„Það er engin framtíð í þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2023 20:31 Þórólfur Ómar Óskarsson er ungur bóndi. Hann segir ekkert eftir til launagreiðslna þegar búið er að greiða af því sem greiða þarf af. arnar halldórsson Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna. Bændur lýstu yfir þungum áhyggjum af starfsumhverfi þeirra á baráttufundi sem fram fór í dag. Þeir segja stöðuna með þeim hætti að vegna vaxtaumhverfis og álagna geti þeir ekki greitt sér mannsæmandi laun. Sigríður Ólafsdóttir, ungur bóndi segir að laun bænda hafi hækkað um tíu til tólf prósent á síðustu fjórum árum á sama tíma og almenn launavísitala hafi hækkað um 35 prósent. „Það er bara ekki það góð afkoma í þessum greinum að bændur geti yfir höfuð greitt sér mannsæmandi laun út úr þessum greinum,“ segir Sigríður. Sigríður Ólafsdóttir segir launaþróun ekki góða innan greinarinnar.arnar halldórsson Sumir sem eru jafnvel við það að bugast og segja að þetta sé ekki hægt,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, bóndi og formaður Sambands ungra bænda. Núverandi vaxtastig er gjörsamlega búið að stökkbreyta þeim afborgunum lána að það er ekkert eftir til launagreiðslna, segir Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi. Hann segir að stjórnvöld verði að bregðast við svo flótti verði ekki úr greininni. „Ég er búin að ákveða að hætta ef ekkert verður gert en ég ætla ekkert að fara í þrot. Þá erum við bara að tala um samdrátt í einhver ár og svo hættir maður, það er engin framtíð í þessu.“ Hvernig líður þér með það? „Mig langar það ekki,“ segir Þórólfur. „Fólk er að gefast upp í einhverjum mæli, það bara gerist þegar fólk vinnur myrkranna á milli og vanrækir sjálft sig og alla sína nánustu, þá er það bara það sem gerist. Þetta er ekki flókið,“ segir Steinþór. Steinþór Logi er formaður Sambands ungra bænda.arnar halldórsson Hugsa þurfi fjármögnun upp á nýtt og stoppa götin þar sem fjármagn flæðir úr greininni. Bjóða þurfi bændum upp á annars konar lánaumhverfi en er í dag. „Það myndi hjálpa verulega til að byggja undir landbúnað því í dag er ekki mögulegt að hefja landbúnað. Er nýliðun þá ómöguleg? „Algjörlega, algjörlega.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Bændur lýstu yfir þungum áhyggjum af starfsumhverfi þeirra á baráttufundi sem fram fór í dag. Þeir segja stöðuna með þeim hætti að vegna vaxtaumhverfis og álagna geti þeir ekki greitt sér mannsæmandi laun. Sigríður Ólafsdóttir, ungur bóndi segir að laun bænda hafi hækkað um tíu til tólf prósent á síðustu fjórum árum á sama tíma og almenn launavísitala hafi hækkað um 35 prósent. „Það er bara ekki það góð afkoma í þessum greinum að bændur geti yfir höfuð greitt sér mannsæmandi laun út úr þessum greinum,“ segir Sigríður. Sigríður Ólafsdóttir segir launaþróun ekki góða innan greinarinnar.arnar halldórsson Sumir sem eru jafnvel við það að bugast og segja að þetta sé ekki hægt,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, bóndi og formaður Sambands ungra bænda. Núverandi vaxtastig er gjörsamlega búið að stökkbreyta þeim afborgunum lána að það er ekkert eftir til launagreiðslna, segir Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi. Hann segir að stjórnvöld verði að bregðast við svo flótti verði ekki úr greininni. „Ég er búin að ákveða að hætta ef ekkert verður gert en ég ætla ekkert að fara í þrot. Þá erum við bara að tala um samdrátt í einhver ár og svo hættir maður, það er engin framtíð í þessu.“ Hvernig líður þér með það? „Mig langar það ekki,“ segir Þórólfur. „Fólk er að gefast upp í einhverjum mæli, það bara gerist þegar fólk vinnur myrkranna á milli og vanrækir sjálft sig og alla sína nánustu, þá er það bara það sem gerist. Þetta er ekki flókið,“ segir Steinþór. Steinþór Logi er formaður Sambands ungra bænda.arnar halldórsson Hugsa þurfi fjármögnun upp á nýtt og stoppa götin þar sem fjármagn flæðir úr greininni. Bjóða þurfi bændum upp á annars konar lánaumhverfi en er í dag. „Það myndi hjálpa verulega til að byggja undir landbúnað því í dag er ekki mögulegt að hefja landbúnað. Er nýliðun þá ómöguleg? „Algjörlega, algjörlega.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira