund. Svo var farið yfir ákveðna praktíska hluti sem tengjast málinu og hvernig við mætum sorginni. Hvernig við mætum börnunum okkar í sorg. Því þetta slær allt samfélagið. Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist,“ segir Bolli. Fjölskylda drengsins mætti og segir Bolli það hafa verið dýrmætt að sjá hana finna fyrir stuðningi samfélagsins í Hafnarfirði. „Maður finnur fyrir, svo það sé sagt, maður finnur fyrir mjög mikilli samstöðu meðal þessara stofnana og félaga hérna í Hafnarfirði. Það leggjast allir á eitt að reyna að milda og græða þessi sár sem hér eru eftir þennan mikla harmleik,“ segir Bolli. Opin bænastund í kvöld Í kvöld fer fram önnur bænastund sem verður opin fyrir öllum þeim sem vilja mæta. „Kirkjan verður öllum opin og allir geta komið og vottað hinum látna virðingu sína. Sýnt aðstandendum og öðrum í samfélaginu samhug. Við munum leiða þessa stund prestarnir og það verður tónlist inn á milli. Við reynum að búa til fallegt umhverfi með kertaljósum og slíku,“ segir Bolli.
Hafnarfjörður Samgönguslys Banaslys á Ásvöllum Tengdar fréttir Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu. 31. október 2023 14:13 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu. 31. október 2023 14:13