Stefán ætlar að verða betri en Gunnar Nelson: „Ég held með honum“ Aron Guðmundsson skrifar 30. október 2023 08:00 Gunnar Nelson og Stefán Fannar í Mjölni Vísir/Sigurjón Ólason Stefán Fannar Hallgrímsson er einn efnilegasti glímumaður landsins um þessar mundir. Hann setur markið hátt, ætlar sér að verða betri glímumaður en brautryðjandinn Gunnar Nelson, ætlar sér að verða með þeim bestu í heimi. Undanfarin þrjú ár hefur hinn 18 ára gamli Stefán Fannar æft brasilískt jiu-jitsu hjá Mjölni í Reykjavík þar hefur hann stimplað sig rækilega inn í uppgjafarglímuna. „Hér var tekið ótrúlega vel á móti mér í unglingastarfinu. Ég kom hingað í covid árið 2020 og hef síðan þá verið að æfa á fullu.“ Uppgjafarfglíman er langt í frá fyrsta íþróttin sem reynir fyrir sér í en eftir að hann hóf að æfa hjá Mjölni hefur glíman átt hug hans allan. „Ég prófaði MMA-ið hérna, elskaði glímuna sem boðið er upp á hér hjá Mjölni og fann strax að þetta var eitthvað sem ég vildi leggja fyrir mig. Maður er alltaf að læra fleiri hluti í tengslum við þetta. Maður getur aldrei fullkomnað glímuna sína. Það er snilldin við þetta.“ Stefán Fannar stefnir háttVísir/Sigurjón Ólason Og í Mjölni hefur hann verið mikið í kringum UFC bardagakappann Gunnar Nelson „Hann er allt það sem maður vill sjá hjá bardagamanni. Rólegur, flottur, yfirvegaður og býr yfir geggjaðri tækni. Þá er hann líka frábær manneskja. Fyndinn og skemmtilegur náungi sem tekur hlutunum ekki of alvarlega. Það skín í gegn hjá honum hvað hann hefur gaman að þessari íþrótt.“ Stefán Fannar hefur áður látið hafa það eftir sér að hann ætli að verða betri glímumaður en Gunnar. „Til lengri tíma litið langar mig að vera meðal bestu glímumanna í heiminum. Verða einn af aðal mönnunum hér í Mjölni. Ég er rólega að vinna mig í áttina að því. Á næstunni held ég út og tek þátt í undankeppni stærsta glímumót í heiminum, ADCC. Mig langar að fara þangað út, vinna þessa undankeppni og komast á ADCC það er það sem er fyrir stafni hjá mér númer eitt, tvö og þrjú.“ Stefán Fannar ætlar ekki að halda í sömu átt og Gunnar Nelson. Hann hefur ekki áhuga á því að berjast á vegum bardagasamtaka eins og UFC og Bellator. „Ég er nú bara voða sáttur með heilann minn. Ég nenni ekki að fara rugla í því og ber mikla virðingu fyrir því að halda mér góðum. Leyfi frekar mönnum eins og Gunnari, sem eru góðir í þessari deild, um það.“ „Ég held með honum“ Og Gunnar Nelson sjálfur hefur mikla trú á þessum efnilega glímumanni. „Ég trúi á hann alla leið,“ segir Gunnar um Stefán. „Ég vona innilega að hann verði miklu betri en ég og sagði einmitt við hann að hann ætti að miða miklu hærra en að verða bara betri en ég. Hann á bara að verða bestur í heimi. Verða eins góður og hann getur mögulega orðið. Ég held með honum.“ Ýmsir góðir kostir prýði Stefán sem séu þess valdandi að hann hefur möguleika á því að ná langt. „Hann er í grunninn náttúrulega bara hrikalega duglegur. Það er það sem skiptir mestu máli. Stefán er hérna alla daga, alltaf, og missir ekki af neinu tækifæri til þess að bæta sig. Auðvitað er hann mjög hæfileikaríkur, líkt og margir ungir iðkendur hjá okkur, en það skiptir svo miklu máli að eyða öllum sínum tíma sem maður mögulega hefur hérna. Stefán er alltaf að glíma, tuskast í öllum og er ekki hræddur við að misstíga sig. Þetta er rétta uppskriftin.“ MMA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur hinn 18 ára gamli Stefán Fannar æft brasilískt jiu-jitsu hjá Mjölni í Reykjavík þar hefur hann stimplað sig rækilega inn í uppgjafarglímuna. „Hér var tekið ótrúlega vel á móti mér í unglingastarfinu. Ég kom hingað í covid árið 2020 og hef síðan þá verið að æfa á fullu.“ Uppgjafarfglíman er langt í frá fyrsta íþróttin sem reynir fyrir sér í en eftir að hann hóf að æfa hjá Mjölni hefur glíman átt hug hans allan. „Ég prófaði MMA-ið hérna, elskaði glímuna sem boðið er upp á hér hjá Mjölni og fann strax að þetta var eitthvað sem ég vildi leggja fyrir mig. Maður er alltaf að læra fleiri hluti í tengslum við þetta. Maður getur aldrei fullkomnað glímuna sína. Það er snilldin við þetta.“ Stefán Fannar stefnir háttVísir/Sigurjón Ólason Og í Mjölni hefur hann verið mikið í kringum UFC bardagakappann Gunnar Nelson „Hann er allt það sem maður vill sjá hjá bardagamanni. Rólegur, flottur, yfirvegaður og býr yfir geggjaðri tækni. Þá er hann líka frábær manneskja. Fyndinn og skemmtilegur náungi sem tekur hlutunum ekki of alvarlega. Það skín í gegn hjá honum hvað hann hefur gaman að þessari íþrótt.“ Stefán Fannar hefur áður látið hafa það eftir sér að hann ætli að verða betri glímumaður en Gunnar. „Til lengri tíma litið langar mig að vera meðal bestu glímumanna í heiminum. Verða einn af aðal mönnunum hér í Mjölni. Ég er rólega að vinna mig í áttina að því. Á næstunni held ég út og tek þátt í undankeppni stærsta glímumót í heiminum, ADCC. Mig langar að fara þangað út, vinna þessa undankeppni og komast á ADCC það er það sem er fyrir stafni hjá mér númer eitt, tvö og þrjú.“ Stefán Fannar ætlar ekki að halda í sömu átt og Gunnar Nelson. Hann hefur ekki áhuga á því að berjast á vegum bardagasamtaka eins og UFC og Bellator. „Ég er nú bara voða sáttur með heilann minn. Ég nenni ekki að fara rugla í því og ber mikla virðingu fyrir því að halda mér góðum. Leyfi frekar mönnum eins og Gunnari, sem eru góðir í þessari deild, um það.“ „Ég held með honum“ Og Gunnar Nelson sjálfur hefur mikla trú á þessum efnilega glímumanni. „Ég trúi á hann alla leið,“ segir Gunnar um Stefán. „Ég vona innilega að hann verði miklu betri en ég og sagði einmitt við hann að hann ætti að miða miklu hærra en að verða bara betri en ég. Hann á bara að verða bestur í heimi. Verða eins góður og hann getur mögulega orðið. Ég held með honum.“ Ýmsir góðir kostir prýði Stefán sem séu þess valdandi að hann hefur möguleika á því að ná langt. „Hann er í grunninn náttúrulega bara hrikalega duglegur. Það er það sem skiptir mestu máli. Stefán er hérna alla daga, alltaf, og missir ekki af neinu tækifæri til þess að bæta sig. Auðvitað er hann mjög hæfileikaríkur, líkt og margir ungir iðkendur hjá okkur, en það skiptir svo miklu máli að eyða öllum sínum tíma sem maður mögulega hefur hérna. Stefán er alltaf að glíma, tuskast í öllum og er ekki hræddur við að misstíga sig. Þetta er rétta uppskriftin.“
MMA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira