Leit stendur enn yfir að byssumanninum í Maine Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2023 08:29 Lögregla leitaði Card í alla nótt. AP Photo/Steven Senne Mannsins, sem skaut átján til bana og særði þrettán í Lewiston á miðvikudagskvöld, er enn leitað. Lögregla leitaði hús úr húsi í heimabæ mannsins í gærkvöldi. Maðurinn sem grunaður er um skotárásina heitir Robert Card, er fertugur og sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Lögregla segir Card hafa lagst inn á geðdeild í tvær vikur í sumar. Hann starfar sem liðþjálfi í varaliðabúðum bandaríska hersins í Maine. Í gærkvöldi sat lögregla um hús fjölskyldu Cards í bænum Bowdoin, sem er næsti bær við Lewiston, í meira en tvær klukkustundir. Fulltrúar Alríkislögreglunnar FBI kölluðu í gjallarhorn að Card ætti að ganga út með hendur fyrir ofan höfuð en hvorki hann né nokkur annar reyndist inni á heimilinu. Kvöldið sem hann framdi skotárásina var leið hans frá árásarstað rakin til bæjarins Lisbon, um ellefu kílómetra í suðaustur átt. Þar fann lögreglan hvítan jeppling sem Card var talinn hafa notað til að flýja. Bílnum hafði verið lagt við bryggju í ánni Androscoggin. Lögreglu grunar að Card hafi skilið jeppann eftir og siglt áfram á einum þriggja báta í hans eigu. Skotvopnalöggjöfin í Maine er lítil sem engin og talið er að um helmingur fullorðinna búi á heimilum þar sem finna má skotvopn. Fólk þarf hvorki leyfi til að kaupa né ganga með skotvopn í ríkinu. Þá gilda þar ekki svokölluð „rauðra-flagga“ lög (e. red flag laws) eins og í sumum öðrum ríkjum, sem gera lögreglu kleift að taka skotvopn af fólki tímabundið ef það er talið hættulegt sér eða samfélaginu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32 Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um skotárásina heitir Robert Card, er fertugur og sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Lögregla segir Card hafa lagst inn á geðdeild í tvær vikur í sumar. Hann starfar sem liðþjálfi í varaliðabúðum bandaríska hersins í Maine. Í gærkvöldi sat lögregla um hús fjölskyldu Cards í bænum Bowdoin, sem er næsti bær við Lewiston, í meira en tvær klukkustundir. Fulltrúar Alríkislögreglunnar FBI kölluðu í gjallarhorn að Card ætti að ganga út með hendur fyrir ofan höfuð en hvorki hann né nokkur annar reyndist inni á heimilinu. Kvöldið sem hann framdi skotárásina var leið hans frá árásarstað rakin til bæjarins Lisbon, um ellefu kílómetra í suðaustur átt. Þar fann lögreglan hvítan jeppling sem Card var talinn hafa notað til að flýja. Bílnum hafði verið lagt við bryggju í ánni Androscoggin. Lögreglu grunar að Card hafi skilið jeppann eftir og siglt áfram á einum þriggja báta í hans eigu. Skotvopnalöggjöfin í Maine er lítil sem engin og talið er að um helmingur fullorðinna búi á heimilum þar sem finna má skotvopn. Fólk þarf hvorki leyfi til að kaupa né ganga með skotvopn í ríkinu. Þá gilda þar ekki svokölluð „rauðra-flagga“ lög (e. red flag laws) eins og í sumum öðrum ríkjum, sem gera lögreglu kleift að taka skotvopn af fólki tímabundið ef það er talið hættulegt sér eða samfélaginu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32 Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02
Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32
Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31