Hagur brotaþola ekki á blaði Drífa Snædal skrifar 31. október 2023 10:01 Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra. Í okkar samfélagi er mjög erfitt að fá viðurkenningu á að brot hafi átt sér stað og enn erfiðara að fá einhvers konar réttlæti. Reyndar eigum við sem samfélag mjög langt í land að viðurkenna og virða brotaþola, hvað þá að taka tillit til þeirra, hér eru örfá dæmi úr samfélagsumræðu síðustu vikna sem endurspegla þann veruleika: 1. Styttan af séra Friðrik Sögusagnir og frásagnir af barnaníði séra Friðriks eru nú á allra vörum og vitnisburðir um slíkt berast víða að. Það er stungið á kýli og úr kemur gusa – eins og oft er í svona málum. Umræðan um styttuna og önnur minnismerki fylgja í kjölfarið og það er merkilegt að verða vitni að því að önnur sjónarmið en líðan brotaþola eru í forgrunni í þeirri umræðu. Sú vanlíðan sem það hlýtur að hafa valdið og veldur brotaþolum að hafa þessa styttu fyrir augum á að vera aðal málið í umræðunni. Það hlýtur að auka vanlíðan og viðhalda afleiðingum fyrir brotaþola, sérstaklega ef hugsanlegir (líklegir) brotaþolar hafa ekki sótt sér aðstoð við að vinna úr ofbeldinu. Er mikilvægara að hampa minningu hans en að taka tillit til líðan brotþola? 2. Rannsóknir á brotaþolum Siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri virðist hafa gefið leyfi til starfsmanns sjúkrahússins, sem einnig er meistaranemi til að hafa samband við brotaþola sem sótti aðstoð á neyðarmóttökuna. Brotaþoli hefur lýst því í fjölmiðlum hvað þetta kom illa við hana, ýkti afleiðingarnar af nauðguninni og kom í veg fyrir framfarir í líðan. Þarna virðast hagsmunir meistaranema hafa verið teknir framar hagsmunum einstaka brotaþola og grundvallarkröfur vísindarannsókna sniðgengnar en í lögum segir að þær skuli byggjast á virðingu fyrir mannhelgi þátttakenda. Líðan brotaþola hefur augljóslega ekki verið þarna í forgrunni. Eru rannsóknarhagsmunir stærri en líðan brotaþola og afleiðingar fyrir hann? 3. Leikverk um Heiðar snyrti Borgarleikhúsið áætlar að frumsýna leikverkið „Kvöldstund með Heiðari snyrti“ í janúar á næsta ári og nú þegar er hafist handa við að auglýsa verkið. Á facebooksíðu leikskáldsins lýsir hver um annan þveran áhuga á að sjá verkið, þar með er Heiðar sjálfur og fjölskylda hans, en leikskáldið var í samráði við Heiðar við vinnslu verksins. Heiðar hefur hlotið dóm fyrir að brjóta á ungum mönnum og í dómskjölum eru fleiri ungir menn sem lýsa hvernig hann braut á þeim. Þetta er ekki orðrómur, þetta er staðfest með dómi. Brotaþolar eru mjög ósáttir við leikverkið og hafa komið því á framfæri við Borgarleikhúsið. Það skiptir engu máli, líðan brotaþola er ekki viðurkennd og áfram heldur vinnan. Brotaþolar hins vegar upplifa vanvirðingu gagnvart sér, alvarleika brotanna og afleiðingum. Er mikilvægara að þjóna listinni en að virða líðan brotaþola? Þetta eru bara þrjú dæmi úr umræðu síðstu daga um hvernig líðan brotaþola er að engu gerð, smættuð, ekki tekið mark á eða ekki sett í forgrunn í umræðu eða við ákvarðanatöku. Það ætti hins vegar að vera það fyrsta sem umræðan snýst um – alltaf. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra. Í okkar samfélagi er mjög erfitt að fá viðurkenningu á að brot hafi átt sér stað og enn erfiðara að fá einhvers konar réttlæti. Reyndar eigum við sem samfélag mjög langt í land að viðurkenna og virða brotaþola, hvað þá að taka tillit til þeirra, hér eru örfá dæmi úr samfélagsumræðu síðustu vikna sem endurspegla þann veruleika: 1. Styttan af séra Friðrik Sögusagnir og frásagnir af barnaníði séra Friðriks eru nú á allra vörum og vitnisburðir um slíkt berast víða að. Það er stungið á kýli og úr kemur gusa – eins og oft er í svona málum. Umræðan um styttuna og önnur minnismerki fylgja í kjölfarið og það er merkilegt að verða vitni að því að önnur sjónarmið en líðan brotaþola eru í forgrunni í þeirri umræðu. Sú vanlíðan sem það hlýtur að hafa valdið og veldur brotaþolum að hafa þessa styttu fyrir augum á að vera aðal málið í umræðunni. Það hlýtur að auka vanlíðan og viðhalda afleiðingum fyrir brotaþola, sérstaklega ef hugsanlegir (líklegir) brotaþolar hafa ekki sótt sér aðstoð við að vinna úr ofbeldinu. Er mikilvægara að hampa minningu hans en að taka tillit til líðan brotþola? 2. Rannsóknir á brotaþolum Siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri virðist hafa gefið leyfi til starfsmanns sjúkrahússins, sem einnig er meistaranemi til að hafa samband við brotaþola sem sótti aðstoð á neyðarmóttökuna. Brotaþoli hefur lýst því í fjölmiðlum hvað þetta kom illa við hana, ýkti afleiðingarnar af nauðguninni og kom í veg fyrir framfarir í líðan. Þarna virðast hagsmunir meistaranema hafa verið teknir framar hagsmunum einstaka brotaþola og grundvallarkröfur vísindarannsókna sniðgengnar en í lögum segir að þær skuli byggjast á virðingu fyrir mannhelgi þátttakenda. Líðan brotaþola hefur augljóslega ekki verið þarna í forgrunni. Eru rannsóknarhagsmunir stærri en líðan brotaþola og afleiðingar fyrir hann? 3. Leikverk um Heiðar snyrti Borgarleikhúsið áætlar að frumsýna leikverkið „Kvöldstund með Heiðari snyrti“ í janúar á næsta ári og nú þegar er hafist handa við að auglýsa verkið. Á facebooksíðu leikskáldsins lýsir hver um annan þveran áhuga á að sjá verkið, þar með er Heiðar sjálfur og fjölskylda hans, en leikskáldið var í samráði við Heiðar við vinnslu verksins. Heiðar hefur hlotið dóm fyrir að brjóta á ungum mönnum og í dómskjölum eru fleiri ungir menn sem lýsa hvernig hann braut á þeim. Þetta er ekki orðrómur, þetta er staðfest með dómi. Brotaþolar eru mjög ósáttir við leikverkið og hafa komið því á framfæri við Borgarleikhúsið. Það skiptir engu máli, líðan brotaþola er ekki viðurkennd og áfram heldur vinnan. Brotaþolar hins vegar upplifa vanvirðingu gagnvart sér, alvarleika brotanna og afleiðingum. Er mikilvægara að þjóna listinni en að virða líðan brotaþola? Þetta eru bara þrjú dæmi úr umræðu síðstu daga um hvernig líðan brotaþola er að engu gerð, smættuð, ekki tekið mark á eða ekki sett í forgrunn í umræðu eða við ákvarðanatöku. Það ætti hins vegar að vera það fyrsta sem umræðan snýst um – alltaf. Höfundur er talskona Stígamóta.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun