Árásin á Jabalia-flóttamannabúðirnar vekur mikla reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 06:53 Lík liggja fyrir utan sjúkrahús í kjölfar árása Ísraelsmanna á Jabalia-flóttamannabúðirnar. AP/Fadi Majed Stjórnvöld í Egyptalandi, Pakistan og Sádi Arabíu eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar, fjölmennustu flóttamannabúðir Gasa. Tugir féllu í árásunum en Ísraelsmenn segja Ibrahim Biari, einn æðsta leiðtoga Hamas, hafa verið skotmarkið. Biari, sem er sagður hafa fallið í árásunum, er talinn hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. Í yfirlýsingum Pakistan og Sádi Arabíu er meðal annars talað um ómannúðlegar aðferðir og meinta stríðsglæpi Ísraelshers. Forsætisráðherra Pakistan sagði umheiminn þurfa að grípa til aðgerða. Egyptar vöruðu við afleiðingum handahófskenndra árása á almenna borgara en stjórnvöld þar í landi hafa ákveðið að taka við slösuðum frá Gasa. Fjöldi sjúkrabifreiða hefur sést við landamærastöðina í Rafah. Þá hefur verið greint frá því að heilbrigðisstarfsmenn muni fara yfir öll tilvik við landamærin og ákveða framhaldið, til að mynda á hvaða sjúkrahús viðkomandi verður sendur. Gert er ráð fyrir að tekið verði við um 80 manns til að byrja með, allra verstu tilfellunum. Stúlka liggur föst undir húsarústum í Nusseirat-flóttamannabúðunum. AP/Mohammed Dahman Yfirvöld í Bólivíu greindu frá því í gær að þau hefðu bundið enda á diplómatísk samskipti við Ísrael vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Þá hafa Kólumbía og Chile kallað sendiherra sína í Mið-Austurlöndum heim til samráðs. Bandaríkjamenn segjast nálægt samkomulagi um flutning erlendra ríkisborgara burt frá Gasa, þar sem nú er síma- og netsambandslaust. Hamas-liðar greindu frá því í gær að þeir hyggðust sleppa einhverjum fjölda erlendra ríkisborgara sem þeir hafa í haldi á næstu dögum. Þjóðaröryggisráð Ísrael segir hins vegar langt í samkomulag um frelsun allra gíslanna. Bandaríkin og Ísrael eru sögð hafa rætt möguleikann á fjölþjóðlegu eftirliti á Gasa, ef Ísraelsher tekst að gera út um Hamas á svæðinu. Áætlunin er sögð myndu fela það í sér viðveru hermanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Þá hefur einnig verið rætt að Gasa yrði undir eftirliti og stjórn Sameinuðuð þjóðanna í einhvern tíma. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Tugir féllu í árásunum en Ísraelsmenn segja Ibrahim Biari, einn æðsta leiðtoga Hamas, hafa verið skotmarkið. Biari, sem er sagður hafa fallið í árásunum, er talinn hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. Í yfirlýsingum Pakistan og Sádi Arabíu er meðal annars talað um ómannúðlegar aðferðir og meinta stríðsglæpi Ísraelshers. Forsætisráðherra Pakistan sagði umheiminn þurfa að grípa til aðgerða. Egyptar vöruðu við afleiðingum handahófskenndra árása á almenna borgara en stjórnvöld þar í landi hafa ákveðið að taka við slösuðum frá Gasa. Fjöldi sjúkrabifreiða hefur sést við landamærastöðina í Rafah. Þá hefur verið greint frá því að heilbrigðisstarfsmenn muni fara yfir öll tilvik við landamærin og ákveða framhaldið, til að mynda á hvaða sjúkrahús viðkomandi verður sendur. Gert er ráð fyrir að tekið verði við um 80 manns til að byrja með, allra verstu tilfellunum. Stúlka liggur föst undir húsarústum í Nusseirat-flóttamannabúðunum. AP/Mohammed Dahman Yfirvöld í Bólivíu greindu frá því í gær að þau hefðu bundið enda á diplómatísk samskipti við Ísrael vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Þá hafa Kólumbía og Chile kallað sendiherra sína í Mið-Austurlöndum heim til samráðs. Bandaríkjamenn segjast nálægt samkomulagi um flutning erlendra ríkisborgara burt frá Gasa, þar sem nú er síma- og netsambandslaust. Hamas-liðar greindu frá því í gær að þeir hyggðust sleppa einhverjum fjölda erlendra ríkisborgara sem þeir hafa í haldi á næstu dögum. Þjóðaröryggisráð Ísrael segir hins vegar langt í samkomulag um frelsun allra gíslanna. Bandaríkin og Ísrael eru sögð hafa rætt möguleikann á fjölþjóðlegu eftirliti á Gasa, ef Ísraelsher tekst að gera út um Hamas á svæðinu. Áætlunin er sögð myndu fela það í sér viðveru hermanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Þá hefur einnig verið rætt að Gasa yrði undir eftirliti og stjórn Sameinuðuð þjóðanna í einhvern tíma.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira