Síminn vandamál en unnið að lausn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. október 2023 15:33 Engar ráðstafanir vegna símanotkunar eru í gildi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu eins og er, segir forstjóri Hrafnistu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu segir að síminn sé nauðsynlegur í starfsemi stofnunarinnar en viðurkennir þó að of mikil símanotkun á vinnutíma sé vandamál og skerði þjónustu við íbúa. Unnið sé að lausn í málinu. Símanotkun starfsfólks hjúkrunarheimila hefur vakið athygli undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós kom að starfsfólki hjúkrunarheimilanna Eir, Skjóli og Hömrum sé bannað að vera í símanum í vinnunni. Engar ráðstafanir eru þó í gildi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu eins og er. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu í samtali við fréttastofu. Ekki klippt og skorið „Auðvitað er þetta ákveðið vandamál þegar maður gleymir sér í símanum en síminn er líka notaður hjá okkur sem tæki til fræðslu. Við vitum að þetta geti verið vandi að fólk er að gleyma sér í símanum. Við þurfum að ná tökum á því svo að það sé ekki að skerða þjónustu við okkar íbúa,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu. Hún tekur fram að ekki verði gengist í breytingar án samráðs við starfsfólk. „Við ætlum að vinna þetta í samvinnu við okkar starfsfólk. Þetta er ekkert klippt og skorið. Þetta er alveg flókið. Auðvitað viljum við að þetta skerði ekki þjónustu til íbúa. Einhvers staðar þurfum við að finna þennan milliveg. Það skiptir máli að við vinnum þetta með okkar starfsfólki.“ Tilraunir reynst vel María sagði einnig að Hrafnista hefði kannað það að banna síma áður, en að kórónuveirufaraldurinn hafi bundið snöggan endi á þá tilraunastarfsemi. Þó hafi sú tilraun gengið vel og að starfsmenn hafi almennt verið ánægðir. „Við þurfum að finna reglu sem virkar og gengur upp. Þess vegna skiptir máli að við séum að tala saman og gera þetta saman,“ sagði hún að lokum. Hjúkrunarheimili Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Símanotkun starfsfólks hjúkrunarheimila hefur vakið athygli undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós kom að starfsfólki hjúkrunarheimilanna Eir, Skjóli og Hömrum sé bannað að vera í símanum í vinnunni. Engar ráðstafanir eru þó í gildi á hjúkrunarheimilum Hrafnistu eins og er. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu í samtali við fréttastofu. Ekki klippt og skorið „Auðvitað er þetta ákveðið vandamál þegar maður gleymir sér í símanum en síminn er líka notaður hjá okkur sem tæki til fræðslu. Við vitum að þetta geti verið vandi að fólk er að gleyma sér í símanum. Við þurfum að ná tökum á því svo að það sé ekki að skerða þjónustu við okkar íbúa,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu. Hún tekur fram að ekki verði gengist í breytingar án samráðs við starfsfólk. „Við ætlum að vinna þetta í samvinnu við okkar starfsfólk. Þetta er ekkert klippt og skorið. Þetta er alveg flókið. Auðvitað viljum við að þetta skerði ekki þjónustu til íbúa. Einhvers staðar þurfum við að finna þennan milliveg. Það skiptir máli að við vinnum þetta með okkar starfsfólki.“ Tilraunir reynst vel María sagði einnig að Hrafnista hefði kannað það að banna síma áður, en að kórónuveirufaraldurinn hafi bundið snöggan endi á þá tilraunastarfsemi. Þó hafi sú tilraun gengið vel og að starfsmenn hafi almennt verið ánægðir. „Við þurfum að finna reglu sem virkar og gengur upp. Þess vegna skiptir máli að við séum að tala saman og gera þetta saman,“ sagði hún að lokum.
Hjúkrunarheimili Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira