Glódís um vítaspyrnudóminn: „Ég held að þetta hafi verið rangt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2023 07:00 Glódís Perla Viggósdóttir þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leik gærkvöldsins. Vísir/Diego Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var nokkuð stolt af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins þrátt fyrir 2-0 tap gegn Þjóðverjum í gær. Hún efast þó um að það hafi verið réttur dómur að dæma vítaspyrnu á Telmu Ívarsdóttur, markvörð íslenska liðsins. „Þær skora úr færunum sínum og við gerum það ekki. Ég held að það sé kannski aðallega það sem skilur að,“ sagði Glódís eftir tapið í gærkvöldi. „Mér fannst við ná að loka vel á þær eins og við töluðum um fyrir leikinn og þær voru ekki að fá þessar fríu fyrirgjafir með mikið af leikmönnum inni í teig, allavega ekki eins mikið og maður bjóst við. Mér fannst við vera að vinna einvígin og návígin í leiknum og mér fannst við vera að láta þær finna fyrir því.“ „Svo náttúrulega fá þær þetta víti, en mér fannst við svara því gríðarlega vel. Við fáum færi í kjölfarið og hefðum getað jafnað og þá hefðum við verið komnar með allt annan leik. En í staðinn fáum við mark í andlitið og þannig er það bara í svona leikjum þegar þú reynir að sækja markið. Við vildum fá stig.“ Íslenska liðið var í skotgröfunum stærstan hluta leiksins og Glódís segir það hafa kostað mikla orku. „Auðvitað tekur það gríðarlega orku. Það er mikil vinnusemi í leikmönnunum og sérstaklega í leikmönnunum fyrir framan okkur í öftustu línu. Það eru þær sem eru að gera vinnuna fyrir okkur auðveldari. Mér fannst þær skila sínu gríðarlega vel í dag.“ „Oft vorum við að ná að tengja og finna svæðin sem við vorum búin að tala um fyrir leikinn og það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur. Við þurfum að geta gert enn betur í þessum stöðum af því að við erum að komast í fínar stöður sem geta orðið að færum og við þurfum bara að klára það. En ég er gríðarlega stolt af hugarfarinu í hópnum.“ Þýska liðið tók forystuna í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir var dæmd brotleg eftir að hafa lent á Lea Schuller. Glódís er þó ekki sannfærð um að það hafi verið réttur dómur. „Ég veit það ekki. Ég heyri bara í Telmu kalla og svo sé ég ekkert nema að mér finnst hún fá frían skalla. Mér finnst hún ekki geta fengið frían skalla og víti. En eins og ég segi ég veit ekkert hvað gerist. Ég held að þetta hafi verið rangt, en svona er þetta,“ sagði Glódís, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Glódís eftir Þýskalandsleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
„Þær skora úr færunum sínum og við gerum það ekki. Ég held að það sé kannski aðallega það sem skilur að,“ sagði Glódís eftir tapið í gærkvöldi. „Mér fannst við ná að loka vel á þær eins og við töluðum um fyrir leikinn og þær voru ekki að fá þessar fríu fyrirgjafir með mikið af leikmönnum inni í teig, allavega ekki eins mikið og maður bjóst við. Mér fannst við vera að vinna einvígin og návígin í leiknum og mér fannst við vera að láta þær finna fyrir því.“ „Svo náttúrulega fá þær þetta víti, en mér fannst við svara því gríðarlega vel. Við fáum færi í kjölfarið og hefðum getað jafnað og þá hefðum við verið komnar með allt annan leik. En í staðinn fáum við mark í andlitið og þannig er það bara í svona leikjum þegar þú reynir að sækja markið. Við vildum fá stig.“ Íslenska liðið var í skotgröfunum stærstan hluta leiksins og Glódís segir það hafa kostað mikla orku. „Auðvitað tekur það gríðarlega orku. Það er mikil vinnusemi í leikmönnunum og sérstaklega í leikmönnunum fyrir framan okkur í öftustu línu. Það eru þær sem eru að gera vinnuna fyrir okkur auðveldari. Mér fannst þær skila sínu gríðarlega vel í dag.“ „Oft vorum við að ná að tengja og finna svæðin sem við vorum búin að tala um fyrir leikinn og það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur. Við þurfum að geta gert enn betur í þessum stöðum af því að við erum að komast í fínar stöður sem geta orðið að færum og við þurfum bara að klára það. En ég er gríðarlega stolt af hugarfarinu í hópnum.“ Þýska liðið tók forystuna í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir var dæmd brotleg eftir að hafa lent á Lea Schuller. Glódís er þó ekki sannfærð um að það hafi verið réttur dómur. „Ég veit það ekki. Ég heyri bara í Telmu kalla og svo sé ég ekkert nema að mér finnst hún fá frían skalla. Mér finnst hún ekki geta fengið frían skalla og víti. En eins og ég segi ég veit ekkert hvað gerist. Ég held að þetta hafi verið rangt, en svona er þetta,“ sagði Glódís, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Glódís eftir Þýskalandsleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn