Lillard sjóðandi heitur í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 06:31 Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo á ferðinni með Milwaukee Bucks liðinu í nótt. AP/Morry Gash Damian Lillard byrjar feril sinn vel með Milwaukee Bucks og liðið þurfti á öllum hans stigum að halda í naumum sigri í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni. Lillard skoraði 39 stig þegar Milwaukee Bucks vann 118-117 sigur á Philadelphia 76ers sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað í fyrsta leik með Bucks. Metið var 34 stig hjá Terry Cummings frá 1984. Dame Lillard put on a show (39 PTS, 8 REB) and secured a W in his @Bucks debut! pic.twitter.com/iFKrSEwTMx— NBA (@NBA) October 27, 2023 Lillard spilaði fyrstu ellefu árin sín í Portland en kom til Milwaukee í stærstu leikmannaskiptum sumarsins. Hann hitti úr öllum sautján vítaskotum sínum í leiknum. Bucks liðið var reyndar næstum því búið að henda frá sér sigrinum en liðið missti niður nítján stiga forystu. Lillard skoraði fjórtán stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og sá til þess að liðið vann leikinn. Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig og tók 13 fráköst. Hjá 76ers var Tyrese Maxey með 31 stig, Kelly Oubre Jr. skoraði 27 stig og Joel Embiid bætti við 24 stigum. LeBron James and Kevin Durant dueled off in a #KiaTipOff23 thriller, with the Lakers coming out on top LeBron: 21 PTS, 8 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STLKD: 39 PTS, 11 REB pic.twitter.com/yZXUwdXjXG— NBA (@NBA) October 27, 2023 Anthony Davis var með 30 stig og 13 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 100-95 sigur á Phoenix Suns og LeBron James skoraði 10 af 21 stigi sínum í fjórða leikhlutanum. James var einnig með 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 39 stig og tók 11 fráköst fyrir Suns en liðið lék án stórstjarnanna Devin Booker og Bradley Beal. Phoenix var 84-72 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana en Lakers vann lokaleikhlutann 28-11. Þá fór allt í baklás hjá Suns sem klikkaði á 13 af fyrstu 14 skotum fjórða leikhlutans og tapaði alls tíu boltum á síðustu tólf mínútum leiksins. THESE ANGLES of the Dame clincher pic.twitter.com/UXHa7YvHq7— NBA (@NBA) October 27, 2023 NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Lillard skoraði 39 stig þegar Milwaukee Bucks vann 118-117 sigur á Philadelphia 76ers sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað í fyrsta leik með Bucks. Metið var 34 stig hjá Terry Cummings frá 1984. Dame Lillard put on a show (39 PTS, 8 REB) and secured a W in his @Bucks debut! pic.twitter.com/iFKrSEwTMx— NBA (@NBA) October 27, 2023 Lillard spilaði fyrstu ellefu árin sín í Portland en kom til Milwaukee í stærstu leikmannaskiptum sumarsins. Hann hitti úr öllum sautján vítaskotum sínum í leiknum. Bucks liðið var reyndar næstum því búið að henda frá sér sigrinum en liðið missti niður nítján stiga forystu. Lillard skoraði fjórtán stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og sá til þess að liðið vann leikinn. Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig og tók 13 fráköst. Hjá 76ers var Tyrese Maxey með 31 stig, Kelly Oubre Jr. skoraði 27 stig og Joel Embiid bætti við 24 stigum. LeBron James and Kevin Durant dueled off in a #KiaTipOff23 thriller, with the Lakers coming out on top LeBron: 21 PTS, 8 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STLKD: 39 PTS, 11 REB pic.twitter.com/yZXUwdXjXG— NBA (@NBA) October 27, 2023 Anthony Davis var með 30 stig og 13 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 100-95 sigur á Phoenix Suns og LeBron James skoraði 10 af 21 stigi sínum í fjórða leikhlutanum. James var einnig með 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 39 stig og tók 11 fráköst fyrir Suns en liðið lék án stórstjarnanna Devin Booker og Bradley Beal. Phoenix var 84-72 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana en Lakers vann lokaleikhlutann 28-11. Þá fór allt í baklás hjá Suns sem klikkaði á 13 af fyrstu 14 skotum fjórða leikhlutans og tapaði alls tíu boltum á síðustu tólf mínútum leiksins. THESE ANGLES of the Dame clincher pic.twitter.com/UXHa7YvHq7— NBA (@NBA) October 27, 2023
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira